Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 03.05.2013, Blaðsíða 30
Fáðu meira út úr Fríinu Gerðu verðsamanburð á hótelum oG bílaleigum út um allan heim oG bókaðu sértilboð á GistinGu á túristi.is T Ú R I S T I kenndara í samfélaginu að syrgja látinn maka heldur en að syrgja og sakna maka sem er sprellifandi. Það er eins og það sé stundum rík- ari krafa að sá sem stendur í sam- bandsslitum eigi bara að hressa sig við og muna að það séu fleiri fiskar í sjónum.“ Ástarsorg á sér margar birtingar- myndir, jafnvel hjá sama einstak- lingnum. „Þar geta blandast saman höfnunartilfinning, söknuður, von- brigði og jafnvel léttir ef sambandið var búið að vera. Það er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir að til- finningarnar eru eðlilegar, allir syrgja á sinn hátt og það er engin ein rétt leið,“ segir Sólrún. Eins og að standa í hríðarbyl Líkamleg vanlíðan er einnig algeng, fólk finnur fyrir þyngslum fyrir brjósti, verkjum og svefntrufl- unum. Þá getur matarlyst ýmist aukist eða minnkað hjá fólki í ástar- sorg. „Ef annar aðilinn vill óvænt slíta sambandinu eða upp kemst um svik eru fyrstu dagarnir oft mjög erfiðir. Einn vinur minn lýsti þessu sem svo að þetta væri eins og að standa í hríðarbyl og sjá ekki veginn,“ segir Sólrún. Hún hefur kynnt sér fræðilegar rannsóknir á ástarsorg en í ljós hefur komið að sömu boðefni koma við sögu þegar fólk er ástfangið og þegar það neytir kókaíns eða nikótíns. Ástarsorgin getur þannig bókstaflega valdið fráhvarfsein- kennum. „Alveg eins og fíklar í leit að dópi reynum við að fóðra heilann með stöðugum hugsunum um viðkomandi og sumir geta engan veginn hamið sig í því að hringja, senda sms og að opna Facebook- prófílinn aftur og aftur og aftur,“ segir Sólrún. „Nýleg rannsókn þar sem notast var við heilamyndatöku sýndi að heilinn gerði ekki mun á líkamlegum og sálrænum sárs- auka. Það er að segja að það kom í ljós virkni á sömu heilasvæðum við líkamlegan sársauka og þegar þeir hugsuðu um nýleg sambands- slit. Höfnun virtist framkalla sömu sársaukatilfinningu og að fá yfir sig brennandi heitt kaffi.“ Muna að borða! Erfiðustu ástarsorgina upplifði Sól- rún á menntaskólaárunum. „Það var kannski fyrsta alvöru ástin. Það voru svo miklar og ofsafengn- ar tilfinningar í spilinu og mikil rússíbanareið. Ég fæ enn sting í magann þegar ég hugsa um það,“ segir hún. En það getur líka verið erfitt að vera sá sem slítur sam- bandinu. „Mér hefur líka fundist mjög erfitt að ljúka sambandi þegar það er að mínu frumkvæði. Það er ömurlegt að valda ástarsorg. Ég hef líka verið sorgmædd yfir því að missa frábæra tengdafjölskyldu og skemmtileg vinapör þó ég hafi ver- ið sátt við sjálf sambandsslitin. Svo þarf maður að búa til ný framtíðar- plön þegar manneskjan sem maður gerði plönin sín með er ekki lengur inni í myndinni,“ segir Sólrún. Eins og vinkona Sólrúnar vissi vel þá eru ýmis ráð við ástarsorg. „Fyrst og fremst á fólk að fara vel með sjálft sig. Taka fyrsta daginn í að anda inn og anda út og leyfa sér að finna til, gráta, öskra eða hvað það nú er. Fólk þarf að passa upp á svefninn og að borða reglulega, líka þegar það hefur ekki lyst. Gleðstu yfir litlu skrefunum, að fara fram úr rúminu, að fá sér ferskt loft.“ Hún bendir á að ástarsorg getur haft slæm áhrif á sjálfsmyndina. „Það er mikilvægt að hlúa að sjálfum sér og hugsa um andlega jafnt og líkamlega heilsu, stunda reglulega hreyfingu, byggja upp sjálfstraustið og efast ekki um getu sína til að mynda ný tengsl.“ Vælt með Wagner Hún mælir alls ekki með því að fólk banni sér að hugsa um ástina sem það missti – það sé hrein- lega ávísun á vanlíðan og leiði til þess að fólk hugsi enn meira um sorgina. Sólrún hvetur fólk einmitt til að gefa sér afmarkaðan tíma til að vera leiður og hlusta á sorglega eða dramatíska tónlist í klukkutíma og snúa sér svo að öðru „Ég veit um einn sem vældi með Wagner á fóninum,“ segir hún kómísk. Síðan er víst algjör skylda að eyða tapaðri ást út af Facebook. „Það þarf að klippa á ástarfíknarhringinn. Sumir mæla líka með því syngja eða val- hoppa. Það er ekki hægt að líða illa á meðan,“ segir hún. Sólrún segir að þrátt fyrir þær þrautir sem fylgja ástarsorginni þá geti henni líka fylgt jákvæðir hlutir. „Það hafa skapast fegurstu ljóð, tónlist og kvikmyndir vegna ástarsorgar. Margir líta á þetta sem tækifæri, finnst þeir jafnvel hafa glatað sjálfum sér í sambandinu og eru að uppgötva á nýjan leik hvað þeir vilja. Sumir breyta til, eignast ný áhugamál, nýja vini, mála, skapa sér nýjan stíl,“ segir hún og bendir á að margir fari að hugsa betur um sjálfa sig og takast á við nýjar áskoranir. „Sumir líta svo á sem þeir standi uppi sterkari, hafi gengið í gegnum erfiðleika og komist yfir þá. Aðrir einblína á það sem þeir hafa lært í sambandinu og taka með sér í ný sambönd. Ástar- sorg er ákveðin reynsla sem getur þroskað okkur á margan hátt. Þótt það virðist kannski ótrúlegt meðan ástarsorgin stendur yfir verða margir ástfangnir aftur og jafnvel hamingjusamari en nokkru sinni fyrr,“ segir hún. Ástin er flókin Sólrún er einhleyp í dag og segir hún að ástin hafi undanfarin ár ver- ið sér hugleikin. „Mér finnst ástin oft ansi flókin. Ég held að það sé ástæða fyrir því að þetta er kallað „falling in love“ upp á ensku. Á mað- ur að leyfa sér að vera í frjálsu falli og verða ástfanginn eða á maður að setja upp varnir og passa hjartað sem kannski er örlítið marið og hnjaskað eftir fyrri reynslu?“ Hún segist hafa lært ýmislegt um sjálfa sig, um lífið og tilveruna í gegn um ástarsambönd og í gegn um ástina. „Og svo hef ég lært ýmislegt um enska boltann,“ segir hún kankvís. Ástir fræga fólksins eru gjarnan í fjölmiðlum sem og sambandsslitin. Sólrún segist nýlega hafa lesið að söngkonan Katy Perry hafi leitað til svokallaðs „heartbreak coach“, eða ástarsorgarráðgjafa, þegar hún skildi við leikarann Russel Brand. „Mér finnst það góð hugmynd og ég ætti kannski að íhuga það sem starfsvettvang. Vinkonur mínar og fjölskylda hafa bjargað minni geðheilsu þegar ég hef gengið í gegnum erfið sambandsslit. Það hefði örugglega verið ágætt að gefa þeim smá frí þegar ég var á tímabili eins og biluð plata, ýmist að tala um hvað viðkomandi væri æðislegur eða ómögulegur,“ segir Sólrún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 30 úttekt Helgin 3.-5. maí 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.