Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 6
Dagskráratriði óskast Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is www.17juni.is Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vefnum www.17juni.is en umsóknum má einnig skila í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 10. maí. Upplýsingar í síma 411 5502 eða á 17juni@hitthusid.is 17. júní í Reykjavík Sýningum lýkur í vor! Miðasala 551 1200 | midasala@leikhusid.is  Dagbókarfærslur Meintar hugrenningar sigMunDar Davíðs í spéspegli á vef fréttatíMans SMS frá Össuri – 15% skuldaniðurfærsla max – og broskall! Kæra dagbók. Og góður Guð. Þú sem vilt ekki blessa Ísland. Ef það er þín hugmynd að ég geri hér ein- hver stórvirki þá veit ég sannarlega ekki hvort ég er rétti maðurinn. Ég velti fyrir mér hvort það sé ekki einhver önnur leið. Ég er búinn að tala við alla formennina og ég held að enginn þeirra vilji í raun fara í ríkisstjórn. Nema Bjarni. Gall- inn er að það vill enginn fara með honum í stjórn. Allir hinir sjá að sá sem fer í ríkisstjórn verður grýttur í haust.“ Þannig byrjaði dagbók Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á vef Fréttatímans í gær, dagbók sem birtist daglega á vefnum, fretta- timinn.is. Rétt er að ítreka, eins og gert er á vef Fréttatímans, að dag- bókin er ekki skrifuð af Sigmundi Davíð sjálfum heldur er hún spé- spegill, skrifuð til að gera lífið skemmtilegra. Formaður Fram- sóknarflokksins er í miðri hringiðu stjórnmálanna. Fylgjast má með nýrri dag- bókarfærslu dag hvern á vefnum: frettatiminn.is 27. apríl „Æ, ég er orðinn syfjaður. 157 ólesin skilaboð og 26 missed call. Helmingurinn fá pabba. Ég þori eiginlega ekki að svara honum. Hann ætlar örugg- lega að reyna að stjórna í gegnum mig. Hann er minn Bush eldri.“ 28. apríl „Kæra dagbók, þú getur ekki ímyndað þér hvað það eru margir fram- sóknarmenn í heiminum. Og ég held að þeir hafi allir hringt í mig í dag.“ 29. apríl „En ég held að Bjarni sé jafn dasaður og ég eftir Bessastaði. Við erum það líklega öll. Mig langar mest til að setja á mig hár- kollu og gerviskegg og fara á Iron Man. En það er eins og að vera eftirlýstur að sigra kosningar. Farsíminn er ökklabandið. Nýtt SMS frá Össuri: 15% niðurfærsla skulda max og þjóðaratkvæði um ESB 2014? Og broskall! Svoldið desperate, kallinn.“ 30. apríl „Svo er það Birgitta. Ég skil hana ekki. Ég var aldrei á Hlemmi. Ég er eins og hóll. Birgitta og Jón Gnarr eru ský. Gnarr er klósigar, eitthvað sem er á jaðri gufuhvolfsins. Birgitta er þoka sem breytist reglulega í regnský. Á ég að reyna að skilja þetta fólk? Ber mér skylda til þess?“ 1. maí „Gummi Steingríms hefur engan sérstakan áhuga á að fara í stjórn – alla vega ekki með mér... Mætti á fundinn eins og einhver hipster og með hinn formanninn með sér. Heiða er ágæt. En það er hálfkjánalegt að hafa tvo formenn í sex manna flokki.“ Heildarlaun kvenna hjá Hafnarfjarðarbæ eru 6,1% lægri en heildar- laun karla að teknu tilliti til starfsgreinar, aldurs, starfsaldurs og fjölda yfir- vinnustunda. Það er svipaður munur og mældist 2007. Ef kennarar eru ekki meðtaldir mælist kynbundinn launamunur hjá bænum nú 9%, sem er 0,4% hækkun frá 2007. Sé eingöngu litið til dag- vinnulauna er munurinn 2,1% en 3,1% hjá öðrum en kennurum en í hópi kenn- ara er munurinn minnstur. Mestur munur er á heildar- launum ófaglærðra karla og kvenna en á dagvinnu- launum karla og kvenna í hópi sérfræðinga. Guðrún Ágústa Guðmunds- dóttir bæjarstjóri segir stöðuna ólíðandi. „Við munum fara í markvissar aðgerðir til að útrýma þessum launamun," segir hún í yfirlýsingu. 6,1% kynbundinn launamunur í Hafnarfirði Þ etta er gert einu sinni á ári hér á landi. Þá kemur sænski skurð-læknirinn Gunnar Kratz frá Linköping. Hann er væntanlegur hingað nú í maí,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir. Fimm Íslendingar munu gangast undir kynleiðréttingu í þessum mánuði. Svíinn Gunnar Kratz framkvæmir aðgerðirnar en hefur ís- lenska lækna á lýtalækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss sér til halds og trausts. Óttar vildi ekkert segja um af hvoru kyni þeir væru sem gangast munu undir kynleiðréttingaraðgerðir nú. Hann er einn af þeim sem framkvæma mat á þeim sem gangast undir kynleiðréttingu. „Það eru mjög margir aðilar sem koma að því mati en ég er einn af þeim, já,“ segir Óttar. Aðeins ein kynleiðréttingaraðgerð var framkvæmd hér á landi í fyrra. Óttar segir að samtals hafi fjórtán aðgerðir verið framkvæmdar hér á landi og hefur Gunnar Kratz framkvæmt þær flestar. Samtals hafa 20 Íslendingar gengist undir kynleiðréttingu. „Þetta hefur verið uppsafnaður vandi. Það voru engar aðgerðir framkvæmdar frá 2001 til 2009. Þess vegna eru þetta svona margar að- gerðir nú,“ segir Óttar. Aðspurður segist Óttar ekki bjartsýnn á að íslenskir læknar muni framkvæma kynleiðréttingaraðgerðir hér á landi í bráð. „Þetta eru svo fáar aðgerðir á hverju ári. Tvær til þrjár aðgerðir á ári er bara of lítið. Menn verða bara að gera miklu fleiri að- gerðir til að halda sér í æfingu.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  heilbrigðisMál sænskur skurðlæknir á leið til lanDsins Fimm kynleiðréttingar framkvæmdar hér í maí Fimm kynleiðréttingaraðgerðir verða framkvæmdar á Landsspítala háskólasjúkrahúsi í þessum mánuði. Aðeins ein slík var framkvæmd í fyrra. Ljósmynd/Nordicphotos/Getty Sænski skurðlæknirinn Gunnar Kratz mun framkvæma fimm kynleiðréttingaraðgerðir hér á landi í mánuðinum. Að þeim loknum munu 25 Íslendingar hafa gengist undir kynleið- réttingu. Aðeins var ein slík aðgerð framkvæmd hér á landi í fyrra. Óttar Guðmunds- son geðlæknir. Þetta hefur verið uppsafn- aður vandi. ... Þess vegna eru þetta svona margar aðgerðir nú. 6 fréttir Helgin 3.-5. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.