Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 4
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 www.grillbudin.isOpið kl. 11 - 18 virka dagaOpið kl. 11 - 16 laugardaga GERIÐ GÆÐASAMANBURÐ! Er frá Þýskalandi 69.900 VELDU GRILL SEM EN DIST OG ÞÚ SPARA R Frábært grill fyrir íslenskar aðstæður 16,5 KW Þyngd 55 kg Fjöldi gas og kolagrilla á frábæru verði eru postulínsemaleraðar Grilleining og grillgrindur Skúa undir öllu fyrir tu Fjáröflun ADHD samtakanna veður Föstudagur laugardagur sunnudagur S 8-15 m/S og rigning en HægAri og úrkomulítið nA-til. Hiti 2 til 8 Stig. HöFuðborgArSvæðið: S 5-10 m/S og rigning. Hiti 3 til 6 Stig. nA 10-18 m/S, og SlyDDA nv-til AnnArS A-læg átt og Skúrir. Hiti 0 til 5 Stig. HöFuðborgArSvæði : nA 8-13 og SkýjAð en úrkomulítið. FroSt 1 til 5 Stig. n 10-18 m/S, en v-læg átt A-til. SlyDDA eðA rigning. kólnAr AFtur. HöFuðborgArSvæði : n 8-13 m/S. SkýjAð en úrkomulítið. Hiti 1 til 5 Stig. Skammvin hlýindi Vaxandi sunnan og suðvestanátt í dag, með hlýindum og rigningu í flestum landshlutum. Austanátt með áframhaldandi rigningu á laugardag, en snýst í norðaustan hvassviðri með slydduéljum á Vestfjörðum en snjókomu til fjalla. norðanátt V-lands og kólnar á sunnudag, en vestanátt og þurrt austantil. 4 2 1 1 4 4 2 2 2 4 2 0 -1 0 2 elín björk Jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is l eiklistarnám og fjárhagur níu íslenskra námsmanna í Danmörku er í uppnámi eftir að listrænum stjórnendum og aðalkennurum skólans þeirra var sagt upp á miðri önn. Skólanum, Holberg, var í fram- haldinu lokað og fylgdu nemendur listrænu stjórnendunum yfir í annan skóla sem þeir stofnuðu með samskonar áherslur og sá fyrri. Lánasjóður íslenskra námsmanna vill hins vegar ekki meina að námið sé lánshæft í nýja skólanum, CISPA (Copenhagen International School of Performing Arts). „Við getum ekki klárað námið okkar,“ segir einn íslensku nemendanna, Dagur Snær Sævarsson, sem kallar sig Daily Snow, en skólagjaldið er um ein milljón íslenskra króna á ári. Hann segir þá nú vinna að því hörðum höndum að sýna LÍN fram á að í raun sé um að ræða sama skóla, með annarri stjórn. Á síðasta stjórnarfundi LÍN var samþykkt, vegna sérstakra aðstæðna, að nem- endurnir fái lán fyrir önnina sem nú er að líða en síðan ekki meir. Styrkir upp á milljónir Daily Snow segir að þar með sé ekki öll sagan sögð því ein af ástæðum þess að aðalkennurunum var sagt upp var gagnrýni þeirra á að bókhald skólans væri ekki opið. Upphaflega ætluðu nemendur að athuga hvernig þeir gætu komið stjórninni frá. „Þá fengum við upplýsingar um að það væri ýmis- legt óhreint í bókhaldinu þeirra. Við skoðuð- um það betur og komumst að því að formaður stjórnarinnar hafði, ásamt ritaranum og einum endurskoðanda stofnað félagasamtök þar sem hann skráði nemendur skólans sem stjórnarmeðlimi og sótti um styrki til sveitar- félagsins fyrir þessi fölsku félagasamtök,“ segir hann. Daily Snow varð heldur undrandi við nánari eftirgrennslan þegar hann komst að því að hann, ásamt öðrum íslenskum nemanda, er á pappírum skráður stjórnar- meðlimur í Hjólaskautaklúbbi Norðurbrúar. „Þetta bjó stjórnarformaðurinn til,” segir Daily Snow. Hann hefur undir höndum gögn sem sýna að styrkir til fjögurra fölsku félag- anna nema allt að fjórum milljónum íslenskra króna á fimm síðustu ársfjórðungum. Nem- endur vinna að því að afla frekari gagna en félögin voru alls sjö. opna bókhaldið Það var í framhaldi af þessu sem nemendurn- ir kærðu stjórnarmenn í Holberg, skólanum var formlega lokað og stjórnarformaðurinn réði sér lögmann. „Við erum núna að leita okkur að lögmanni sem getur tekið þetta að sér,“ segir Daily Snow sem óttast að þurfa að endurgreiða styrkina þar sem hann skrifaði undir pappíra sem hann taldi vera vegna félagaaðildar við skólann en í raun var hann að skrifa undir að hann stýrði Hjólaskauta- klúbbnum. Nemendur CISPA standa nú í ströngu að klára önnina og setja upp leikrit. Íslend- ingarnir hafa hins vegar ekki gefist upp við að sýna fram á lánshæfi skólans. Daily Snow gagnrýnir hins vegar að þeir fái ekki upplýsingar frá LÍN um ástæður þess að Holberg uppfyllti skilyrðin og hvað hann hafði fram yfir CISPA. Báðir skólarnir eru einkaskólar og því litlar upplýsing- ar um þá að sækja til danskra yfir- valda. Daily Snow segir nemendur ekki geta farið í sambærilegt nám í öðrum skóla. „Holberg var eini alhliða leiklistarskólinn í Danmörku sem er á skrá hjá LÍN. Þetta er því mjög slæmt,“ segir hann. Þá bendir Daily Snow á að CISPA ætlar að hafa opið bókhald og hefur hann, sem fulltrúi nemenda, verið kjörinn í stjórnina. Framkvæmdastjóri LÍN vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði til þess að nemendurnir hefðu undir höndum öll svör frá LÍN. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  MenntaMál Íslenskir leiklistarneMar sjá ekki FraM á að geta lokið náMi Hann skráði nemendur skólans sem stjórn- armeðlimi og sótti um styrki til sveitar- félagsins fyrir þessi fölsku félagasam- tök. Dregnir inn í svindl og fá ekki námslán níu íslenskir leiklistarnemar í Danmörku sjá ekki fram á að geta lokið náminu eftir að skólanum var skyndilega lokað. nýr skóli hefur verið stofnaður með sömu formerkjum en lín samþykkir námið ekki sem lánshæft. Stjórnarmenn gamla skólans hafa orðið uppvísir að því að stofna fölsk félög með nöfnum nemendanna og fá opinbera styrki út á félögin. íslenskur nemandi kom af fjöllum þegar hann komst að því að hann væri stjórnarmaður í Hjólakautafélagi norðurbrúar. mt. Daily Snow í hlutverki mammons í nemenda- sýningunni komedien om enhver sem CiSPA setur upp í vor. mynd/CiSPA Hófleg bjartsýni á framtíðarhorfur Væntingavísitala Capacent gallup sýnir litla breytingu á væntingum íslenskra neytenda á efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar á milli mars og apríl. Væntingavísitalan lækk- aði um rúm 2 stig á tímabilinu. Hún mælist nú 87 stig en var 89 stig í mars. Capacent gallup tekur fram að mælingin hafi verið framkvæmd í fyrri hluta mánaðarins, fyrir lokasprettinn í nýafstaðinni kosningabaráttu fyrir alþingiskosningar – og þau kosningaloforð sem þá voru gefin sem að öðru jöfnu ætti að auka væntingar um bjartari framtíð. Þrátt fyrir lækkunina er þetta þriðja hæsta gildi vísitölunnar frá því í apríl árið 2008. íslenskir neytendur eru talsvert bjartsýnni nú á efna- hags- og atvinnulíf þjóðarinnar en þeir voru á sama tíma í fyrra. í apríl í fyrra nam væntinga- vísitalan 71 stigi. Vísitalan er þó enn undir 100 stigum en þá eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. Væntingavístalan mældist síðast yfir 100 stigum í febrúar árið 2008. - jh Vöruskiptaaf- gangur 9,3 millj- arðar í mars Afgangur af vöruskiptum við útlönd í mars var 9,3 milljarðar króna, að því er fram kemur hjá Hagstofu íslands. Það er nær tvöfalt meiri afgangur en í sama mánuði í fyrra, reiknað á sama gengi. munurinn liggur í talsvert minni innflutningi í síðastliðnum mars en fyrir ári. Útflutningur í mars nam 50,9 milljörðum króna en innflutningur 41,6 milljörðum. Útflutningurinn var í meginat- riðum í takti við undanfarna mánuði en innflutningur var með minna móti. Það skýrist að hluta af litlum innflutningi hrá- og rekstrarvara og litlum sem engum innflutningi skipa og flugvéla. Á fyrsta fjórðungi ársins var 25,6 milljarða króna afgangur af vöruskiptum við útlönd. Það er umtalsverð aukning frá sama tíma í fyrra, þegar 18,2 milljarða afgangur var af vöruskiptum. Vöruskipti við útlönd skiluðu 75,5 milljarða króna afgangi á árinu 2012, 4,4% af vergri landsfram- leiðslu. -jh kuldamet í maí 36 ára gamalt kuldamet í maímánuði féll í fyrrinótt þegar frost mældist 17,6 stig á gríms- stöðum á Fjöllum. Það er 0,2 stigum kaldara en áður hafði mest sést á mælum hérlendis í maímánuði. engu að síður býst veðurklúbburinn á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík við því að sumarið verði gott, þegar það loksins kemur. Dalvíkingarnir telja hins vegar að það fari ekki að vora almennilega fyrr en eftir hvítasunnuna sem er 20. maí. Veður- klúbburinn gefur reglulega frá sér veðurspár. Þær rætast stundum en stundum ekki. í byrjun þessa mánaðar hófu ADHD sam- tökin fjáröflun með sölu á armböndum. Samtökin vilja líka vekja athygli á starfi sínu og stöðu þeirra sem eru með ADHD. Seld verða gúmmíarmbönd með áletrun ADHD samtakanna og á þeim má einnig finna mynd af gimsteini sem á að vísa til þess jákvæða, góða og fallega sem býr í öllum, eins og segir í tilkynningu frá sam- tökunum. í ár fagna ADHD samtökin 25 ára afmæli sínu og er sala armbandanna einn liður af mörgum sem efnt verður til vegna afmælisins. Sala armbandanna hófst í gær þegar Ólafur ragnar grímsson, forseti íslands, keypti fyrsta armbandið. Ólafur ragnar grímsson, forseti íslands, keypti fyrsta armbandið í fjáröflun ADHD samtakanna. 4 fréttir Helgin 3.-5. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.