Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 36
Ný sýn N „Notaðu fjaraugun,“ segja afkvæmi mín stundum þegar þau vilja að ég sjái eitthvað. Vera kann að ég kjósi ekki að sjá allt eða nenni því ekki en til frasans grípi þau vegna þess að ég hef löngum montað mig af góðri sjón, að sjá langt frá mér – og svo hefur raunar verið og það ber vita­ skuld að þakka. Ég, eins og aðrir sem komast á virðulegan aldur, hef samt ekki farið varhluta af breytingum á sjón. Það helgast helst af því að stafir í bókum, blöðum og á tölvuskjá urðu smám saman loðnari. Því þurfti stöðugt að lengja bilið frá augum að bókstöf­ unum þar til lengd handleggjanna dugði ekki lengur. Þá var ekkert annað að gera en að fara til augnlæknis. Sá góði maður skoðaði, mældi og sá, eins og við var að búast, að ég þurfti lestrar­ gleraugu. Þau hef ég verið með á nefinu síðan. Það eina sem ég hef þurft að gera er að styrkja gleraug­ un endrum og sinnum, eftir því sem árunum fjölgar. Annars duga augun vel og sjónin er góð hvað sem líður lestrargleraugunum og ég sé vel frá mér. „Fjaraugun“ eru enn á sínum stað, sem betur fer. Þróunin hefur verið svipuð hjá mínum betri helmingi, enda eru við að kalla jafnaldra, aðeins munar átta mánuðum á okkur þótt ég sé árinu eldri, samkvæmt almanakinu. Þó hefur hún að undanförnu kvartað undan því að sjá verr en áður, jafnvel svo að hefðbundnu gleraugun dugðu vart. Því fór hún til augnlæknis. Sá skar úr um að hún þyrfti að fara í augnsteinaaðgerð sem hann sagði að væri til þess að gera lítið mál. Eftir það sæi hún miklu betur en fyrr, jafnvel eins og unglingur. Henni var gefinn tími nokkuð fram í tímann en að fyrri aðgerðinni kom á dögunum. Augun á að lagfæra með um það bil mánaðar millibili. Ég gantaðist aðeins vegna þessa, þótt auðvitað verði það að vera í hófi þegar augun eru annars vegar, minnti hana á að við værum að kom­ ast á viðgerðaraldurinn þegar huga þarf að endurnýjun á ýmsum líkams­ pörtum. Hún tók því með jafnaðargeði og sagði ástandið á okkur varla vera verra en hjá öldruðum hjónum, það er að segja hjónum sem eru talsvert miklu eldri en við, sem fengu sér hafragraut í morgun­ sárið nýverið. Gamla konan sagði dreymin á svip við mann sinn, um leið og hún fékk sér skeiðarfylli af grautnum: „Manstu þegar við vorum ung og borðuðum hafragrautinn nakin?“ „Já, elskan mín, þótt langt sé um liðið man ég það eins og það hefði gerst í gær,“ sagði sá gamli. „Mér hitnar allri við það eitt að rifja þetta upp,“ bætti gamla konan við og horfði ástúðlega yfir gler­ augun á þann mann sem hún hafði eytt ævinni með. „Það er nú bara af því, gæskan,“ sagði bóndi hennar, sem enn var með bærilega sjón,“ að þú ert með annað brjóstið í hafra­ grautnum og hitt í kaffibollanum!“ Það er því hlýlegt að fá að eldast saman – en það er önnur saga. Eins og góðum eiginmanni sæmdi ók ég konu minni í augnaðgerðina, á hægra auga, og sótti hana að henni lokinni. Síðan fór ég í apótekið og keypti augndropa sem læknirinn ráðlagði henni að nota um hríð. Konunni bar að hafa hægt um sig dagana eftir sem hún gerði, hélt sig frá birtu og notaði lepp fyrir viðgerða augað. Dropana brúkaði hún samkvæmt læknisráði. Allt gekk þetta vel, sem betur fer. Eftir aðgerðina sá hún miklu betur með hægra auganu en óviðgerðu vinstra auganu. Í eftirskoðun spurði hún augnlækninn hvernig það væri að vera með svo mismunandi sjón á augunum. Hann sagði það ekki vera vandamál því heilinn jafnaði það út og nýtti betra augað. Svo væri þess heldur ekki langt að bíða að hann lagfærði vinstra augað. Þá sæi hún vel með báðum augum. Magnað er það hvað augnlæknar geta gert, ekki síður en aðrir læknar, til að auðvelda okkur lífið en enn magnaðra er líf­ færið góða í toppstykkinu á okkur sem, auk annars, leiðréttir nær sam­ stundis missýn augnanna. Frúin sér því til muna betur en áður – og væntanlega enn betur þegar aðgerðin hefur verið gerð á báðum augum. Þessu fagnaði ég að vonum en varð þess þó var, svona á þriðja eða fjórða degi eftir augnað­ gerðina á hægra auganu, að hún horfði svolítið undarlega á mig. Það gat ekki verið vegna þess að ég hefði misst brjóstin ofan í hafragrautinn því þau hef ég engin, auk þess sem ég var aðeins með ristað brauð og ávaxtasafa fyrir framan mig. „Ansi er ennið á þér orðið hrukkað,“ sagði konan, eftir að hafa horft á mig dágóða stund með nýja auganu – og raunar því gamla líka en með mun betri sjón en áður eftir að heilinn beindi öllum sínum krafti í sýn nýja augans. „Ég hafði bara ekki tekið eftir þessu fyrr,“ bætti hún við – „eða hreinlega bara ekki séð það.“ „Hvaða vitleysa er þetta í þér,“ sagði ég og neita því ekki að mér var nokkuð brugðið enda taldi ég húðina á mér slétta eins og barnsrass, þar sem ég tek ég lýsi sem heilsuþátt­ urinn í Fréttatímanum segir að geri kraftaverk fyrir húð og hár, auk þess sem ég borða íslenska tómata, ræktaða í Biskupstungum, sem sami heilsuþáttur segir að auki teygjan­ leika húðarinnar og minnki líkurnar á ótímabærum hrukkum. Hvað ætli hún sjái þegar augn­ læknirinn verður búinn að yngja í henni bæði augun? Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 36 viðhorf Helgin 3.-5. maí 2013 Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 7.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð frá 40.000 Höfðagaflar frá 5.000 Sjónvarpsskápar frá 25.000 Rúm 153cm frá 157.000 Speglar frá 5.000 Fjarstýringavasar frá 2.500 Hægindastólar frá 99.000 Tungusófar frá 75.400 Hornsófar frá 139.900 Sófasett frá 99.900 AquaClean áklæði kynningarafsláttur AquaClean áklæði er sérstaklega auðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N Hornsófar - Tungusófar - Sófasett Sófasett - Hornsófar - Tungusófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Tungusófar - Sófasett - Hornsófar Verslun okkar er opin: Virka daga kl.9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Patti verslun I Dugguvogi 2 I Sími: 557 9510 I vefsíða www.patti.is Nýtt Torino Mósel Milano Basel Paris Inntökupróf verða laugardaginn 11. maí Enn eru laus pláss í öllum hljóðfærum Tónlistarskólinn í Reykjavík Við sérhæfum okkur í námi á mið- og fram- haldsstigum í hljóðfæratónlist og öllum stigum í söng Frábært úrval kennara, sjá nánar á vefsíðu skólans www.tono.is Í haust hefst nám í klassísku slagverki Auður Hafsteinsdóttir, fiðlukennari kemur aftur til starfa Nánari upplýsingar í síma 553 0625 milli kl. 13-16 alla virka daga og á www.tono.is • • • •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.