Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 77

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 77
Helgin 3.-5. maí 2013 garðar og grill 5 www.rit.is FALLEG OG FRÆÐANDI bók fyrir garðáhugafólk Fæst á öllum helstu bóksölustöðum um land allt. – Pöntunarsími 578-4800. Vönduð vinnubrögð og persónuleg þjónusta. Róbert. S. 866 9767 www.gardathjonustaislands.is Garðlausnir Gæði, fegurð og góð þjónusta Steypustöðin býður upp á mikið úrval af fallegum hellum og mynstursteypu fyrir heimili, garða, göngustíga og bílaplön. Skoðaðu úrvalið á www.steypustodin.is 4 400 400 Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að fi nna réttu lausnina. Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum. Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður Hrísmýri 8 800 Selfoss Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær Sími 4 400 400 www.steypustodin.is 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Halla Hrund Pétursdóttir, landslagsarkitekt FILA, hjálpar þér við að skipuleggja draumagarðinn þinn. Pantaðu landslagsráðgjöf í dag! 4 400 400 Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að fi nna réttu lausnina. Láttu draumagarðinn verða að veruleika S kuggsælu staðirnir í garðinum vilja oftast vera til vandræða. Blómstrandi plönturnar þrífast engan veginn á þessum stöðum, þær verða spíraðar og linar af því að teygja sig í sólarljósið, ljós- grænar og fölar af birtuskorti og blómin láta alls ekki sjá sig því til að fá blóm þurfa plöntur beina sól, að minnsta kosti hluta úr degi. Það er því hægt að af- skrifa fjölskrúðuga litadýrð í skugganum. Hins vegar eru til plöntur sem vilja helst af öllu vera á skugg- sælum stað, þar sem jarðvegurinn er alltaf frekar rakur og vindur er ekki til vandræða. Í þessum hópi eru burknar. Burknar eru til af ótal stærðum og gerðum, allt frá örlitlum burknum sem sjást varla með berum augum (að minnsta kosti ekki ef sá sem horfir er farinn að nálgast miðjan aldur) upp í risastóra trjáburkna sem geta orðið 25 metra háir. Hérlendis eru ríflega 20 tegundir burkna sem tilheyra íslensku flórunni en auk þess er fjöldi tegunda sem hefur verið fluttur inn í garða. Meðal vinsælustu burkna í görðum okkar eru stóriburkni, fjöllaufungur, tófugras og körfuburkni en allir nema körfuburkni eru íslenskir. Burknar eiga það sameiginlegt að þeir eru með stór blöð, oft margskipt og hafa þau mjög fínlegt yfirbragð. Burknar blómstra ekki heldur mynda þeir gró. Gróin myndast ýmist í litlum gróhirslum sem finnast á neðra borði blaða burknans eða þá að upp úr burknanum rís sérkennilegt blað, öðru vísi en hin burknablöðin og ber þetta blað gróhirslurnar á sér. Gróin dreifast með vindi og lendi þau í rökum jarðvegi geta þau spírað og í kjölfarið myndast nýir burknar. Burknar eru yfirleitt auðveldir í ræktun, svo framarlega sem þörfum þeirra um hæfilega rakan jarðveg og skjól fyrir vindi og sól sé fullnægt. Þeir eru ákaflega þægilegar garðplöntur því vaxtarhraðinn er þægilegur, yfirleitt þarf ekki að skipta burknum nema á margra ára fresti. Þegar kemur að því að skipta þeim er auðvelt að stinga þá upp og skipta hnausnum í fleiri hluta sem aftur er hægt að gróðursetja á fleiri skuggsæla staði. Hægt er að raða saman fleiri tegundum af burknum og spila þannig saman mismunandi grænum litum laufblaðanna, því ekki eru allar tegundir burkna í sama græna litnum. Einnig er gaman að leika sér með burkna af mismunandi hæð. Stóriburkni og körfuburkni geta orðið fast að metri á hæð á meðan fjöllaufungur er kringum hálfur meter. Tófugrasið er breytilegra á hæð, um það bil 10-30 cm en allir mynda þessir burknar fallega kúlulaga brúska af fínlegum blöðum. Skuggsælu staðirnir í garðinum geta orðið að lokk- andi og svalandi stöðum á sólríkum sumardögum þar sem bústnir burknar prýða umhverfið í uppáhaldslit landsmanna um þessar mundir, grænum.  Skuggamegin plöntur Sem vilja helSt vera á SkuggSælum Stað Burknar – tilbrigði við grænt Burknar eru yfirleitt auðveldir í ræktun, svo framarlega sem þörfum þeirra um hæfilega rakan jarðveg og skjól fyrir vindi og sól sé fullnægt. Ríflega 20 tegundir burkna tilheyra íslensku flórunni. Hérlendis eru ríflega 20 tegundir burkna sem tilheyra ís- lensku flórunni. Tófugras er einn þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.