Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 28
Upplýsingar um okkur og skráning crossfitreykjavik.is SUMARTILBOÐ Grunnnámskeið í maí 15.000 kr. með júní 20.000 kr. út sumarið 30.000 kr. morguntímar kl. 6.30 hádegistímar 12.30 kvöldtímar kl. 19.00 auk 19 WOD-tíma alla virka daga “Árangurinn er alveg ótrúlegur á ekki lengri tíma. Ég léttist, styrktist og hef öðlast kraft sem ég hef ekki haft í áraraðir fyrir utan hvað þetta er skemmtilegt, hvetjandi og aldrei eins”. - Geir Leó É g hef nokkrum sinnum lent í ástarsorg og það hefur alltaf verið ofboðslega erfitt,“ segir Sólrún Ósk Lárusdóttir, sálfræðingur hjá Geðhjálp. „Ég lenti í minni fyrstu ástarsorg 14 ára. Fyrsti kærastinn minn sagði mér upp og ég réði ekkert við þær tilfinningar sem fylgdu. Ég man að ég grét allan sólar- hringinn í viku. Tárin láku niður kinn- arnar þegar ég vaknaði og þannig bar ég út Moggann, fór í skólann og borðaði kvöldmat, segir Sólrún. Við þetta tæki- færi skrifaði ein besta vinkona hennar miða sem hún heldur enn mikið upp á. Yfirskriftin var „Ráðleggingar við ástar- sorg“ og voru ráðin í níu liðum. „Þrátt fyrir að vera ungar að árum vorum við vel lesnar í hinum ýmsu unglingablöðum og sjálfshjálparbókmenntum og mörg af þessum ráðum voru bara ansi góð,“ segir hún. Sólrún kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hún hefur róandi nærveru og hlýlegt augnarráð, og augljóst er að hún hefur valið sér réttan starfsvettvang. Alvöru sorg Hún hélt fyrirlestur um ástarsorg nýverið í fyrirlestraröð sem Samtökin Regnbogabörn stóðu fyrir. „Ég fékk fyrst fræðilegan áhuga á ástarsorg þegar ég sá að til okkar hjá Geðhjálp leitaði fjöldi fólks með alvarlegan vanda sem við nán- ari athugun átti upptök sín í ástarsorg,“ segir hún. „Það fyrsta sem mér finnst skipta máli þegar fjallað er um ástarsorg er að skilja að ástarsorg er alvöru sorg. Ástarsorg er ekki eitthvað krúttlegt fyrirbæri sem finnst bara hjá unglingum sem engjast yfir því að uppáhalds popp- stjarnan þeirra sé ekki lengur á lausu,“ Ástar- sorg getur verið lífs- hættuleg Til að hughreysta fólk sem er nýhætt í sambandi er stundum sagt að það hafi nú enginn dáið úr ástarsorg. Staðreyndin er hins vegar að margir hafa einmitt veslast upp andlega eftir erfiðan skilnað og sumir jafnvel framið sjálfsvíg. Sólrún Ósk Lárusdóttir, sál- fræðingur hjá Geðhjálp, hefur í starfi sínu kynnst fjölda fólks sem hefur átt erfitt með að vinna úr ástarsorg. Hún kann þónokkur ráð til að sigrast á sorginni enda hefur hún sjálf upplifað ástarsorg eins og flestir sem komnir eru af unglingsaldri. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að tilfinning- arnar eru eðlilegar, allir syrgja á sinn hátt og það er engin ein rétt leið. segir Sólrún og bendir á það að slíta sam- bandi sé einn mesti streituvaldur sem við upplifum á lífsleiðinni og að það getur verið mikið áfall. „Hjá sumum verður depurðin og lífs- leiðinn viðvarandi og þróast út í þung- lyndi. Hjá öðrum þróast líkamlegu ein- kennin út í kvíða. Viðbrögð við svikum geta þróast út í almenna tortryggni og þráhyggju. Sumir missa algjörlega trúna á sjálfa sig og festast í því að hugsa um hvað þeir hljóti að vera ómögulegir úr því að viðkomandi vildi ekki halda sam- bandinu áfram,“ segir Sólrún. Afleið- ingarnar geta því verið meiri en margur heldur í fyrstu. „Stundum er sagt, sér- staklega við þessa unglinga sem eru í krúttlegu ástarsorginni, að það hafi eng- inn dáið úr ástarsorg. En þetta er bara ekki satt! Það hefur fullt af fólki dáið úr ástarsorg. Sumir hafa tekið eigið líf eða líf annarra vegna þess að þeir sjá ekki þá stundina fram úr svartnættinu.“ Sólrún leggur áherslu á að fólk leiti sér hjálpar ef það hefur verið fast í viðjum ástarsorgar í einn eða tvo mánuði án þess að vinna bug á henni. Það sé engin skömm að leita til sálfræðings, læknis eða annarra sérfræðinga og stundum bara hreinlega nauðsynlegt. Margar birtingarmyndir Hún leggur áherslu á að ástarsorg sé einmitt sorg. „Sorg er skilgreind sem við- brögð við missi og ástarsorg er vissu- lega missir og henni fylgir sorgarferli og úrvinnsla eins og í annarri sorg. Það að missa maka vegna andláts getur líka verið ástarsorg en dauðsfalli fylgja oftast öðruvísi viðbrögð. Það er almennt viður- Framhald á næstu opnu Sólrún Ósk Lárusdóttir, sálfræðingur hjá Geðhjálp, ráðleggur fólki í ástarsorg að næra ekki ástarfíknina með því að skoða Facebook-síðu síns fyrrverandi í tíma og ótíma. Ljósmynd/Hari 28 úttekt Helgin 3.-5. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.