Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 62
62 bíó Helgin 3.-5. maí 2013 Myndin gat af sér tvær framhalds- myndir. Evil Dead II leit dagsins ljós 1987 og Army of Darkness kom út 1992.  evil DeaD NafNtogaðasta hrylliNgsmyND síðustu áratuga l eikstjórinn Sam Raimi gerði hryllings-myndina Evil Dead árið 1981 fyrir lítinn pening. Með honum í liði voru aðalleik- arinn Bruce Campell og Robert Tapert sem framleiddi myndina með hinum tveimur. Evil Dead þótti býsna subbuleg á þess tíma mælikvarða og var lengi vel á alræmdum bann- lista yfir kvikmyndir á Íslandi. Myndin féll í frjóan jarðveg ytra og ekki spillti fyrir að hroll- vekjukonungurinn Stephen King jós hana lofi. Öflugir fjárfestar gengu því til liðs við fé- lagana og Evil Dead lagði upp í blóðuga sigur- för um heiminn. Myndin gat af sér tvær framhaldsmyndir. Evil Dead II leit dagsins ljós 1987 og Army of Darkness kom út 1992. Evil Dead II var gam- ansamari en fyrsta myndin og Army of Dark- ness er beinlínis gamanmynd sem segir frá hremmingum aðalhetjunnar Ash (Campell) þegar hann er kominn yfir í þann djöflaheim sem óvættir hinna myndanna spruttu upp úr. Raimi og Campell eru með áform um að halda sögunni áfram og gera fjórðu myndina en þeir framleiða einnig Evil Dead-endurgerð- ina sem þeir treystu Fede Alvarez til að leik- stýra. Heittrúaðir aðdáendur frummyndarinnar voru ekkert of hressir með hugmyndina um endurgerð en Alvarez virðist hafa staðið undir væntingum bæði þeirra og framleiðendanna þar sem Evil Dead, árgerð 2103, hefur verið vel tekið í Bandaríkjunum þar sem hún hefur gert það gott í miðasölu og almennt verið vel tekið af gagnrýnendum. Alvarez er því eðlilega byrj- aður á handriti Evil Dead II en sú mynd verður ekki endurgerð heldur hyggst leikstjórinn fara með söguna í nýjar áttir. Söguþráður Evil Dead og þar með þeirrar subbuveislu sem boðið er upp á nú er flestum kunnur en myndin segir frá fimm vinum sem hafast við í afskekktum kofa úti í sveit. Þar vekja þeir óafvitandi upp fjandsamlega skratta- kolla úr öðrum heimi sem taka sér bólfestu í vinunum með skelfilegum afleiðingum. Campell lék Ash í gamla þríleiknum og eins og allt vel skólað fólk í hryllingsfræðum endaði hann með að missa höndina í viðureign sinni við þá djöflamergi sem herjuðu á hann og fé- laga hans í Evil Dead. Hann setti þá vélsög á stubbinn og beitti henni af einurð og festu gegn fjendum sínum. Ash og Campell eru fjarri góðu gamni í endurgerðinni en leikar- inn og framleiðandinn er hæstánægður með útkomuna: „Brellurnar eru tíu sinnum betri en nokkuð sem við höfðum aðgang að og leikararnir eru allir betri en við vorum 1979.“ Campbell segir Raimi vera brjálaðan snilling og þess vegna hafi útkoman orðið jafn klikkuð og raun ber vitni. Og allt bendir til þess að Alvarez sé verð- ugur sporgöngumaður. Aðrir miðlar: Imdb: 7,1, Rotten Tomatoes: 62%, Metacritic: 57% Á níunda áratugnum og langt fram eftir þeim tíunda þurfti ekki annað en nefna Evil Dead til þess að hrollgjörnum unglingum rynni kalt vatn milli skins og hörunds enda myndin með þeim áhrifa- meiri sem fram höfðu komið í þeirri deild. Evil Dead markaði upphafið á ferli leikstjórans Sam Raimi og hins kostulega leikara Bruce Campell. Myndin hefur nú verið endurgerð með velþóknun þeirra félaga. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Endurvinnsla á sígildum hrolli Endurgerð Evil Dead segir sömu hrakningasögu og fyrirmyndin frá 1981 og sem fyrr lendir hópur ungmenna í lífsháska þegar þau vekja óvart upp skrattakolla sem eru ekki af þessum heimi. Ryan Gosling er með vinsæl- ustu leikurum heims þessi misserin og eftir magnaða frammistöðu í Drive þyrstir fólk í meiri hasar frá þessum mjög svo prúða manni. Ofbeldisveisl- unnar Only God Forgives, þar sem hann og Nicolas Winding Refn, leikstjóri Drive, sameina krafta sína á ný er því að vonum beðið með óþreyju. The Place Beyond The Pines ætti þó að virka sem ágætis biðstöð en hér leikur Gosling mótorhjólakappa sem rótar sér í vandræði. Þegar hann hittir gamla vinkonu, sem Eva Men- des leikur og kemst að því að hann á með henni son sem hann vissi ekkert um, ákveður hann að leggja fyrir sig bankarán til þess að auðgast hratt og geta séð fjölskyldu sinni farborða. Þessi áætlun gengur ekki upp sem skyldi og áður en hann veit af er hann kominn upp á kant við gamlan kunningja sem Bradley Cooper leikur. Aðrir miðlar: Imdb: 7.8, Rotten Tomatoes: 80%, Metacritic: 68% Ryan Gosling er alltaf jafn sætur en hefur sérstakt lag á að koma sér í klandur.  frumsýND The Place Beyond The Pines IN MEMORIAM? LAU & SUN 18:00 (L) THE VIRGIN SPRING / THE LAST HOUSE ON THE LEFT SUN: 20:00 (16) SKÓLANEMAR: 25% AFSLáTTUR GEGN FRAMVíSUN SKíRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 EFTIR ÓMAR RAGNARSSON Fæst í apótekum, Fjarðarkaupum og Heilsubúðinni Hafnarrði Hentar sérlega vel fíngerðu hári Ert þú búin að prófa ?  BíóDómur iroN maN 3 Geggjað fjör Robert Downey Jr. hefur verið frábær í hlutverki Tony Stark/Iron Man en hefur aldrei verið í jafn miklu stuði og í Iron Man 3 enda fær hann að njóta sín mikið utan búningsins sem gerir hann nánast ósigrandi. Hinn sjálfumglaði Tony Stark er bara miklu skemmtilegri en Járnkarlinn og er ómótstæðilegur klæddur holdi Downeys. Þessi þriðja Iron Man-mynd er sú besta hingað til enda kannski ekki við öðru að búast þegar handritshöfundurinn og leikstjórinn Shane Black er annars vegar. Hann hefur skrifað nokkrar bestu spennumyndir síðustu áratuga, Leathal Weapon, The Last Boyscout og The Long Kiss Goodnight og víða má greina bergmál þessara mynda í Iron Man 3. Aukapersónur sögunnar fá líka loks að njóta sín. Gwyneth Paltrow er loksins annað og meira en gluggaskraut og Don Chedale og Downey komast í góðan Leathal Weapon-fílíng þegar þeir snúa bökum saman. Ben Kingsley er síðan bráðskemmtilegur og ábúðarmikill í hlutverki terroristans The Mandarin. Sannkallaður senuþjófur. Þórarinn Þórarinsson 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.