Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 68
 Í takt við tÍmann Guðrún Sóley GeStSdóttir Gæðastundir að fara út að hlaupa með pabba Guðrún Sóley Gestsdóttir er 25 ára Vesturbæingur sem er að ljúka námi í bókmenntafræði við HÍ. Hún er ritstjóri Stúdentablaðsins og hefur starfað um hríð á Morgunblaðinu en færir sig um set í sumar og hefur störf á Ríkisútvarpinu. Staðalbúnaður Ég kaupi voða lítið af fötum á Ís- landi en þegar ég geri það er það á fatamörkuðum og í búðum eins og Zöru, Topshop, Geysi og GK. Eins og allir Íslendingar er ég eins og kálfur að vori þegar ég kemst í búðir í útlöndum. Ég trompast alveg þegar ég kem inn í Cos, þar missi ég alla sjálfsstjórn. Uppáhalds merkið mitt er Acne, það er rosalega fallegt. Svo er það náttúrlega bara H&M. Ég einskorða mig ekki við neinn stíl, ég kaupi bara það sem ég er í skapi fyrir þá stundina. Ég legg eigin- lega skammarlega litla hugsun í það hvernig ég klæði mig en ég reyni þó að láta þægindi ganga fyrir. Samt geng ég alltaf í háhæluðum skóm til að fela smæð mína. Allar vinkonur mínar eru hávaxnar eins og súper- módel og ég hef vanið mig á að ganga á stultum til að halda í við þær. Hugbúnaður Það er eiginlega stórviðburður ef ég hætti mér út á galeiðuna. Ætli það sé ekki svona tvisvar á ári. Ég nenni bara ekki þessu djammi, það er ósjar- merandi að standa í röð og stappi. Ég sæki hamingjuna annað. Samt er ég rosa mikið fyrir að dansa en þar sem það er aldrei pláss til þess á skemmti- stöðum fæ ég útrás í að kenna dans í Háskóladansinum. Eitt það skemmti- legasta sem ég geri er að leyfa mér að fara út að borða með vinum mínum eða á kaffihús. Á Kaffitári í Banka- stræti fæ ég rosa gott kaffi en þar sem ég eyði flestum mínum stundum á Háskólatorgi sæki ég næringu mest í Hámu og Stúdentakjallarann. Ef ég hætti mér út af háskólasvæðinu er gott að borða á Austurlandahraðlest- inni, Saffran eða á einhverjum góðum sushi-stað. Mér finnst fátt leiðinlegra en að hlaupa á hlaupabretti eins og hamstur en útihlaup höfða til mín. Ég er enginn Kári Steinn en ég nýt þess að hlaupa um Reykjavík og hlusta á góða tónlist. Við pabbi hlaupum mikið saman, það eru gæðastundir hjá okkur. Hann er 72 ára en er miklu betri hlaupari en ég. Ég horfi eigin- lega aldrei á sjónvarp en er með blæti fyrir bresku gríni og uppistandi. Uppáhaldsþættirnir núna eru A Bit of Fry & Laurie sem eldast svo vel að það er kraftaverki líkast. Uppá- halds uppistandarinn minn er Dylan Moran, hann er eiginlega leiðtogi lífs míns. Vélbúnaður Eins og margir er ég með nefið ofan í símanum og tölvunni til skiptis. Ég á Macbook Pro tölvu og iPhone og nota myndavélina í símanum ofsalega mikið. Ég er miskunnarlaus í notkun minni á samfélagsmiðlum; Insta- gram, Snapchat og Facebook, ég er algerlega háð þessu stússi og nota það sem afsökun til að gera eitt- hvað annað en læra og vinna. Aukabúnaður Ég hef rosa gaman af því að elda. Það fer svolítið eftir árs- tíðum hvað ég elda en það er allt frá léttum réttum og grilli á sumrin upp í nauta- lund. Ég les mikið af uppskrift- arbókum og matarbloggum. Besta bloggið er Evalaufeykj- aran.com. Ég á fullt af áhuga- málum, dansinn, ræðumennsku og skrif, bækur og tónlist svo fátt eitt sé nefnt. Ég fór á Aldrei fór ég suður um páskana og það var með skemmtilegri ferðum. Það er svo ótrúlega fallegt á Ísafirði. Ég er einmitt ættuð þaðan. Í sumar er ég að fara til Amsterdam og London og svo langar mig líka að ferðast innanlands. Uppáhalds borgin er alltaf Barcelona eftir að ég bjó þar eftir menntaskóla og var í háskóla. Ég setti mér það takmark að fara þangað árlega en það hefur ekki alveg tekist. En ég hef mikið dálæti á Barcelona og ætla mér að búa þar aftur. Guðrún Sóley gengur alltaf á háum hælum til að fela smæð sína. Hún segist missa alla sjálfsstjórn þegar hún kemur inn í tískuverslanirnar Cos. Ljósmynd/Hari Smáralind | www.mkm.is | 571-0003 Finndu okkur á facebook :) Við eigum mikið úrval af tískufatnaði fyrir verðandi mæður og konur með barn á brjósti. Við bjóðum einnig upp á glæsilegar flíkur sem henta konum sem ekki eiga von á barni. Það geta því allar konur fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur. Skoðið úrvalið í vefversluninni okkar á w w w . m k m . i s Við sendum frítt hvert á land sem er og keyrum vörur heim á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ein af þeim sem vakna stundum mjög úrill þrátt fyrir að hafa sofið mína átta tíma. Um hríð hefur verið hægt að kaupa rán- dýrar vekjaraklukkur sem skynja svefn- mynstrið og vekja þig þegar þú sefur léttum svefni. For- ritari nokkur komst að því að öll tæknin sem þarf til að fylgjast með svefnmynstri væri til staðar í iPhone-símum og hannaði app sem kostar smáaura. Notandi stillir sím- ann þannig að hann hafi 30 mínútna bil til að vekja sig, til dæmis milli sjö og hálfátta. Síminn er síðan lagð- ur við koddann áður en farið er að sofa og appið mælir svefn- stig og gæði svefnsins með því að skrá niður hreyfingar í svefni. Því miður gengur því ekki að nota appið á dýnum sem eru mjög harðar. Satt að segja þá hélt ég að þetta væri tómt rugl, svona eins og allt sem hljómar of gott til að vera satt. Mér til mikillar undrunar vakna ég hins vegar alltaf spræk þegar ég man að kveikja á appinu. Svefnpurrkur: Þetta er app fyrir ykkur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  appafenGur Sleep Cycle 68 dægurmál Helgin 3.-5. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.