Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 50
Helgin 3.-5. maí 201350 langur laugardagur
L a u g a r d a g s t i l b o ð !
Nýjar
sumarvörur
frá Masai
auka afsláttur
af útsöluslá
Laugavegi 49 S. 552 2020
I ngólfur Arnar hefur lengi haft áhuga á tísku og átti sér þann draum að opna tískuverslun.
Eftir margra ára starf við raf-
virkjun ákvað Ingólfur svo að láta
drauminn rætast. Síðasta verk-
efnið var rafmagnið í Hörpu en
hann hafði fengið sig fullsaddan af
verktakabransanum. „Þessi bransi
er slappur núna og mig langaði að
breyta til og gera eitthvað nýtt,“
segir Ingólfur.
Vandað og flott merki
Í versluninni Sturlu er boðið upp
á herrafatnað frá vörumerkinu
Scotch & Soda. „Þetta er mjög
breið lína og í herralínunni eru
750 tegundir af flíkum svo ég þarf
í rauninni ekkert annað merki
með. Fötin eru mjög vönduð og
stíllinn þeirra er svalur og sér-
stakur,“ segir Ingólfur og bætir við
að nýjar vörur komi mánaðarlega
og það geri merkið enn skemmti-
legra. Í versluninni Sturlu verður
líka boðið upp á íslenska tónlist
og íslenskar vörur með. „Fyrst og
fremst verður hlýleg og skemmti-
leg stemning í búðinni,“ segir Ing-
ólfur. Margt fólk sem búið hefur
erlendis þekkir merkið Scotch &
Soda og hafa nokkrir komið að
máli við Ingólf og lýst yfir ánægju
sinni yfir að merkið verði nú loks-
ins fáanlegt hér á landi.
Staðsetning mikilvæg
Eftir að Ingólfur ákvað að opna
verslunina Sturlu byrjaði hann á
því að finna gott húsnæði á Lauga-
veginum. Eftir það hóf hann leit
að góðu merki til að bjóða upp á.
Ingólfur hafði heyrt margt gott um
merkið Scotch & Soda og þar sem
það hefur ekki verið á boðstólum
á Íslandi ákvað hann að leita eftir
samstarfi við fyrirtækið. Til að
byrja með voru aðstandendur
Scotch & Soda ekki áhugasamir
um að semja við íslenska verslun,
meðal annars vegna smæðar
rafvIrkI opnar verslunIna sturlu
Flott herraföt og
hlýleg stemning
Í vikunni opnaði verslunin Sturla að Laugavegi 27. Hjá Sturlu verður boðið upp á vandaðan herrafatnað
frá merkinu Scotch & Soda, ásamt íslenskri tónlist og íslenskum vörum. Ingólfur Arnar Magnússon,
eigandi verslunarinnar, ákvað eftir marga ára starf sem rafvirki að venda kvæði sínu í kross og skella sér í
verslunarrekstur. Nú um helgina verður langur laugardagur og því mikið um að vera í miðbænum.
Ingólfur Arnar Magnússon opnaði verslunina Sturlu í vikunni að Laugavegi 27. Boðið
verður upp á herrafatnað frá Scotch & Soda en fyrirtækið leggur mikið upp úr stað-
setningu þeirra verslana sem selja vörur þess.
markaðarins. Eftir að Ingólfur fékk
þá til að samþykkja fund með sér
í mars fóru hjólin að snúast. Að-
standendum merkisins er annt um
að þær verslanir sem selja merkið
séu mjög vel staðsettar og því gaf
Ingólfur þeim ítarlegar upplýs-
ingar um þau merki sem seld eru í
búðunum í kring á Laugavegi.
Föt fyrir alla karla
Ingólfur mun bjóða upp á fatnað
fyrir karla á öllum aldri. „Ég er líka
með föt fyrir strákana þannig að
feðgar geta verslað saman. Seinna
á ég sennilega eftir að bæta kven-
fötum við. Þær versla meira,“ segir
Ingólfur og hlær. Aðspurður hvort
kvenfötin fái þá jafn mikið vægi og
karlfatnaðurinn segir Ingólfur að
tíminn muni leiða það í ljós. „Það
er kominn tími til að konurnar
komi í okkar búð en ekki alltaf við
í þeirra búðir. Karlafötin eru alltaf
úti í horni, uppi á lofti eða niðri í
kjallara. Þurfa þær ekki bara að
fara að koma til okkar?“
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Margt fólk sem búið hefur
erlendis þekkir merkið
Scotch & Soda og hafa
nokkrir komið að máli við
Ingólf og lýst yfir ánægju
sinni yfir að merkið verði
nú loksins fáanlegt hér á
landi.
Þú nnur okkur á Facebook
undir “Fatabúðin”
Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík S. 551 4050
Mikið úrval af gæða
sængurverasettum við öll tækifæri
Glæsileg
vorlína
frá
Laugavegur 58 S. 551 4884 still@stillfashion.is stillfashion.is
HELGARBLAÐ
Þú getur nálgast
Fréttatímann frítt á
þjónustustöðvum
N1 um land allt