Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 42
42 bílar Helgin 3.-5. maí 2013  chevrolet Z/28 á markað síðar á árinu skoda vinsæll fjölskyldubíll Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM 12 volt díóðuljós 12v 1,3w12v 1,3w 12v 2,5w 12v 1,66w 12v 1,66w 12v 1,0w 12v 1,2w 12v 1,0w Tilvalið fyrir sumarbústaði með sólarorku Eyða allt að 90% minni orku en halogen 12v 3,0w n ýr Škoda Octavia verður frum- sýndur hjá umboðsað- ilanum, Heklu, í dag og á morgun, 3.-4. maí. Höldur á Akur- eyri sýnir bílinn á morgun, laugardag milli klukkan 12 og 16 og Hekla á Akureyri sýnir bílinn fimmtu- daginn 9. maí, milli klukkan 9 og 17. Þá sýna Bílasala Selfoss, Hekla Reykjanesbæ og Bílás á Akranesi Octavia laugardaginn 11. maí. Þriðja kynslóð Octavia var frumsýnd í desember síðast- liðnum í Škoda-safn- inu í Mladá Boleslav. Þessi nýja gerð er 9 cm lengri og 4,5 cm breiðari en gerðin á undan og hefur hjólhafið verið aukið um 8,9 cm. Bíllinn er einnig 102 kílóum léttari en fyrri gerðin. Mun meira er lagt upp úr innanrými en áður og meðal val- kosta sem eru í boði eru 20 cm snertisjár, sem einnig er í boði í Golf og stórt rafdrifið sólþak. „Það er nóg pláss fyrir farangur í þess- ari þriðju kynslóð Octavia, því farang- ursrýmið rúmar 590 lítra, sem er með því besta sem gerist á markaðnum í þessum stærðarflokki, og er raunar meira en 565 lítra farangurs- rýmið í Volkswagen Passat, sem er stærri bíll. Octavia Kombi, eða skutsbílsútgáfan verður síðan með 610 lítra farangursrými þegar hann kemur á markað í byrjun sumars,“ segir meðal annars í tilkynningu Heklu. Octavia verður á markaði hér á landi í tveimur gerðum, Ambition og Eleg- ance, báðar gerðir mjög vel búnar. Bíll- inn verður í boði með tveimur gerðum bens- ínvéla, 1,2 lítra 105 hestafla og 1,4 lítra 138 hestafla og jafn- framt með tveimur gerðum dísilvéla, 1,6 lítra 105 hestafla og 2.0 lítra 150 hestafla. Þriðja kynslóð Škoda Octavia hefur hlotið mjög góðar viðtökur erlendis og er nú komin á markað hér. Mynd Hari Frumsýning þriðju kynslóðar Octavia Ú tlit hins nýja Range Rover Evo-que vekur sannarlega athygli en eins og vænta mátti er um að ræða glæsilegan bíl. „Afturlækkandi þaklína gefur nútímalegt yfirbragð og undirstrikar að hér er á ferðinni bíll sem hannaður er af áræðni en þó með athygli á smáatriðum svo sem lágri framljósalínu sem gengur út á hliðarnar og stórum álfelgum sem gera yfirbragð Evoque einstakt,“ að því er segir á síðu umboðsins, BL. Þar kemur fram að við smíði Range Rover Evoque sé notuð nýjasta tækni og bestu efni til að ná þeim árangri að smíða sparneytnasta Land Rover frá upphafi. „Þegar þú kaupir Range Rover Evoque,“ segir enn fremur, „getur þú raðað nákvæmlega saman þeim bíl sem þig langar í. Þú velur liti, áferð og efni að eigin vali og raðar saman við einhverja af þeim þremur gerðum sem í boði eru: Pure – nákvæmlega formið og tjáningin sem Range Ro- ver Evoque endurspeglar. Prestige – hér er allt það vandaðasta sem Range Rover Evoque býður upp á auk fleiri möguleika á aukahlutum sem gera innréttinguna glæsilegri. Dynamic – það glæsilegasta sem í boði er í Range Rover Evoque línunni með Sport innréttingu og glans svartri áferð á einstökum hlutum innrétt- ingar.“  range rover áræðinn evoque Útlit sem sker sig frá öðrum Range Rover Evoque. Útlit bílsins er sérstakt og áræðið en afturlækkandi þaklínan gefur nútímalegt yfir- bragð. c hevrolet Camaro Z/28, árgerð 2014, var frumsýndur á bílasýningunni í New York á dögunum. Camaro kom upphaflega á markaðinn 1967 og var sér- staklega hannaður til hraðaksturs. Hann var léttbyggður, lipur og aflmikill. Nýr Camaro býr yfir öllum sömu eiginleikunum og hvert smáatriði er hannað til að skapa honum sess sem magnaðasta Camaro sögunnar, segir í tilkynningu Bílabúðar Benna, umboðsaðila Chevrolet. „Vélin, LS7,“, segir enn fremur, „er t.a.m. sett saman í höndum. Þetta er aflmesta, fjöldaframleidda V8 vél án forþjöppu sem nokkru sinni hefur verið smíðuð. Hágæða íhlutir og nákvæmni í samsetningu gerir henni kleift að snúast á allt að 7.000 snún- ingum á mínútu. LS7 vélin er einstaklega sterkbyggð og með léttum en sterkum íhlutum eins og ventlum úr títaníum og sveifarás úr hertu stáli. Slagrými vélarinnar er 7 lítrar og hún skilar 500 hestöflum. Camaro kemur eingöngu með TREMEC TR6060 6 gíra beinskiptingu sem er séraðlöguð að öllu vélaraflinu. Með þessu er líka verið að hverfa aftur til þess tíma þegar Z/28 kom fyrst á markað á sjöunda áratugnum og var tromp Chevrolet í hinum goðsagnakenndu Trans-Am kappaksturskeppnum á sjöunda áratugnum. Vélaraflið flæðir til afturhjólanna um mis- munadrif sem er staðalbúnaður með bílnum og gerir ökumönnum kleift að leggja enn meira á bílinn í hröðum beygjum. Í útlitshönnun Camaro Z/28 2014 er einnig vísað til upprunalega bílsins um leið og stuðst er við nútíma hönnunarnálgun og tækni. Straumlínuhönnun bílsins er með þeim hætti að bíllinn býr yfir miklum niður- krafti sem gerir hann stöðugri í akstri á miklum hraða. Það þarf alvöru bremsur í bíl af þessu tagi og staðalbúnaður er með koltrefja-ker- amik bremsudiska frá Brembo, vinddreifi að framan, vindhlíf undir botnplötunni sem eykur niðurkraftinn, útdregin bretti og vind- skeiðar að aftan. Yfir 200 breytingar hafa verið gerðar á undirvagni, þar á meðal stífari demparar, stífari gormar og stífari fóðringar. Bíllinn kemur á 19 tommu felgum og allt er gert til að létta hann sem mest. Z/28 kemur á markað síðar á þessu ári en Chevrolet hefur skráð hann til keppni í nokkrum viðburðum strax á þessu vori.“ Magnaður Camaro kynntur Þetta er aflmesta, fjöldafram- leidda V8 vél án for- þjöppu sem nokkru sinni hefur verið smíðuð. Straumlínuhönnun hins nýja Chevrolet Camaro gerir hann stöðugri í akstri. • Bekkur með tvær setstöður • Íslensk hönnun • Sterkur og fallegur Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður Hrísmýri 8 800 Selfoss Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær Sími 4 400 400 www.steypustodin.is 4 400 400 Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að fi nna réttu lausnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.