Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 78
6 garðar og grill Helgin 3.-5. maí 2013 G arðyrkjuritið 2013 er komið út. Ritið er með veglegra móti, alls 184 síður og birtar um 37 fróðlegar greinar eftir fjölda höf- unda sem segja frá reynslu sinni, áhugaverðum plöntutegundum og ræktunaraðferðum. Ritstjóri er Guðrún Agnarsdóttir. Kápu ritsins prýðir mynd af rósinni „Guðfinnu“ sem Jóhann Pálsson hefur ræktað. Sérstakur kafli í ritinu er helgaður fjörutíu ára afmæli Norræna rósafélagsins og þar sagt frá rósarækt í öllum löndunum fimm. Haldið var upp á Norrænu rósahelgina í fyrsta sinn á Íslandi í fyrra sumar en Rósaklúbbur Garðyrkjufélagsins skipulagði dagskrá hennar. Einn norrænu gestanna segir í Garð- yrkjuritinu frá reynslu sinni upplifun af heimsókn til Íslands og í rósagarð Steinunnar Ólafsdóttur á Íslandi. Þá er í ritinu fróðleg grein um íslenskan jarðveg og leiðir til að auka frjósemi hans í garðrækt. Garðyrkju- ritinu er eingöngu dreift til félagsmanna og er innifalið í félags- gjaldi. Á aðalfundi Garð- félagsins 22. apríl lét Vilhjálmur Lúðvíksson af formennsku eftir sex ára starf og í stað hans var kjörin Þuríður Backman, fyrrverandi alþingismaður. Þá voru sr. Halldór Reynisson og Margrét Frímanns- dóttir kjörin í aðal- stjórn en Lilja Sigrún Jónsdóttir, Carl Gränz og Þyrí Emma Þor- steinsdóttir í varastjórn. Á aðalfundinum var kynnt könnun á viðhorfum félaga til allra helstu þátta í þjónustu félagsins og er greinilegt að Garðyrkjuritið nýtur yfirgnæfandi vinsælda en vefsíða, fyrirlestrakvöld, námskeiða- hald og útvegun á efniviði til ræktunar, t.d. rósum og ávaxtatrjám, og starfsemi klúbba um afmörkuð áhugamál eru einnig mikils metin hjá félagsmönn- um. Matjurtaklúbbur félagsins er vinsælastur og í honum eru skráðir um 850 félagar af rúmlega 2400 félagsmönnum sem hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Félagið hefur sett á stofn svonefnda grennd- argarða í samvinnu við sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu sem njóta mikilla vinsælda. Rósaklúbbur- inn og Ávaxta- og berjaklúbburinn eru með á fjórða hundrað félaga hvor og hafa staðið fyrir innflutn- ingi og tilraunum með harðgerðar tegundir og yrki sem ætla má að eigi erindi í íslenska garðrækt. Um þessar mundir er lögð áhersla á aukna þjónustu félagsins við áhugafólk á landsbyggðinni. Hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðu þess: www.gardurinn.is eða með því að hringja í síma 552 7721 og 896 9922. Garðyrkjuritið komið út litlagardbudin.is Sérverslun í skandinavískum anda fyrir garðinn, heimilið og þig HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222 Vandaðar vörur frá: Nelson Garden GardenGirl GrowCamp Indoor Garden og margt, margt meira Pantaðu á netinu eða kíktu í heimsókn Erum á Facebook Opið: má-fö. 12:30-18:00. Dalvegi 16a. Rauðu múrsteinshúsunum. 201 Kóp. – nora.is - facebook.com/noraisland 74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.