Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 20
Bækur Astrid Lindgren eru komnar á innkaupalistann Mjallhvít á villigötum E itt það skemmtilegasta í heiminum er að lesa. Lestur opnar okkur dulda heima, kynnir okkur fyrir persónum og aðstæðum sem við myndum annars aldrei vita af. Ég hef alltaf notið þess að lesa og finnst mér mikilvægt að halda bókum að þriggja ára dóttur minni. Og einhvern veginn fékk ég þá flugu í höfuðið að það væri góð hugmynd að skrá hana í Disney- klúbbinn og fá heimsenda bók í hverjum mánuði. Fyrsta bókin kom í vikunni. Ég leit hratt á hana og fagnaði því að hafa strax fengið Mjallhvíti. Ekki besta fyrirmyndin en mér þykir samt vænt um Mjallhvíti og söguna um hana þurfa allir að þekkja til að teljast gildir í almennri umræðu. Það er bara svona eins og að vita að einu sinni bjuggu risaeðlur á jörðinni. Grundvallaratriði. Á mig runnu tvær grímur þegar við dóttirin byrjuðum að lesa nýju bókina. Ég hafði jú séð að hún hét „Mjallhvít heim- sækir dvergana sjö“ en taldi það bara vera einhvern nútímatitil á klassíska sögu. Svo var ekki. Bókin fjallar um sjö dverga sem eiga von á Mjallhvíti nokkurri í heimsókn ásamt prinsi sínum. Þeir ákveða að gefa henni demant þegar hún kemur en til allrar óhamingju týna þeir honum. Sem betur fer finna þeir demantinn aftur. Í lok bókarinnar kemur síðan þessi Mjallhvít, þau borða öll saman og eru rosa kát. Endir. Dóttir mín fékk um daginn skó að gjöf frá ömmu sinni. Á skónum er mynd af Mjallhvíti með epli og ég sé fram á að þurfa að kaupa nýja bók til að það sé nú á hreinu í hennar huga að Mjallhvít er ekki bara einhver gella sem nokkrir dvergar bjóða í kvöldmat. Ég kenni útgefendum Disney-bókanna auðvitað ekki um þetta. Ég hefði auðvitað átt að kynna mér betur hvað er boðið uppá í þessum klúbbi og eflaust eru margir mjög sáttir við að fá svona bækur. Eftir að hafa deilt óánægju minni á Facebook fékk ég nokkrar ráðleggingar. Sérstaklega var ég hvött til að kaupa bækur Astrid Lindgren en sem kunnugt er skrifaði hún margar perlur. Lína langsokkur, Emil í Kattholti, Ronja ræningjadóttir og Bróðir minn ljónshjarta eru þeirra á meðal. Sumar bóka hennar henta dóttur minni vissulega betur þegar hún verður aðeins eldri en ég held að ég kjósi þær frekar en framhalds- Disneysögur sem eiga ekkert skylt við þær upphaflegu. Ég veit líka að mig langar að ala dóttur mína upp við að lesa alvöru sögur sem eru vel skrifaðar og með góðum fyrirmyndum, börnum sem láta ekki segja sér of mikið fyrir verkum og reyna á þolrif samfélagsins. Það er líka gefið út mikið af barnabókum eftir íslenska höfunda. Ekki nógu mikið samt því það er eins og barnabókmenntir njóti ekki þeirrar virðingar sem þær eiga skilið. Góðar barnabækur eiga þátt í að ala upp lesendur framtíðarinnar og barnabóka- skrif eiga ekki að vera aukabúgrein. Vissulega eru til sérstök verðlaun fyrir íslenskar barnabækur en í hvert sinn sem tilkynnt er um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sakna ég þess að þar er ekki flokkur með barnabókum. Þessi pistill endar því á þeirri tillögu minni að barnabókahöfundar verði gjaldgengir til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. Ég sé fram á að þurfa að kaupa nýja bók til að það sé nú á hreinu í hennar huga að Mjallhvít er ekki bara einhver gella sem nokkrir dvergar bjóða í kvöldmat. Skráning og nánari upplýsingar á hjoladivinnuna.is Keppt er um: • Flesta þátttökudaga - vinnustaðakeppni • Flesta kílómetra - liðakeppni ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS KYNNIR: Samstarfsaðilar Aðalstyrktaraðili Vertu með! Vinnustaðakeppni 8.-28. maí Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is sjónarhóll 105 ár eru síðan íþróttafé- lagið Fram var stofnað. Vikan í tölum 1.000.000.000 króna og rétt rúmlega það borgaði bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Jive Software fyrir íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Clara ehf. Stofnendur Clöru eru Gunnar Hólmsteinn Guð- mundsson, 27 ára, og Jón Eðvald Vignisson, 28 ára. Fyrirtækið er fimm ára gamalt. 20 milljónir króna verða til úthlut- unar á ári hverju í nýjum Útflutn- ingssjóði íslenskrar tónlistar. 2 ár í röð hefur Helena Sverris- dóttir, landsliðskona í körfuknattleik, orðið meistari í Slóvakíu með liði sínu Good Angels Kosice. 25,6 milljarða afgangur var á vöru- skiptum við útlönd fyrstu þrjá mánuði ársins. Og syngja Maí­ stjörnuna... Allir mega segja það sem þeir vilja. Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, stendur vörð um málfrelsið og leyfir meira að segja Ólínu Þorvarðardóttur og Merði Árnasyni að tjá sig. En það er alltaf á tali! Við erum í síma- skránni. Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, er alltaf til í að tala við fulltrúa annarra flokka um stjórnarmyndun. Við erum öll fram­ sóknarmenn! Ég fagna þessum sigri og finnst hann mikil- vægur bæði fyrir flokkinn og þjóðina. Guðni Ágústs- son, fyrrverandi formaður Fram- sóknarflokksins, er í sigurvímu eftir kosningasigurinn. A, D, E, F, G á eftir kemur B Ætli ég taki þetta ekki bara í stafrófs- röð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, fundar með flokksformönnum í réttri röð.  Vikan sEm Var 20 fréttir Helgin 1.-3. október 2010Helgin 3.-5. maí 3 vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.