Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 12
Brynjar Þór Níelsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands er einna þekktastur af nýju þingmönn- unum. Hann sest á þing fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavík. Hann hefur lengi látið mikið að sér kveða í þjóðfélagsum- ræðunni. Færri vita að Brynjar var einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins í sínum aldurs- flokki á árum áður, lék með meistaraflokki Vals og náði að leika einn landsleik með U-19 landsliði Íslands áður en hann lagði skóna á hilluna til að einbeita sér að laganámi. Willum Þór Þórs- son, nýr þingmaður framsóknarmanna í Suð- vesturkjördæmi, er hins vegar þekktastur fyrir knattspyrnuiðkun enda einn sigursælasti þjálfari landsins síðustu ár. Willum lék þrjá landsleiki fyrir U-17 landslið Íslands en lærði síðan viðskipta- fræði. Hann er einn af kennurunum, sem nú setjast á þing; aflaði sér kennsluréttinda og hefur lengi kennt við Mennta- skólann í Kópavogi. Willum sat líka í stjórn Sparisjóðsins í Kópavogi á árum áður allt þar til sjóðurinn sá var samein- aður BYR á árinu 2007. Fyrir utan Willum eru kennararnir í hópi nýrra þingmanna þessir: Bjarkey Gunnars- dóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi, er menntaður grunn- skólakennari en líka náms- og starfsráðgjafi, og starfar sem slíkur við framhaldsskólann í Fjallabyggð. Páll V. Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar á Suðurlandi, er 52ja ára en lauk grunn- skólakennaraprófi árið 2011 og hefur starfað síðasta árið sem kennari við Fisktækniskólann í Grindavík, auk þess að sitja þar í bæjarstjórn Elsa Lára Arnardótt- ir, er þingmaður Fram- sóknar í Norðvesturkjör- dæmi, og hefur starfað sem grunnskólakennari þar í bæ frá 2001 og lauk B.Ed prófi 2005. Líneik Anna Sævars- dóttir, er líka þingmaður Framsóknar, en kemur úr Norðausturkjördæmi. Hún er skólastjóri grunn- skóla Fáskrúðsfjarðar og hefur gegnt því starfi frá 2006, en er með B.Sc. próf í líffræði auk kennsluréttinda. Þórunn Egilsdóttir, er líkt og Líneik Anna, framsóknarþingmaður af Norðausturhorninu. Hún er 49 ára og kennir við Grunnskóla Vopna- fjarðar, enda með B.Ed próf frá Kennaraháskóla Íslands. Hún er líka sauðfjár- og skógarbóndi þar í sveit ásamt eigin- manni sínum. Valgerður Gunn- arsdóttir, er 57 ára þingmaður Sjálfstæðis- flokksins af Norðaustur- landi. Hún er skólameist- ari Framhaldsskólans að Laugum í Þingeyjarsveit. Hún gekk í Sjálfstæðis- flokkinn 2008 en var lengi virk í Kvennalist- anum og sat fyrir hann í bæjarstjórn Húsavíkur um tólf ára skeið og var meðal annars forseti bæjarstjórnarinnar. Eiginmaður Valgerðar er fyrrverandi varaþing- maður Samfylkingarinn- ar. Hann heitir Örlygur Hnefill Jónsson, og er hæstaréttarlögmaður, og settist nokkrum sinnum á þing á árunum 2001- 2003. Fleiri þingmenn eiga kennsluferil að baki. Silja Dögg Gunnars- dóttir, framsóknarkona úr Suðurkjördæmi, er með B.A. próf í sagn- fræði og kenndi um tíma við grunnskóla Njarðvíkur. Hún starfar nú sem aðstoðarmaður framkvæmdastjórnar HS Orku. Vilhjálmur Bjarna- son er þekktur fyrir að keppa í Útsvari fyrir hönd Garðabæjar og fyrir að tala máli almennra fjárfesta og halda uppi harðri gagnrýni á út- rásarvíkinga. Vilhjálmur er liðlega sextugur, rekstrarhagfræðingur að mennt, starfaði áður sem bankaútibústjóri í Vestmannaeyjum og var kennari við Iðnskólann í Reykjavík frá 1989- 1995. Vilhjálmur er líka þekktur baráttumaður fyrir bættri stöðu og högum fatlaðra en hann á tvær fatlaðar dætur, sem luku báðar diplómanámi frá Háskóla Íslands fyrir tveimur árum síðan. Einn nýliðanna verður elsti þingmaðurinn næstu ár; Sigrún Magnúsdóttir er fædd 1944 og því 68 ára gömul. Hún er hins vegar enginn nýgræð- ingur í stjórnmálum, var borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins frá 1986- 2002 og varaþingmaður Ólafs Jóhannessonar á árunum 1979-1983 og tók þá tvisvar sinnum sæti á þinginu. Eiginmaður Sigrúnar er líka einn af þekktustu stjór- nmálamönnum landsins síðustu áratugi, Páll Pétursson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og þingmaður framsóknar í tæp 30 ár. Sigrún sat í Lands- dómi í máli Geirs H. Haarde. Hún vann hjá Deutsche Bank í Darmstadt í Þýskalandi veturinn 1963-1964 en rúmum fjörutíu árum seinna, eða 2006, lauk hún BA prófi í þjóðfræði frá Háskóla Íslands. Þá er komið að háskóla- stúdentunum sem nú gerast alþingismenn. Þeirra á meðal er Haraldur Einarsson, 25 ára gamall bóndason- ur úr Flóanum. Hann er á síðasta ári í verkfræði- námi við Háskóla Íslands. Haraldur er líka nú- verandi Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi karla. Hann vann þann titil um svipað leyti og ákveðið var að hann skipaði fjórða sætið á framboðs- lista Framsóknarflokks- ins í Suðurkjördæmi við kosningarnar í vor. Vilhjálmur Árnason er þrítugur lögreglu- maður og ökukennari sem býr í Grindavík. Hann sest nú á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vil- hjálmur er langt kominn með að ljúka B.A. námi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Jón Þór Ólafsson, er 37 ára þingmaður Pírata úr Reykjavík. Í kosningabaráttunni kynnti Jón Þór sig sem nema í viðskiptafræði og segist hafa lokið um þriggja missera námi í viðskiptafræði og eins misseris námi í heimspeki. Hann hefur áður skrifað greinar í blöð og þá ýmist kynnt sig sem heimspeking, stjórnmálafræðing eða stjórnmálaheimspeking. En hvernig sem það er allt vaxið er enginn vafi á að nú er Jón Þór orðinn alþingismaður. Karl Garðarsson er landsþekktur fjöl- miðlamaður, sem hefur M.A. próf í fjölmiðlafræði og starfaði í tæp 20 ár hjá Bylgjunni og Stöð 2, – lengi sem fréttalesari og fréttastjóri. Síðar var hann ritstjóri fríblaðsins Blaðsins. Undanfarið hefur Karl hins vegar stundað laganám við Háskólann í Reykjavík og var það hans helsta verk- efni áður en kosninga- baráttan tók við.  ALÞiNGiSKoSNiNGAr FJöLBrEyttur BAKGruNNur NýrrA ALÞiNGiSMANNA Kennarar og nemendur setjast á Alþingi Í hópi nýrra þingmanna eru sjö kennarar og fjórir háskóla- stúdentar. Einn þingmaðurinn er líka sprettharðasti maður Íslands og tveir nýliðanna eiga að baki landsleiki með unglingalands- liðum Íslands í knattspyrnu. American Express Valid Thru Member Since American Express Valid Thru Member Since Kynntu þér kostina á www.americanexpress.is F ÍT O N / S ÍA Premium Icelandair American Express® kortið veitir þér aðgang að Saga Lounge í Leifsstöð American Express er skrásett vörumerki American Express. er útgefandi American Express® samkvæmt leyfi frá American Express S umir hafa kvartað undan því að menntamál hafi fengið lítið pláss í kosningabarátt- unni sem lauk um síðustu helgi. Niðurstaða kosninganna er engu að síður sú að kennarar og námsmenn eru nú meira áberandi í hópi þingmanna en nokkru sinni. 27 nýir þing- menn setjast nú á Alþingi, 15 karlar og 12 konur. Í þeim hópi eru sjö sem hætta störfum við grunn- og fram- haldsskóla lands- ins til að gerast þingmenn. Þá eru fjórir nýju þingmannanna staddir í miðju há- skólanámi, sem þeir verða væntan- lega að leggja á hilluna næstu árin. Í hópi nýju þing- mannanna er líka sprettharðasti maður landsins – núverandi Íslands- meistari í 60 metra hlaupi. Tveir nýlið- anna eiga að baki landsleiki fyrir unglingalandslið Íslands í knatt- spyrnu. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Jóhanna María Sigmundsdóttir er yngsti þingmaður sögunnar, tæplega 22 ára. Í fyrsta skipti sem hún kaus til Alþingis gat hún kosið sjálfa sig á þing. Jóhanna María er lærður búfræðingur en var áður í Morfísliði Fjölbrautar í Breiðholti. Hún er sauð- fjárbóndi í Mjóafirði og þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. 12 fréttaskýring Helgin 3.-5. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.