Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 56
56 skák og bridge Helgin 3.-5. maí 2013  skákakademían Tveimur ofurskákmóTum lauk í vikunni Topalov minnir á sig! v eselin Topalov minnti rækilega á tilveru sína á Grand Prix móti FIDE í Zug í Sviss sem lauk á miðviku- daginn. Þessi 38 ára búlgarski snillingur sem bar krúnu heims- meistara 2005-6 sigraði með yfirburðum á mótinu, og jafngilti árangur hans heilum 2924 skák- stigum. Tólf meistarar tefldu á mótinu og var Topalov sá eini sem skeiðaði taplaus frá upphafi til enda, hann sigraði í fimm skákum og gerði sex jafntefli, hlaut sem sagt 8 vinninga af 11 mögulegum. Næstur kom sá valinkunni hroka- gikkur Nakamura frá Bandríkj- unum með 6,5 vinning, og 3.-4. sæti deildu þeir Ponomariov frá Úkraínu og Caruana frá Ítalíu með 6 vinninga. Röð annarra keppenda var: Kamsky (Bandaríkjunum) og Morozevich (Rússlandi) 5,5 vinn- ingar, Giri (Hollandi), Leko (Ung- verjalandi), Karjakin (Rússlandi) 5 vinningar, Radjabov (Azerbæj- an), Mamedyarov (Azerbæjan), Kasimdzhanov (Úsbekistan) 4,5 vinningar. Aronian og Gelfand sigruðu á minningarmótinu um Alekhine Öðru stórmóti lauk í vikunni – minningarmótinu um Alexander Alekhine,sem haldið var í París og St. Pétursborg. Efstir og jafnir urðu Lev Aronian (Armeníu) og Boris Gelfand (Ísrael), hlutu 5,5 vinning af 9 mögulegum. Heims- meistarinn Vishy Anand varð í þriðja sæti með 5 vinninga, næstir komu Vitiugov (Rússlandi), Fressinet (Frakklandi), Kramnik (Rússlandi), Adams (Englandi) og Vachier Lagrave (Frakklandi) með 4,5 vinning. Ding Liren (Kína) varð í 9. sæti en Svidler (Rússlandi) varð einn neðstur með 3 vinninga. Minningarmótið um Alekhine er til marks um að Anand heims- meistari hefur ekki ennþá fundið fjölina sína, en hann þarf í haust að mæta þeim ógnarsnillingi Magnúsi Carlsen í heimsmeistara- einvígi. Í vikunni var kunngjört að sjálfur Gary Kasparov verður í liði Carlsens gegn Anand. Kasparov var um hríð þjálfari Carlsens og liðstyrkur hans mun án nokkurs vafa vega þungt í glímunni miklu, sem allir skákáhugamenn hljóta að hlakka til. Sviptingar á toppnum Magnus Carlsen situr vitanlega sem fastast á toppnum á skák- stigalistanum, hefur nú 2868 stig. Aronian er í 2. sæti með 2814 stig og Kramnik er í þriðja sæti með SkákþrAutin Svartur leikur og vinnur. Sakaev töfraði fram undurfalleg lok í skák gegn Novik... u m síðustu helgi lauk Íslandsmótinu í bridge með frekar óvæntum sigri VÍS. Í sveitinni spiluðu Hlynur Ang- antýsson fyrirliði, Jón Ingþórsson, Hlynur Garðarsson, Hrannar Erlingsson, Júlíus Sig- urjónsson og Sigurður Vilhjálmsson. Ein- ungis Júlíus og Sigurður höfðu unnið titilinn áður, hinir voru að vinna sinn fyrsta titil. Eftir riðlakeppnina var staðan svona: 1. VÍS ........................................................................ 219 2. Lögfræðistofa Íslands ........................................ 201 3. Sparisjóður Siglufjarðar .................................... 182 4. Garðsapótek ...................................................... 178 Þá tók við úrslitakeppni þessara fjögurra sveita og í síðustu umferð áttust við tvær efstu sveitirnar og þurfti Lögfræðistofan að vinna leikinn 21-9 til að vinna. Leikurinn reyndist æsispennandi og sveit VÍS átti í vök að verjast framan af, en í spili 11 (16 spila leikur) dró til tíðinda. Í opnum sal spiluðu NS 5 tígla doblaða +1 sem gaf +750 sem leit út fyrir að vera góð niðurstaða fyrir Lögfræðistofuna. En í NS í lokuðum sal var fyrirliðinn Hlynur Ang- antýsson í norður með makker sínum Jóni Ingþórssyni. Gefum Hlyni orðið: „Eftir pass hjá Jóni og Bjarna opna ég rólega á 1 tígli, Aðalsteinn kemur inná á einum spaða og makker mér til mikillar ánægju laumar sér inná með tveimur lauf- um. Bjarni gefur gott reis með tveimur tígl- um og nú eins og allir séu til í slaginn. Ég dobla tvo tígla til að sýna góðan tígul fyrst, kjúa spaða til að tékka betur á makker sem á nokkuð eðlilega ekkert extra og meldar 4 lauf. Makk er er agaður í meldingum og ég var nokkuð viss að hann ætti hjónin a.m.k fimmtu þar og set hann því í 6 lauf.“ Spaði út þýðir að eina hættan í spilinu er að ef laufið er ekki 2-2, þá þarf tígullinn að brotna 3-2 nema lengdin sé með 3 lit í laufi. Slemman er því mjög góð, makker tekur tvisvar lauf og þegar tígullinn brotnar er hægt að leggja upp í 12 slagi. +920 til VÍS og mikilvægir 5 impar. Leiknum lauk með 20-10 sigri Lögfræði- stofunnar og lokastaðan varð þannig. 1. VÍS ................................................................... 257 2. Lögræðistofan ................................................ 256 3. Sparisjóðurinn ............................................... 230 4. Garðsapótek ................................................... 217 Til hamingju VÍS!! Í Sushi Samba tvímenningi BR hafa Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson stungið aðra af og ljóst að erfitt verður að hrinda þeim af stalli síðasta kvöldið. Staðan eftir þrjú kvöld af fjórum: 1 983,2 Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson 2 853,9 Sigurður Sigurjónsson – Jón Páll Sigurjónsson 3 851,7 Kjartan Ásmundsson – Stefán Jóhannsson 4 838,0 Bergur Reynisson – Stefán Stefánsson  Bridge ÚrsliT á íslandsmóTinu Óvæntur sigur VÍS Lausn: 1.... Dxg2+!! 2.Kxg2 Bxe4+ 3.Kh2 Hf2+ 0-1. Sókn svarts er óstöðvandi. 2803. Topalov skaust upp í 4. sæti með frækilegri frammistöðu sinni í Zug og hefur nú 2793 stig. Næstir koma Anand heimsmeist- ari (2782), Grischuk (2779), Na- kamura (2775), Caruana (2774), Karjakin (2767) og Morozevich (2760). Sá ágæti Radjabov frá Azerbæjan hefur hrunið niður listann, eftir hörmulegt gengi á áskorendamótinu í London og Grand Prix mótinu í Zug. Radja- bov var löngum í 4. sæti heims- listans en er nú í 15. sæti. Alls eru nú 46 skákmenn með meira en 2700 skákstig. Til samanburðar má nefna að Jó- hann Hjartarson er stigahæstur íslenskra skákmanna með 2583 stig. Næstir koma Héðinn Stein- grímsson (2558), Helgi Ólafs- son (2544), Margeir Pétursson (2532), Hjörvar Steinn Grétars- son (2516), Hannes H. Stefáns- son (2516), Jón L. Árnason (2502), Henrik Danielsen (2500), Stefán Kristjánsson (2494) og Bragi Þorfinnsson (2478). Nýkrýndir Íslandsmeistarar VÍS. Sérblað um reiðhjól Föstudaginn 10. maí gefum við á Fréttatímanum út blað um reiðhjól. Ef þú hefur áhuga á að koma að efni eða auglýsingu í blaðið þá snúðu þér til auglýsingadeildar Fréttatímans. Síminn er 531 3310 eða sendu okkur póst á auglysingar@frettatiminn.is 10. Maí Hjól fyrir alla, fylgihlutirnir og menningin. ♠AG7 ♥9 ♦AKD875 ♣AG7 ♠93 ♥G108 ♦64 ♣KD9654 ♠ 865 ♥ AKD4 ♦ G32 ♣ 1083 ♠ KD1042 ♥ 76532 ♦ 109 ♣ 2 n S V A Jóhann Hjartarson er stigahæstur íslenskra skákmanna. Snillingurinn Veselin Topalov sigraði með glæsibrag á Grand Prix móti FIDE í vikunni. Hér leikur Elín Torfadóttir fyrsta leikinn fyrir Topalov gegn Gunnari Björnssyni á minningarmóti um Guðmund J. Guð- mundsson árið 2003. 11 Suður utan hættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.