Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 66
 Á morgun verður frumsýnt í Kúlunni við ÞjóðleiKhúsið leiKverKið hvörf, sem fjallar um guðmundar- og geirfinnsmÁlin, umtöluðustu glæparannsóKn íslandssögunnar; dómsmÁl sem nú bíður endurupptöKu eftir starf nefndar sem taldi rannsóKnina hafa verið sjúKa og dóminn Þar af leiðandi veiKan. Fordómum verður sjaldan áfrýjað g uðmundar- og Geirfinnsmál eiga sér ekki aðeins upp-haf í hvarfi tveggja manna heldur ekki síður í því andrúmi sem ríkti í samfélaginu undir lok æskubyltingar sjöunda áratugarins, sem hafði einkennst af pólitísku andófi og höfnun á siðferðisgildum eldri kynslóða. Eftir ógnarlanga og ansi ruglaða rannsókn voru nokkur ungmenni dæmd fyrir morðin á mönnunum sem höfðu horfið eða hlutdeild í þeim. Þessir krakkar voru engir fermingardrengir, eins og Ragnar Hall lögmaður orðaði það áratugum síðar; alla vega ekki samkvæmt borgaralegum staðli. Þau voru smákrimmar sem slógust, stálu og fölsuðu og seldu og notuðu dóp. Allir undir sama vald Með hippunum komu efasemdir um vald samfélagsins til afskipta af því hvernig fólk hegðaði lífi sínu; meðal annars hvort það notaði lögleg eða ólögleg vímuefni. Fólk reif kjaft þegar það var handtekið, kallaði lögregluna svín að amerískum hætti og leit á afskipti hennar sem kúgun fremur en klukk; að fólk hafi verið gripið við eitthvað sem allir vissu og viðurkenndu að væri bannað. Það er ofrausn að líkja þessu ástandi við borgarastríð, en víg- staðan var samt lík þótt umfangið hafi verið lítið. Hluti samfélagsins neitaði að beygja sig undir reglur samfélagsins. Við þekkjum mörg dæmi um hvernig slík afstaða getur leikið ímyndunarafl almennings og magnað upp öfgakennd viðbrögð yfirvalda; til dæmis gegn samfélög- um múslima, sem eru fastheldin á eigin hefðir og lífsafstöðu, innan vestrænna samfélaga. Aðrir hlutar samfélagsins líta gjarnan á slíka afstöðu sem ógn og árás og krefjast þess að uppreisnarfólkið sé brotið undir almenn gildi samfélagsins; siði, klæðnað, tungumál, smekk. En við skulum ekki fara lengra út í þá sálma heldur einbeita okkur að einum þætti sem fékk fólk til að trúa öllu illu upp á sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu; dópinu. Menningarstríð Tengsl vímuefna, fordóma og út- skúfunar eru samtvinnuð í sögunni. Fólk hefur mætt fordómum fyrir hvaða vímuefni það notar og vímu- efni hafa verið útskúfuð vegna þess hverskonar fólk hefur notað þau. Allir þekkja þá vestrænu þjóðsögu að hashashins, meðlimir herskárrar persneskrar trúarreglu, hafi verið einstaklega miskunnarlausir og grimmlyndir vegna neyslu á hassi (og af þeim eru frönsku og ensku heitin á launmorðingjum dregin; assassin). Fordómar eru fyrsta dómstigið og þeir hafa fallið áður en mál koma til meðferðar í hinu formlega dómskerfi. Þegar fólk úr jaðarhópum samfélagsins dregst inn í opinbera rann- sókn stendur það því ver en þeir sem eru betur settir og betur tengdir félagslega. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Rúnar Guðbrandsson leikstjóri, skáldið Sjón og leikhópurinn reyna í sýningunni að fanga þau öfl sem afvegaleiddu rannsóknina, sviptu ungmenni framtíðinni og fengu þjóðina til að fagna illum örlögum þeirra. Á sama hátt og það má halda því fram að fordómar gagnvart jaðarhópum hafi afvegaleitt rannsóknir og fellt ranga dóma yfir saklausu fólki; þá er jafnvel enn augljósara hvernig fordómar valda því að ekki er lagður trúnaður á frásagnir fólks úr undirsettum hópum, sem hefur verið beitt misrétti eða ofbeldi. Mörg undanfarin ár og áratugi hefur verið háð barátta fyrir því að styrkja stöðu kvenna í dómskerfinu sem hafa sætt kynferðislegu ofbeldi. Fyrir ekki svo löngu síðan varð nauðgun ekki að dómsmáli nema miklu ofbeldi hefði verið beitt og þá sérstaklega ef verknaðurinn raskaði því sem skilgreint var sem samfélagslegt jafn- vægi; til dæmis ef gerandinn var af lægri stétt en fórnarlambið, ókunnugur, utangarðs eða á einhvern hátt skilgreinanlegur sem ytri ógn. Það hefur tekið langan tíma og mikla baráttu að flytja til þessi mörk. Og það er enn erfitt fyrir vímaða konu sem var nauðgað í samkvæmi um miðja nótt á ókunnum slóðum að fá rannsakend- ur og dómara til að leggja trúnað á frásögn sína. Úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu þekkjum við frásögn Erlu Bolladóttur af nauðgun fangavarð- ar, sem hún hefur nú kært áratugum seinna. Við getum ímyndað okkur hvort kæra hennar hefði fengið réttláta meðferð í miðri rannsókn málsins fyrir meira en 35 árum. Brot gegn börnum hafa lengst af ekki verið viðurkennd vegna þess að við höfum ekki veitt börnunum sömu mannhelgi og fullorðnum. Þau hafa sætt nauðung, ofbeldi og frelsissviptingu af foreldrum, skyldmennum og starfsmönnum opinberra stofnana án þess að trúnaður hafi verið lagður á frásagnir þeirra af þessum brotum. Og samfélagið á enn langt í land með að þróa aðferðir til að geta tekið á brotum og misrétti sem beinist að börnum. Og sama á við um þroskaheft fólk, fólk sem hefur verið svift sjálfræði vegna geðsjúkdóma, fólk sem er illa leikið af áfengis- og vímuefna- sýki, innflytjendur og fólk sem á bágt með að tjá sig á íslensku og er illa tengt félagslega, fátækt fólk og fólk í alvarlegum fjárhagsvanda og fólk sem dvelst á stofnunum vegna veikinda, fötlunar eða öldrunar. Með því að vera hjálparþurfi og ósjálfbjarga hefur fólk misst stöðu og trúverðug- leika í samfélaginu. Það á því erfiðara með að leita réttar síns og getur síður varið sig gegn misrétti, misnotkun og ýmiskonar misbeitingu. Rótgrónir fordómar geta því ekki aðeins veikt stöðu þeirra hópa sem eru skilgreindir sem ógn að utan heldur líka þá hópa sem hafa verið undirsettir í samfélaginu og hafa enn ekki fengið fulla viðurkenningu. Viðurkenningin getur verið í orði og á yfirborðinu; en kerfið er þannig uppbyggt að það þjónar ekki þessum hópum. Það var byggt upp til að þjóna öðru fólki; meðal annars með því að halda þessum hópum undirsettum.  Það sKiptir eKKi aðeins mÁli í dómsKerfinu hver er saKaður um glæp; heldur líKa hver Þolandinn er Mishelg fórnarlömb Erla Bolladóttir hefur nú kært fangavörð fyrir að hafa nauðgað sér í Síðumúlafangelsinu þegar á rannsókn Guð- mundar- og Geirfinns- málsins stóð. Það er hæpið að slík kæra hefði fengið eðlilega meðferð fyrir meira en 35 árum; kæra ungrar konu sem sat í gæslu- varðhaldi vegna gruns um aðild að tveimur morðum, ýmsum smáglæpum og fyrir að hafa borið saklausa menn röngum sökum. Í heimildarmyndinni The House I Live In fjallar David Simons, höf- undur þáttaraðanna The Wire (sem Jón Gnarr vakti athygli á í stjórnar- myndunarviðræðum í Reykjavík 2010), um tengsl vímuefna og kúg- unar minnihlutahópa í Bandaríkjun- um. Hann bendir á að almenningur hafi verið skelfdur með frásögnum af því hversu hættulegir ópíumsjúk- lingar væru; í kjölfar þess að hópar fólks af kínversku og asísku bergi fluttu til Bandaríkjanna í lok nítj- ándu aldar. Í kjölfar þess var ópíum bannað. Simons heldur því fram að þetta hafi verið gert til að undirsetja asískt fólk í samfélaginu og skapa þá ímynd að menning þeirra væri hættuleg bandarísku þjóðlífi. Það sama gerðist þegar Mexíkan- ar og fólk frá Suður-Ameríku tók að streyma til Kaliforníu og suðvestur- ríkjanna um og upp úr kreppunni miklu. Þá var rekinn áróður fyrir að marijúana gæti sturlað fólk og feng- ið það til að fremja hryllileg ódæðis- verk. Leikna kennslumyndin Reefer Madness frá 1936 dregur þennan ótta einkar vel fram; Women cry for it – Men die for it, stóð á plaggatinu. Hippar verða ógn Mannréttindabaráttu svartra og andstöðunni við Víetnamstríðið var mætt af mikilli hörku af yfirvöldum í Bandaríkjunum; þjóðvarðliðum var sigað á mótmælendur. Þessi barátta blandaðist lífsstílsbreyt- ingum hippanna; meðal annars fjölbreyttari vímuefnaneyslu. Mikil- vægur hluti aðgerða stjórnvalda til að mæta pólitískri andstöðu var að færa átakalínuna frá stjórnmálum og yfir í refsiverða hegðun; andófs- menn voru gerðir að glæpamönnum og fangelsaðir fyrir vörslu lítilla skammta af marijúana. Þegar þessi átök höfðu magn- ast urðu morð hinnar svokölluðu Manson-fjölskyldu á Sharon Tate (1969) að stærsta fréttamáli síðustu ár sjöunda áratugarins. Charles Manson varð tákngervingur hins illa; ný tegund ódæðismanna sem var trúandi til alls. Aðskilnaðarstefna Richard Nixon lýsti yfir stríði gegn ólöglegum vímuefnum 1971 ekki síst vegna þess að svartir Banda- ríkjamenn höfðu náð ítökum í dreif- ingu og sölu á heróíni á lokaárum stríðsins í Víetnam. Þegar krakk spratt upp í hrörnandi eldri hverf- um svartra í helstu stórborgum um miðjan níunda áratuginn var lögum breytt svo þeir sem gripnir voru með krakk (kókaín sem svartir reyktu) fengu tíu sinnum lengri dóm en þeir sem voru gripnir með venjulegt kókaín (kókaín sem hvítir tóku inn um nefið). Örlítið breytt út- gáfa af kókaíni var þannig notuð til að ýta enn frekar undir mismunun og kúgun svartra í Bandaríkjunum. Stríðið gegn fíkniefnum í Banda- ríkjunum hefur þannig haft mun neikvæðari áhrif á samfélög svartra en annarra hópa. Fjandanum sleppt lausum Neysla á meth-amfetamíni hefur mjög aukist undanfarin ár meðal hvítrar lágstéttar; lítt menntaðs fólks, atvinnu- og eignarlauss; í suður- og suðvesturríkjum Banda- ríkjanna. Og við sjáum þess strax merki í kvikmyndum hvernig þessi hópur (og vímuefni þess) eru teikn- að upp á kunnuglegan máta. Hér heima þekkjum við hvernig fjallað var um e-pilluna þegar hún kom hingað um 1990, hvernig sprautufíklar eru jaðraðir í um- ræðunni og líf þeirra og tilfinningar tortryggðar; og að undanförnu hefur mátt greina hvernig ótti hefur byggst upp gagnvart mönnum á sterum. Ég þarf ekki að taka fram að ég mæli neyslu vímuefna ekki bót. Þau valda miklum hörmungum í lífi fólks, fjölskyldum þjáningum og spilla samfélaginu. En þeim skaða sem efnin valda má mæta með meðferð við hæfi. Þegar samfé- lagið bregst hins vegar við þessum efnum eins og utanaðkomandi ógn og árás og skilgreinir neytendurna sem sjúkdómseinkenni í samfé- laginu getur fjandinn orðið laus. Eins og Guðmundar- og Geir- finnsmálið er dæmi um. 66 samtíminn Helgin 3.-5. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.