Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 78

Fréttatíminn - 03.05.2013, Side 78
6 garðar og grill Helgin 3.-5. maí 2013 G arðyrkjuritið 2013 er komið út. Ritið er með veglegra móti, alls 184 síður og birtar um 37 fróðlegar greinar eftir fjölda höf- unda sem segja frá reynslu sinni, áhugaverðum plöntutegundum og ræktunaraðferðum. Ritstjóri er Guðrún Agnarsdóttir. Kápu ritsins prýðir mynd af rósinni „Guðfinnu“ sem Jóhann Pálsson hefur ræktað. Sérstakur kafli í ritinu er helgaður fjörutíu ára afmæli Norræna rósafélagsins og þar sagt frá rósarækt í öllum löndunum fimm. Haldið var upp á Norrænu rósahelgina í fyrsta sinn á Íslandi í fyrra sumar en Rósaklúbbur Garðyrkjufélagsins skipulagði dagskrá hennar. Einn norrænu gestanna segir í Garð- yrkjuritinu frá reynslu sinni upplifun af heimsókn til Íslands og í rósagarð Steinunnar Ólafsdóttur á Íslandi. Þá er í ritinu fróðleg grein um íslenskan jarðveg og leiðir til að auka frjósemi hans í garðrækt. Garðyrkju- ritinu er eingöngu dreift til félagsmanna og er innifalið í félags- gjaldi. Á aðalfundi Garð- félagsins 22. apríl lét Vilhjálmur Lúðvíksson af formennsku eftir sex ára starf og í stað hans var kjörin Þuríður Backman, fyrrverandi alþingismaður. Þá voru sr. Halldór Reynisson og Margrét Frímanns- dóttir kjörin í aðal- stjórn en Lilja Sigrún Jónsdóttir, Carl Gränz og Þyrí Emma Þor- steinsdóttir í varastjórn. Á aðalfundinum var kynnt könnun á viðhorfum félaga til allra helstu þátta í þjónustu félagsins og er greinilegt að Garðyrkjuritið nýtur yfirgnæfandi vinsælda en vefsíða, fyrirlestrakvöld, námskeiða- hald og útvegun á efniviði til ræktunar, t.d. rósum og ávaxtatrjám, og starfsemi klúbba um afmörkuð áhugamál eru einnig mikils metin hjá félagsmönn- um. Matjurtaklúbbur félagsins er vinsælastur og í honum eru skráðir um 850 félagar af rúmlega 2400 félagsmönnum sem hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Félagið hefur sett á stofn svonefnda grennd- argarða í samvinnu við sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu sem njóta mikilla vinsælda. Rósaklúbbur- inn og Ávaxta- og berjaklúbburinn eru með á fjórða hundrað félaga hvor og hafa staðið fyrir innflutn- ingi og tilraunum með harðgerðar tegundir og yrki sem ætla má að eigi erindi í íslenska garðrækt. Um þessar mundir er lögð áhersla á aukna þjónustu félagsins við áhugafólk á landsbyggðinni. Hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðu þess: www.gardurinn.is eða með því að hringja í síma 552 7721 og 896 9922. Garðyrkjuritið komið út litlagardbudin.is Sérverslun í skandinavískum anda fyrir garðinn, heimilið og þig HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222 Vandaðar vörur frá: Nelson Garden GardenGirl GrowCamp Indoor Garden og margt, margt meira Pantaðu á netinu eða kíktu í heimsókn Erum á Facebook Opið: má-fö. 12:30-18:00. Dalvegi 16a. Rauðu múrsteinshúsunum. 201 Kóp. – nora.is - facebook.com/noraisland 74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan - mars 2013 850 svör

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.