Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 12
Brynjar Þór Níelsson
hæstaréttarlögmaður
og fyrrverandi formaður
Lögmannafélags Íslands
er einna þekktastur
af nýju þingmönn-
unum. Hann sest á þing
fyrir sjálfstæðismenn í
Reykjavík. Hann hefur
lengi látið mikið að sér
kveða í þjóðfélagsum-
ræðunni.
Færri vita að Brynjar
var einn efnilegasti
knattspyrnumaður
landsins í sínum aldurs-
flokki á árum áður, lék
með meistaraflokki
Vals og náði að leika
einn landsleik með U-19
landsliði Íslands áður
en hann lagði skóna á
hilluna til að einbeita sér
að laganámi.
Willum Þór Þórs-
son, nýr þingmaður
framsóknarmanna í Suð-
vesturkjördæmi, er hins
vegar þekktastur fyrir
knattspyrnuiðkun enda
einn sigursælasti þjálfari
landsins síðustu ár.
Willum lék þrjá landsleiki
fyrir U-17 landslið Íslands
en lærði síðan viðskipta-
fræði. Hann er einn af
kennurunum, sem nú
setjast á þing; aflaði sér
kennsluréttinda og hefur
lengi kennt við Mennta-
skólann í Kópavogi.
Willum sat líka í stjórn
Sparisjóðsins í Kópavogi
á árum áður allt þar til
sjóðurinn sá var samein-
aður BYR á árinu 2007.
Fyrir utan Willum eru
kennararnir í hópi nýrra
þingmanna þessir:
Bjarkey Gunnars-
dóttir, þingmaður VG
í Norðausturkjördæmi,
er menntaður grunn-
skólakennari en líka
náms- og starfsráðgjafi,
og starfar sem slíkur
við framhaldsskólann í
Fjallabyggð.
Páll V. Björnsson,
þingmaður Bjartrar
framtíðar á Suðurlandi,
er 52ja ára en lauk grunn-
skólakennaraprófi árið
2011 og hefur starfað
síðasta árið sem kennari
við Fisktækniskólann í
Grindavík, auk þess að
sitja þar í bæjarstjórn
Elsa Lára Arnardótt-
ir, er þingmaður Fram-
sóknar í Norðvesturkjör-
dæmi, og hefur starfað
sem grunnskólakennari
þar í bæ frá 2001 og lauk
B.Ed prófi 2005.
Líneik Anna Sævars-
dóttir, er líka þingmaður
Framsóknar, en kemur
úr Norðausturkjördæmi.
Hún er skólastjóri grunn-
skóla Fáskrúðsfjarðar
og hefur gegnt því starfi
frá 2006, en er með
B.Sc. próf í líffræði auk
kennsluréttinda.
Þórunn Egilsdóttir,
er líkt og Líneik Anna,
framsóknarþingmaður
af Norðausturhorninu.
Hún er 49 ára og kennir
við Grunnskóla Vopna-
fjarðar, enda með B.Ed
próf frá Kennaraháskóla
Íslands. Hún er líka
sauðfjár- og skógarbóndi
þar í sveit ásamt eigin-
manni sínum.
Valgerður Gunn-
arsdóttir, er 57 ára
þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins af Norðaustur-
landi. Hún er skólameist-
ari Framhaldsskólans að
Laugum í Þingeyjarsveit.
Hún gekk í Sjálfstæðis-
flokkinn 2008 en var
lengi virk í Kvennalist-
anum og sat fyrir hann
í bæjarstjórn Húsavíkur
um tólf ára skeið og var
meðal annars forseti
bæjarstjórnarinnar.
Eiginmaður Valgerðar er
fyrrverandi varaþing-
maður Samfylkingarinn-
ar. Hann heitir Örlygur
Hnefill Jónsson, og er
hæstaréttarlögmaður, og
settist nokkrum sinnum
á þing á árunum 2001-
2003.
Fleiri þingmenn eiga
kennsluferil að baki.
Silja Dögg Gunnars-
dóttir, framsóknarkona
úr Suðurkjördæmi, er
með B.A. próf í sagn-
fræði og kenndi um
tíma við grunnskóla
Njarðvíkur. Hún starfar
nú sem aðstoðarmaður
framkvæmdastjórnar
HS Orku.
Vilhjálmur Bjarna-
son er þekktur fyrir
að keppa í Útsvari fyrir
hönd Garðabæjar og fyrir
að tala máli almennra
fjárfesta og halda uppi
harðri gagnrýni á út-
rásarvíkinga. Vilhjálmur
er liðlega sextugur,
rekstrarhagfræðingur
að mennt, starfaði áður
sem bankaútibústjóri í
Vestmannaeyjum og var
kennari við Iðnskólann í
Reykjavík frá 1989-
1995. Vilhjálmur er líka
þekktur baráttumaður
fyrir bættri stöðu og
högum fatlaðra en
hann á tvær fatlaðar
dætur, sem luku báðar
diplómanámi frá Háskóla
Íslands fyrir tveimur
árum síðan.
Einn nýliðanna verður
elsti þingmaðurinn
næstu ár; Sigrún
Magnúsdóttir er
fædd 1944 og því 68
ára gömul. Hún er hins
vegar enginn nýgræð-
ingur í stjórnmálum, var
borgarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins frá 1986-
2002 og varaþingmaður
Ólafs Jóhannessonar á
árunum 1979-1983 og tók
þá tvisvar sinnum sæti
á þinginu. Eiginmaður
Sigrúnar er líka einn
af þekktustu stjór-
nmálamönnum landsins
síðustu áratugi, Páll
Pétursson, fyrrverandi
félagsmálaráðherra og
þingmaður framsóknar í
tæp 30 ár.
Sigrún sat í Lands-
dómi í máli Geirs H.
Haarde. Hún vann
hjá Deutsche Bank í
Darmstadt í Þýskalandi
veturinn 1963-1964 en
rúmum fjörutíu árum
seinna, eða 2006, lauk
hún BA prófi í þjóðfræði
frá Háskóla Íslands.
Þá er komið að háskóla-
stúdentunum sem nú
gerast alþingismenn.
Þeirra á meðal er
Haraldur Einarsson,
25 ára gamall bóndason-
ur úr Flóanum. Hann er
á síðasta ári í verkfræði-
námi við Háskóla Íslands.
Haraldur er líka nú-
verandi Íslandsmeistari
í 60 metra hlaupi karla.
Hann vann þann titil um
svipað leyti og ákveðið
var að hann skipaði
fjórða sætið á framboðs-
lista Framsóknarflokks-
ins í Suðurkjördæmi við
kosningarnar í vor.
Vilhjálmur Árnason
er þrítugur lögreglu-
maður og ökukennari
sem býr í Grindavík.
Hann sest nú á þing fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Vil-
hjálmur er langt kominn
með að ljúka B.A. námi í
lögfræði við Háskólann í
Reykjavík.
Jón Þór Ólafsson,
er 37 ára þingmaður
Pírata úr Reykjavík. Í
kosningabaráttunni
kynnti Jón Þór sig sem
nema í viðskiptafræði
og segist hafa lokið um
þriggja missera námi
í viðskiptafræði og
eins misseris námi í
heimspeki. Hann hefur
áður skrifað greinar í
blöð og þá ýmist kynnt
sig sem heimspeking,
stjórnmálafræðing eða
stjórnmálaheimspeking.
En hvernig sem það er
allt vaxið er enginn vafi
á að nú er Jón Þór orðinn
alþingismaður.
Karl Garðarsson er
landsþekktur fjöl-
miðlamaður, sem hefur
M.A. próf í fjölmiðlafræði
og starfaði í tæp 20 ár
hjá Bylgjunni og Stöð
2, – lengi sem fréttalesari
og fréttastjóri. Síðar var
hann ritstjóri fríblaðsins
Blaðsins. Undanfarið
hefur Karl hins vegar
stundað laganám við
Háskólann í Reykjavík og
var það hans helsta verk-
efni áður en kosninga-
baráttan tók við.
ALÞiNGiSKoSNiNGAr FJöLBrEyttur BAKGruNNur NýrrA ALÞiNGiSMANNA
Kennarar og nemendur setjast á Alþingi
Í hópi nýrra
þingmanna eru
sjö kennarar og
fjórir háskóla-
stúdentar. Einn
þingmaðurinn er
líka sprettharðasti
maður Íslands og
tveir nýliðanna
eiga að baki
landsleiki með
unglingalands-
liðum Íslands í
knattspyrnu.
American Express
Valid Thru Member Since
American Express
Valid Thru Member Since
Kynntu þér kostina á www.americanexpress.is
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Premium Icelandair American
Express® kortið veitir þér aðgang
að Saga Lounge í Leifsstöð
American Express er skrásett vörumerki American Express. er útgefandi American Express® samkvæmt leyfi frá American Express
S
umir
hafa
kvartað
undan
því að
menntamál hafi
fengið lítið pláss
í kosningabarátt-
unni sem lauk um
síðustu helgi.
Niðurstaða
kosninganna er
engu að síður sú
að kennarar og
námsmenn eru nú
meira áberandi í
hópi þingmanna en
nokkru sinni.
27 nýir þing-
menn setjast nú á
Alþingi, 15 karlar
og 12 konur. Í þeim
hópi eru sjö sem
hætta störfum við
grunn- og fram-
haldsskóla lands-
ins til að gerast
þingmenn.
Þá eru fjórir nýju
þingmannanna
staddir í miðju há-
skólanámi, sem
þeir verða væntan-
lega að leggja á
hilluna næstu árin.
Í hópi nýju þing-
mannanna er líka
sprettharðasti
maður landsins –
núverandi Íslands-
meistari í 60 metra
hlaupi.
Tveir nýlið-
anna eiga að baki
landsleiki fyrir
unglingalandslið
Íslands í knatt-
spyrnu.
Pétur Gunnarsson
petur@frettatiminn.is
Jóhanna María Sigmundsdóttir
er yngsti þingmaður sögunnar,
tæplega 22 ára. Í fyrsta skipti sem hún
kaus til Alþingis gat hún kosið sjálfa
sig á þing. Jóhanna María er lærður
búfræðingur en var áður í Morfísliði
Fjölbrautar í Breiðholti. Hún er sauð-
fjárbóndi í Mjóafirði og þingmaður
Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
12 fréttaskýring Helgin 3.-5. maí 2013