Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 59
Útvarp Saga er uppáhalds út-
varpsstöðin mín og þar vega
þyngst símatíminn Línan er laus,
síðdegisþáttur þeirra Arnþrúðar
Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugs-
sonar og svo ekki síst, hingað
til, skoðanapistlar hins mjög svo
kjaftagleiða verkalýðsfrömuðar
frá Fáskrúðsfirði, Eiríks Stefáns-
sonar.
Nú er hins vegar skarð fyrir
skildi. Eiríkur tilkynnti í upphafi
vikunnar, froðufellandi af bræði
eins og venjulega, að hann væri
hættur.
Eiríkur hefur árum saman reynt
að hafa vit fyrir þjóðinni með
slíkum munnsöfnuði og fúkyrða-
flaumi að maður hefur setið hug-
fanginn við hlustir. En nú hefur
hann gefist upp. Kosningaúrslitin
voru þess eðlis að honum féllust
hendur. Eðlilega þar sem segja
má að drjúgur hluti landsmanna
hafi með ráðstöfun atkvæða sinna
sýnt Eiríki, svo ekki verður um
villst, að þeir annað hvort hlusti
ekki á hann eða taki ekkert mark
á honum.
Kvótagreifar, „útrásargarkar“,
spillingargosar og gróðapungar
hljóta þó að anda léttar nú þegar
þokulúðurinn Eiríkur er þagnaður.
Ég deili ekki þeirri gleði og vona
heitt og innilega að Arnþrúður,
með allan sinn sannfæringarkraft,
nái að lokka þennan óðamála
hrópanda í eyðimörkinni aftur að
hljóðnemanum.
Á þessum síðustu og verstu
tímum pólitískrar rétthugsunar og
landlægrar móðgunargirni sem
oftar en ekki eru uppspretta kjána-
legra meiðyrðamála eru básúnu-
leikarar eins og Eiríkur Stefáns-
son mikilvægir menn. Hafi hann
bestu þakkir fyrir að hafa þorað að
tjá sig og að skemmta mér enda-
laust með vaðli sínum.
Maður þarf alls ekki að vera
sammála Eiríki í einu og öllu til
þess að hafa lýðræðislegan þroska
til þess að vilja láta rödd hans
hljóma. Eiríkur komdu aftur!
Þórarinn Þórarinsson
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
STÖÐ 2
07:00 Strumparnir 07:25 Villingarnir
07:50 Hello Kitty 08:00 UKI 08:05
Algjör Sveppi 10:50 Victourious
11:15 Glee (16/22)
12:00 Spaugstofan (23/23)
12:25 Nágrannar
13:50 American Idol (33/37)
14:35 Týnda kynslóðin (32/34)
15:00 How I Met Your Mother
15:25 Anger Management (5/10)
15:50 2 Broke Girls (21/24)
16:15 Kalli Berndsen - í nýju ljósi
16:45 Spurningabomban (19/21)
17:35 60 mínútur
18:23 Veður 18:30 Fréttir
18:55 Stóru málin
19:30 Sjálfstætt fólk
20:05 Mr Selfridge (8/10)
20:55 The Mentalist (21/22)
21:40 The Following (14/15)
22:25 Mad Men (4/13)
23:15 60 mínútur
00:00 The Daily Show: Global Editon
00:25 Suits (4/16)
01:10 Game of Thrones (5/10)
02:05 Big Love (5/10)
03:05 Boardwalk Empire (10/12)
04:00 Breaking Bad (5/13)
04:45 The Listener (10/13)
05:25 Anger Management (5/10)
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
08:30 Fuchse Berlin - RN - Löwen
09:50 Barcelona - Bayern
11:30 Þorsteinn J. og gestir -
11:55 Real Madrid - Valladolid
13:35 Chelsea - Basel
15:15 Pepsi deildin 2013 - upphitun
16:45 Pepsi deildin 2013 Beint
19:00 NBA leikur 7 eða leikur 1
22:00 Barcelona - Betis Beint
23:40 Pepsi deildin 2013
01:30 Barcelona - Betis
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
09:00 Swansea - Man. City
10:40 Tottenham - Southampton
12:20 Liverpool - Everton Beint
14:45 Man. Utd. - Chelsea Beint
17:00 Sunnudagsmessan
18:15 Liverpool - Everton
19:55 Sunnudagsmessan
21:10 Man. Utd. - Chelsea
22:50 Sunnudagsmessan
00:05 QPR - Arsenal
01:45 Sunnudagsmessan
SkjárGolf
06:40 Wells Fargo Champ.(3:4)
11:10 Inside the PGA Tour (17:47)
11:35 Wells Fargo Championship (3:4)
16:05 The Open Champ. Official 1978
17:00 Wells Fargo Championship (4:4)
22:00 US Open 2008 - Official Film
23:00 Golfing World
23:50 ESPN America
5. maí
sjónvarp 59Helgin 3.-5. maí 2013
í útvarpinu pistlar Eiríks stEfánssonar
Andófsmaður leggur árar í bát