Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 74
2 garðar og grill Helgin 3.-5. maí 2013 G asið er svo einfalt og þægilegt miðað við kolagrillið. Það þarf ekki að vera endalaust að kaupa í það kol og þegar gasið loksins klárast er jafnvel hægt að fá það heimsent gegn vægu gjaldi. Það þarf heldur ekki að vera endalaust að dusta kola- ryk og það þarf ekki að muna að hita kolin. Lokið Gasgrill eru í nær öllum tilfellum með loki og það á að nota það óspart. Það lokar inni reykinn bragðgóða og það lokar inni hitann. Þetta tvennt er enda það sem fólk sækist eftir þegar matur er eldaður á útigrilli. Ef verið er að elda stóra steik á helst rétt að opna bara smá rifu á grillið til að ganga úr skugga um hvort ekki sé allt með felldu þar inni. Því hiti leitar jú upp og hverfur því eins og dögg fyrir sólu sé opnað í fulla gátt. Passa líka upp á að hitamælirinn sé virkur því hann er einn besti vinur gasista. Grindurnar eiga að vera þykkar Á kolagrillum eru yfirleitt þunnar grindur vegna þess að reykurinn frá kolunum þarf að komast að kjötinu frá sem flestum hliðum. En á gasinu er best að hafa grindurnar þykkar og miklar. Bestu grindurnar eru úr þykku pottjárni en það getur verið vesen að halda þeim við því pottjárn ryðgar sé það ekki gert. Grindur úr ryðfríu stáli eru þá kærkomin búbót en það ryðfría Sæmilegur kubbur vafinn í álpappír er ágætur til að gefa reyk. En fyrir þá sem ætla sér frama í þessum fræðum er hægt að einfalda sér lífið með því að kaupa sérhönnuð reykbox sem passa á grillið. Það eru til margar tegundir, sumar fara undir grindina og aðrar ofan á. Þetta spænisbox frá Weber fer ofan á grindina en þeir bjóða líka box sem fer undir hana og tekur þá minna pláss. Gasalega gott grill Það eru nokkrar lykilreglur í lífinu og ein þeirra hefur hingað til verið að kolagrill eru númer eitt og gasgrill eru bara fyrir plebba í úthverfunum. En með fjórum einföldum reglum er hægt að fá undanþágu og úthverfaplebbar sem og mið- bæjarrottur geta borið höfuðið hátt sem gas- menn og -konur. Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.is Serralux Breidd: 3m / Hæð: 2,5m Lengd á einingu: 0,75m Splendid Breidd: 3m / Hæð: 2m Lengd: 4,5m Cardinal, sexhyrnd Þvermál: 3,1m / Hæð: 2,6m Hlið: 2m Hafið samband við sölumenn okkar og fáið upplýsingar um fjölbreytta úrval gróðurhúsa og möguleika varðandi viðbætur og aukahluti. Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610 Úrval gróðurhúsa í Jötunn Vélum heldur ekki jafn vel hita. Milliveg- urinn sem oft er farinn eru emaler- aðar grindur. En hvaða efni sem er valið þarf að hafa grindurnar þykk- ar og helst frekar flatar að ofan til þess að brennimerkja kjötið með þykkum og miklum röndum. Þar á sér stað karmelisering sem gefur gott grillbragð. Til þess svo að ná þessum fallegu röndum þarf að hita grindurnar vel áður en matur- inn er settur á. Lækka svo eldinn svo ekki brenni allt til kaldra kola. Óbein eldun Gasgrill eru alltaf með í það minnst tveimur brennurum. Þegar elda á stóra steik eða kjúkling er óþarfi að vera að pakka öllu inn í álpappír. Það gerir í raun ekkert nema sjóða matinn í eigin safa. Best er að loka kjötinu á heitu grillinu og slökkva svo undir þeim megin sem maturinn er og elda með hita frá hinum brennaranum. Þetta er líka gott að hafa í huga þegar feitmeti eins og lambakótil- ettur eru eldaðar. Þegar kviknar í, það mun kvikna í, þá er lettunum komið í var þangað til slökkvistarf- ið hefur farið fram og hægt er að færa ljúfmetið aftur yfir eldinn. Reykur Flest grill nú til dags eru með vörn yfir brennurunum þannig að fitan sem rennur af kjötinu stífli þá ekki. Þegar fitan lekur á þessar hlífar myndast reykur og þessi reykur fer beint í kjötið sem gott bragð. En þegar grilla á eitthvað aðeins þykkara en áðurnefndar kótelettur er gott að fá meiri reyk. Þá er gripið í harðviðarlurk eða spæni. Sag er of fíngert til þess að bixa með við gasgrillið. Betra að nota það í litla reykofna. Þegar grillið er hitað er lurkun- um, gott að hafa þá ekki óþarflega stóra, eða lúku af blautum spæni vafið í álpappír eða komið fyrir í hitaþolnu íláti úr stáli. Ef ílát eru notuð er lokað yfir með álpappír. Nokkur göt eru gerð á álpappírinn svo reykurinn sleppi út og herleg- heitin sett beint yfir brennarana. Passið að hafa götin ekki of stór. Þá gæti komið upp eldur. Gerist það þarf að slökkva hann um leið því eldur þýðir sót og sót er ekki gott á bragðið. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Reykur þýðir bragð en hvaða viður er notaður skiptir litlu svo lengi sem harðviður verður fyrir valinu. Undan- tekningin á þessari reglu er ef reykja á eitthvað lengur er fjóra til fimm tíma. Þá byrjar viðartegundin að skipta máli. Hitamælirinn þarf að virka svo hægt sé að fylgjast með því sem gerist undir lokinu. Líttu við á heimasíðu okkar www.normx.is og kynntu þér úrvalið! Setlaugar Framleiddar fyrir íslenskar aðstæður Auðbrekku 6 • 200 Kópav • S. 565 8899 • Margar gerðir og stærðir • Fjölbreytt úrval aukabúnaðar • Hitastýringar fyrir setlaugar • Val um liti á setlaugum Líttu við á heimasíðu okkar www.normx.is og kynntu þér úrvalið! Setlaugar Framleiddar fyrir íslenskar aðstæður Auðbrekku 6 • 200 Kópav • S. 565 8899 • Margar gerðir og stæ ðir • Fjölbreytt úrval aukabúnaðar • Hitastýringar fyrir setlaugar • Val um liti á setlaugumLíttu við á heim síðu okkar www.normx.is og kynntu þér úrvalið! Setlaugar Framleiddar fyrir íslenskar aðstæður Auðbrekku 6 • 200 Kópav • S. 565 8899 • Margar gerðir g stærðir • Fjölbrey t úrval aukabúnaðar • Hitastýrin ar fyrir setlaugar • Val um liti á setlaugum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.