Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Síða 12

Fréttatíminn - 19.10.2012, Síða 12
„ Fantaflott sýning sem bæði kitlar hláturtaugarnar og spyr áleitinna spurninga um samtímann og mannlegt eðli.“ A.Þ. – Fréttablaðið „Snjöll sviðsetning og afburðaleikur.“ S.G.V. – Morgunblaðið „ Hrikalega skemmtilegt kvöld […] Þetta er flott verk.“ J.K. – Djöflaeyjan bbbb Morgunblaðið bbbb Fréttablaðið bbbb Fréttatíminn Þjóðleikhúsið er á Facebook, fylgstu með – facebook.com/leikhusid Miðasala 551 1200 midasala@leikhusid.is leikhusid.is V ið gætum verið að sturta í okkur áfengi en erum hérna í staðinn,“ sagði ungur maður við mig á nammibarnum í Hagkaupum að- faranótt laugardagsins en viður- kenndi að þetta væri kannski ekki endilega það hollasta sem hann gæti látið ofan í sig. Ég var stödd á nammibarnum í Hagkaupum til þess að fylgjast með því sem að ég hafði heyrt að líktist dýragarði. Á miðnætti býður verslunin 50 prósenta afslátt af sælgæti. Mörg ungmenni bíða ekki boðanna og eru mætt stundvíslega. Athygli mína vakti að allir virtust kaupa helmingi meira magn af sæl- gæti, í stað þess að borga helmingi minna fyrir eðlilegan skammt. Líkamskerfið í uppnám Íslendingar borða of mikið af við- bættum sykri en það má meðal annars tengja við mikla neyslu á sælgæti og gosi. Vitað er að ofneysla sykurs hefur slæm áhrif á heilsufar og má tengja marga áunna lífsstílsjúkdóma beint við ofneysluna. Nammibarir verslana bjóða upp á helmings afslátt af sæl- gæti um helgar. Samkvæmt tölum Landlæknisembættisins er heildar- framboð sælgætis um 6 þúsund tonn á ári hér á landi. Neysla sæl- gætis nemur því um 400 grömmum á mann í hverri viku. Samkvæmt neysluviðmiðum frá MATÍS eru 62 grömm að hámarki hóflegt magn af laugardagsnammi fyrir full- orðna. Þetta þýðir að hver Íslend- ingur neytir um 6 vikna skammts af sælgæti í hverri viku. „Þetta er ekki góð þróun, þetta er orðið allt of mikið. Það er aldrei í lagi að keyra svona úr hófi fram, jafnvel þó að það sé bara einu sinni í viku,“ segir Steinar B. Aðal- björnsson næringarfræðingur. Hann segir laugardaga að verða að dögum syndarinnar þar sem fólk er sífellt að teygja mörkin lengra. „Með slíkri ofneyslu sýnum við líkama okkar fullkomna vanvirð- ingu en þetta væri auðvitað skárra ef fólk myndi hreyfa sig í takt við neysluna. En ég held að svo sé ekki. Þetta er beinlínis hættulegt,“ heldur Steinar áfram og bendir á að þessi þróun geti eingöngu leitt til aukinnar þyngdar. Ofneysla sé raunveruleg vá og til séu margir sjúkdómar sem tengja megi beint við þessa neyslu. „Það gefur augaleið að ef við borðum of mikið, fitnum við. Það er hægt að vera heilbrigður í yfir- þyngd stundi maður tiltölulega heilbrigðan lífsstíl, en yfirþyngd getur svo farið úr böndunum og leitt til offitu. Þá fer líkamskerfið í verulegt ójafnvægi. Til að mynda getur hjartað gefið sig vegna blóð- þrýstingsvandamála og talsverðar líkur eru á sykursýki af tegund 2 og öðrum lífsstílstengdum sjúk- dómum. Dæmi eru um að aflima þurfi fólk vegna dreps í útlimum ef sykursýki er látin óáreitt og ofneysla sykurs er einmitt einn áhættuþátta. Það er skelfilegt,“ segir Steinar en hann tók þátt í mótum neysluviðmiða sem komin eru upp á veggspjöldum víða í verslunum. Hann segist vona að slíkt nýtist sem staðlað tæki til þess að breyta hegðun landans þegar kemur að neyslu sælgætis. „Því má samt ekki gleyma að í raun er algjör óþarfi að neyta sælgætis, en ætli fólk að gera slíkt þá nýtast leiðbeiningarnar varðandi hóflega neyslu.” Eins og félagsmiðstöð Eftir því sem líða tók á nóttina fór útliti nammibarsins að hraka. Sæl- gætispokar lágu á víð og dreif og molarnir þöktu gólfið. Ég fylgdist með drukkinni konu tína beint upp í sig, ennþá streymdu ungmennin að. „Við búum í Hveragerði,“ sögðu mér tvær vinkonur, María og Írena, „við reynum að nýta okkur það þegar við erum í bænum að koma hingað og kaupa á afslætti,“ sögðu þær og líkaði stemningin: „Þetta er svolítið eins og félagsmið- stöð og ég var einmitt að enda við að hitta gamlan vin minn,“ sagði Írena og María bætti við: „Það er ekkert óalgengt að rekast á ein- hvern sem maður þekkir hér.“ Þær voru sammála um að magnið sem þær röðuðu í pokana væri svolítið mikið; „en það er svo ódýrt,“ sögðu þær hlæjandi. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Viltu nammi væna? Það er opið allan sólarhringinn í Hagkaupum í Skeifunni og þegar klukkan slær 00.00 á föstudagskvöldum, eða réttara sagt aðfaranótt laugardags, hefst útsala á sælgæti, 50% af- sláttur. María Lilja Þrastardóttir brá sér í vettvangsferð aðfaranótt síðasta laugardags og kynnt- ist sælgætisóðum ungmennum. af sæLgæti á ÍsLandi á ári 19 kÍLó á Hvert MannSbarn | 400 gröMM á Hvern ÍSLending á viku 2.000 hitaEiningar Í vikuSkaMMti HverS ÍSLendingS af naMMi en tiL að brenna ÞvÍ Þarf að HLaupa HeiLt MaraÞon. 6 milljónir kílóa „Ég var sendur út í leiðangur, ég á nýfætt barn heima og konuna mína langaði í nammi, það er ekkert verra að geta nýtt afsláttinn. Ég er annars ekki hissa að hver Íslendingur borði 19 kíló.“ tómas flugumferðarstjóri. „Þetta er bara svona hefð. kaupum alltaf sama skammtinn af nammi á laugardögum.“ rakel og erla. „Stundum kemur hingað fullt fólk og það er gaman að fylgjast með því, við borðum sjálfir eiginlega ekki nammi.“ guðjón og Siggi. 12 úttekt Helgin 19.-21. október 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.