Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 44
Eldhússkæri til matreiðslu eru ekki með nauðsynlegri tækjum í vopnabúrið en þau koma sér einstaklega vel þegar dudda á með ýmsar útgáfur af kjúklingi eða þegar klippa á ugga af fiski. Auk þess að klippa hér um bil allt það sem á annað borð þarf að klippa í eldhúsinu. Passa upp á að kaupa skæri sem auð- veldlega er hægt er að taka í sundur þegar kemur að því að þrífa. Því enginn vill kjúklingasafa á milli blaðanna. 44 matur Helgin 3.-5. maí 2013  kjúklingur á grillinu E in helsta ástæðan fyrir því að erfitt getur verið að elda heilan kjúkling er að hann er svo skrambi ójafn í laginu. Því getur verið gott að jafna leikinn og það er tiltölulega einfalt. Með eldhússkærum er bakið hrein- lega klippt af. Klippa á upp með hryggnum sitt hvoru megin og kjúllinn er svo flattur út eins og fiðrildi. Gott er líka að taka bringu- beinið úr. Það er gert með því að þræða þumalfingri og vísifingri meðfram öllu beininu og fletta kjötinu frá. Passa að rífa kjötið þó ekki mikið. Æfingin skapar meistarann hér eins og í öðru. Saltþurrkaður Áður en kjúklingurinn er flattur út er gott að taka hann úr kæliskápn- um og salta hann rausnarlega utan sem innan og geyma hann svo við stofuhita í tvo tíma. Þetta er gert til þess að þétta skinnið og draga vökva úr kjúklingnum. Skola hann svo vel með köldu vatni svo hænan verði ekki brimsölt. Klippa svo bakið úr og fletja vel. Krydda allan fuglinn vel og vandlega. Best að byrja á salti og pipar og fikra sig þaðan næst ef þurfa þykir. Lóð Hitið grillið og finnið svo eitthvað þungt sem þolir mikinn hita. Pott- járnspanna er gott tól en múr- steinn vafinn inn í álpappír er það líka. Tuttugu kílóa ketilbjalla er sennilega of mikið. Grillið kjúklinginn við miðlungs- hita eða aðeins þar undir. Gott að byrja á bakhliðinni. Snúa svo við með stórum spaða eins og fiski- spaða eða álíka tóli. Líkurnar eru með því að eitthvað festist. Hreinar og olíubornar grindur hjálpa en gott er að búa sig andlega undir að eitthvað verði eftir. Grilla svo á hinni hliðinni við svipaðan eld þangað til kjöthitahitamælirinn sýnir rétt rúmar sjötíu gráður. Ef það tekur of langan tíma er gott að slökkva und- ir kjúklingn- um í lokin og grilla áfram við óbeinan hita þangað til kjarnhit- inn sýnir réttar gráður. Hvíla svo í nokkrar mínútur áður en kjötið er svo rifið eða skorið niður í mannskapinn. hari@frettatiminn.is Kjúklingakjuðar Það er erfitt að finna betra snakk en kjúklingavængi og kjuðarnir, þykkasti endinn sem tengir vænginn við fuglinn, eru bestir á grillið. Kjuðarnir eru þó fullir af sinum og tengivef þannig að best er að elda þá lengi við miðlungs hita. Þurrkryddaðir og gláðir Það er ágætt að marínera kjuðana sína en hver man eftir því. Kjuðana er feikinóg að þurrkrydda áður en þeir fara á hitann. Búa svo til gljáa til að löðra þá í á grillinu. Í þurrkryddi á kjúkling eru nokkur krydd sem gott er að blanda saman. Magn af hverju fer eftir smekk. Papr- ika, reykt paprika, chili, Cayenne pipar, hvítlauks- og laukduft og svartur pipar. Oftast er svo gott að setja líka salt út í blönduna en það á ekki við í þessu tilviki því það er mikið salt í gljáanum. Þurrkaðar kryddjurtir eru oft góðar í svona blöndur en þegar grilla á eitt- hvað í langan tíma vilja þær oft brenna þannig að við sleppum þeim að þessu sinni. Þegar góð blanda næst er kjúklingur- inn kryddaður hátt sem lágt. Gljáinn er svo úr um það bil jöfnum hlutföllum af soyjasósu, Worcestershire sósu, smjöri, hotsauce og púðursykri. Þetta er hitað saman í potti, þarf ekki að sjóða. Bara hita rétt til þess að bræða sykurinn og smjörið. Út að grilla Kjuðunum er skellt út á heitt grillið og þeim snúið eftir smá stund svo þeir fái fallegar grillrendur. Þá er slökkt undir kjuðunum og þeir grillaðir áfram við óbeinan hita svo ekkert brenni. Þegar þarna er komið sögu er líka komið að fyrstu umferð af gljáanum. Hafa grillið í plús/mínus 180 gráðum og snúa stöku sinnum og bera þá meiri gljáa á. Tekur um það bil 25-30 mínútur. Himneskt er svo að blanda góðu mæjónesi, smá súrugúrkusafa og hotsauce saman til að dýfa kjuðunum í en þá verður líka að fara út að hlaupa á eftir. hari@frettatiminn.is Sunnlenski sveitadagurinnLaugardaginn 4. maí kl. 12-17 2013 Við bjóðum alla landsmenn velkomna: á athafnasvæði Jötunn Véla og Vélaverkstæðis Þóris að Austurvegi 69, Selfossi Sími: 824 0056 • www.jotunn.is • audur@rit.is Úr eggi í fiðrildi Kjúklingur hefur lengi þótt erfiður viðureignar á grillinu. Það vill svo oft kvikna í þegar hann fer á grindurnar. Svo ekki sé talað um þegar hann er eldaður heill og bringurnar eru orðnar þurrar þegar lærin eru klár. En það er nú svo að þegar vel tekst til er fátt er betra en vel grillaður kjúklingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.