Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 2
Pétur Gunnarsson petur@ frettatiminn.is  Endurnýting Ljósgjafi í stað rusLs Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tilkynnti á Bessa- stöðum að hann hefði falið Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Ljósmynd/Hari  stjórnmáL sigmundur davíð gunnLaugsson fékk umboð forsEta ísLands tiL að mynda ríkissjórn Formenn ræða um nýja ríkisstjórn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hittust síðdegis í gær til að ræða hugsanlegt samstarf í nýrri ríkisstjórn. Þetta var annar fundur þeirra en Sigmundur Davíð fer með umboð til að mynda ríkisstjórn frá forseta Íslands. Hann hefur einnig átt fundi með formönnum annarra flokka og segja þeir fundina með Sigmundi Davíð hafa verið ágæta en óformlega; þeir marki ekki upphaf eigin- legra stjórnarmyndunarviðræðna. Í fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum í gær kom fram að fundirnir hafi allir verið innihaldsríkir en að ekkert hafi verið ákveðið með framhaldið. Sigmundur Davíð ákvað að stilla hinum formönnunum upp í stafrófsröð til viðræðna. Bjarni Benediktsson vildi ekki una því: „Ég mun ekki hefja neinar stjórnarmynd- unarviðræður á meðan verið er að ræða við aðra,“ sagði Bjarni og hitti ekki Sigmund Davíð fyrr en fundum hans við alla hina formennina var lokið. Ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar um næstu ríkis- stjórn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur nefnt að Framsókn geti myndað minnihlutastjórn með hlut- leysi allra flokka nema Sjálfstæðisflokks. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknar- flokksins, vill hins vegar að Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur nái saman um meirihlutastjórn. „Ég trúi að Sigmundur Davíð myndi í framhaldinu stjórn með Sjálfstæðisflokknum um sterk málefni og hér fari hjól at- vinnulífsins að snúast, heimilunum verði bjargað, brott- fluttir Íslendingar flytji heim,“ sagði Guðni á Stöð 2. Aldrei fleiri sprengjumál Aldrei hafa fleiri sprengjumál verið skráð hjá sérsveit embættis lögreglustjóra en á síðasta ári, eða 20. Tvö stærstu sprengjumál ársins voru annars vegar sprengja á Hverfisgötu og hins vegar rörasprengja, gas- kútar og blýkúlur sem fundust við húsleit. Þá var í fyrsta skipti lagt hald á sprengiefni í húsnæði MC- samtakanna hér á landi en um var að ræða tæplega eitt kíló af dínamíti. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Sérsveitin sinnti 3.593 verkefnum á síðasta ári. Almenn löggæsluverkefni voru 3.104 og umferðar- verkefni 489. Sérsveitar- verkefni þar sem þjálfun og búnaður sveitarinnar var nýttur voru 249, þar af voru sérsveitarmenn vopn- aðir í 72 tilfellum. -eh Krónan styrkist en verð lækkar ekki Krónan hefur þó styrkst frá um 8% frá því í byrjun mars en samt hækkar verðlagið sífellt. „Af hverju lækkar ekki verðbólga þegar krónan styrkist? Hver tekur hagnaðinn til sín?“ spurði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, í ræðu sinni á baráttufundi vegna 1. maí í Reykjavík. „Kaupmenn nýta sér sveiflur krónunnar til þess eins að hækka vöruverð, um leið og krónan gefur hið minnsta eftir, jafnvel samdægurs,“ bætti hann við. Kristján sagði að leita þurfi leiða til að festa gengi krónunnar og ná fram stöðugleika og lágri verðbólgu. Til lengri tíma litið þurfi hins vegar að skipta um gjaldmiðil til að tryggja hag heimilanna. Hjónin Árni Jón Sigfússon arkitekt og Annetta Scheving grafískur hönnuður hafa hannað fallegar ljósakrónur úr hráefni sem flestir henda í ruslið. Einnota plastílát eru efniviðurinn, ílát sem fylla heilu tunnurnar á flestum vinnustöðum. Eftir að búið er að nota plastmálin eru þau þvegin og fest saman á ákveðinn hátt þannig að það myndast stór kúla. Ljós er útbúið innan í kúlunni. Þessar ljósakrónur nefna hjónin Ljósmál, að því er fram kemur í fréttabréfi Hringrásar. „Þessi hugmyndaglöðu hjón,“ segir þar, „lærðu í Stuttgart í Þýskalandi þar sem endurvinnsla og endurnýting er mikið stunduð. Eftir námið höfðu þau tamið sér ákveðið hugarfar. Árni hafði orð á því hve vandað og dýrt efni væri notað í umbúðir og því synd að henda þeim beint í ruslið. Hann minntist á að fyrsta skrefið í áttina að hreinna umhverfi og endurbættri endurvinnslu væri að minnka flækjustig umbúða og einfalda, þannig að auðveldara sé að endurvinna þær.“ Ljósakrónur úr einnota plastmálum Hjónin Árni Jón Sigfússon arkitekt og Annetta Scheving, grafískur hönnuður. Mynd Hringrás Sigruðu í frumkvöðlakeppni kvenna MIA sigraði í frumkvöðlakeppni kvenna sem Íslandsbanki, Félag kvenna í atvinnurekstri og Opni háskólinn í Reykjavík stóðu fyrir. Bylgja Bára Bragadóttir og Álfheiður Eva Óla- dóttir standa að baki hugmyndinni sem felst í framleiðslu á fljótandi sápum og froðusápum. Bylgja og Álfheiður hlutu að launum tveggja milljóna króna styrk frá Íslandsbanka. Þetta er annað árið í röð sem frumkvöðlakeppnin er haldin. Hún hófst með námskeiði í gerð viðskiptaáætlana í janúar. Alls sóttu 70 konur með 55 viðskiptahugmyndir um að sitja námskeiðið en 35 sæti voru í boði. Út úr námskeiðinu komu 26 viðskiptaáætlanir sem dómnefnd fór yfir. Fimm áætlanir voru valdar til að taka þátt í frumkvöðlasamkeppninni þar sem konurnar fengu ráðgjöf til að þróa áætlunina enn frekar. Skoða tökustaði á Íslandi fyrir Star Wars Ekkert lát er áhuga stórlaxa í Hollywood að taka upp kvikmyndir á Íslandi. Leikstjórinn J.J. Abrams er spenntur fyrir því að taka upp fyrir næstu Star Wars-mynd hér á landi. Sagafilm hefur skoðað hugsanlega tökustaði fyrir hann.  bíó j.j. abrams áhugasamur um kvikmyndatökur hér á Landi Þ eir eru ekki á landinu, það er allt sem ég segi,“ segir Árni Björn Helgason, framkvæmdastjóri er- lendrar framleiðslu hjá Sagafilm. Undanfarið hefur teymi á vegum Saga- film kannað jarðveginn fyrir hugsanlegur tökur á nýrri Star Wars mynd á Íslandi. Hafa þessar þreifingar farið afar leynt en þær fóru fram á Suðurlandi. Ekki liggur fyrir hvaða tökustaðir voru skoðaðir og engar upplýsingar fást um þetta hjá Saga- film. Verkefnið er þó svo skammt á veg komið að ólíklegt verður að telja að leik- stjórinn, J.J. Abrams, eða aðrir stórlaxar hafi enn komið til landsins. Þó er vitað að Abrams hefur áhuga á að taka upp á Íslandi. Hann stefndi að því að taka upp fyrstu Star Trek-myndina hér fyrir nokkr- um árum en það datt upp fyrir. Í fyrra kom tökumaður á hans vegum hingað og tók bakgrunnsmyndir fyrir Star Trek 2 sem væntanleg er í kvikmyndahús síðar í þessum mánuði. Ekki er vitað hvort þær rata á hvíta tjaldið. Það er skammt stórra högga á milli hjá Árna Birni en hann greindi nýlega frá því í viðtali við Fréttatímann að hann hafi kannað tökustaði með leikstjóranum Christopher Nolan hér um páskana. Árni Björn verst allra fregna af hugsanlegum Star Wars-tökum hér. „Ég veit ekki hver var að segja þér þetta. Ég var að „skáta“ fyrir rússneska mynd um daginn.“ Umrædd Star Wars-mynd er sú fyrsta í nýjum þríleik. Í fyrra festi Disney kaup á Lucasfilm og hreppti þar með réttinn að gerð Star Wars-mynda. Áætlað er að fyrsta myndin verði frumsýnd árið 2015. Tvö ár eiga svo að líða þar til sú næsta verður frumsýnd og önnur tvö þar til þrí- leikurinn klárast. Á milli á svo að frum- sýna sjálfstæðar myndir. Gangi þetta eftir fá Star Wars-aðdáendur eina mynd á ári í fimm ár. Þríleikurinn er beint framhald af fyrsta þríleiknum, gömlu góðu Star Wars-mynd- unum. Talið er líklegt að Harrison Ford, Mark Hamill og Carrie Fisher snúi aftur í hlutverk sín. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Vélmennin R2D2 og C-3PO hafa verið í öllum sex Star Wars-myndunum til þessa og munu mæta til leiks í þeirri næstu. Svona gætu þau tekið sig út á Jökulsárlóni ef af því verður að tökur á fyrstu myndinni fari fram hér á landi. Samsett mynd/Hari Talið er líklegt að Harrison Ford, Mark Hamill og Carrie Fisher snúi aftur í hlut- verk sín. 2 fréttir Helgin 3.-5. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.