Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Qupperneq 19

Fréttatíminn - 19.10.2012, Qupperneq 19
viðhorf 19 Helgin 19.-21. október 2012 KAUPTU FJÓRAR & FÁÐU SEX FERNUR NÝTT! NÚ FÆST HLEÐSLA LÍKA MEÐ SÚKKULAÐIBRAGÐI. HOLL OG UPPBYGGILEG NÆRING EFTIR GÓÐA ÆFINGU. HENTAR VEL FÓLKI MEÐ MJÓLKURÓÞOL. F orystumenn Sjálfstæðis -f lokksins voru lengstum fremstir í flokki þeirra sem vildu endurskoða stjórnarskrána frá grunni. Af ýmsum ástæðum – sumum skiljanlegum, öðrum síður – hef ur orðið þar breyting á. Núver- andi for- ystumenn flokksins segja ann- aðhvort óþarft að endur- skoða stjórnar- skrána í þá átt sem tillögur stjórnlag- aráðs stefna, eða að minnsta kosti alveg ótímabært. Það þykir mér miður. Þar með segja sjálfstæðismenn sig frá því að taka þátt í einhverjum mestu umbótum sem gera má á íslensku stjórnkerfi frá lýðveldisstofnun 1944. Tillögur stjórnlagaráðs eru áreiðanlega ekki fullkomnar, en eins og sá ágæti þingmaður Pétur H. Blöndal lagði áherslu á í Silfri Egils á sunnudaginn var, þá eru þær þó „miklu betri“ en núverandi stjórnarskrá. Og þó Pétur hefði efa- semdir um hitt og þetta, þá fannst mér þau atriði þó ekki lúta að mjög stórvægilegum atriðum. Það einkennir raunar þá gagn- rýni sem tillögur stjórnlagaráðs hafa orðið fyrir að þar eru tínd til margvísleg smekksatriði um hitt og þetta, bæði stór og smá, en mér vitanlega hefur ekki verið bent á neina alvarlega byggingargalla í frumvarpinu. Og – það sem er kannski enn mikilvægara – ekki hefur verið bent á neitt sem væri hugmyndafræðileg „eign“ einnar stjórnmálastefnu fremur en ann- arrar. Ákvæðið um þjóðareign auðlinda er til dæmis nánast samhljóða því sem margir forystumenn Sjálfstæð- isflokksins hafa gegnum tíðina talið rétt og sjálfsagt að setja í stjórnar- skrá. Það er sem sagt ekki nein „vinstrimennska“ í sjálfu sér, og felur hreint ekki í sér neinar háska- legar öfgar. Þvert á móti. Það felur í sér aukna sanngirni og réttlæti, og samfélag þar sem ríkir sanngirni úthýsir sjálfkrafa öfgum. Önnur góð mál sem tekið er á í frumvarpi stjórnlagaráðs eru m.a. aukin upplýsingaskylda stjór- nvalda, vernd fjölmiðla, skýrari staða forseta Íslands, bætt vinnu- brögð Alþingis, markvissari ábyrgð stjórnvalda, betri tilhögun ráðninga í æðstu stöður, aukin vernd barna, o.s.frv. Allt eru þetta gild mál sem allir ættu að geta stutt, burtséð frá stjórnmálaskoðunum. Nú er innan við sólarhringur þar til kjörstaðir opna. Haldið áfram að kynna ykkur málið eftir megni, en mætið síðan á kjörstað og takið endilega þátt í mestu lýðræðisum- bótum á lýðveldistímanum. Það eru ekki einhverjir skuggalegir vinstri- pésar sem standa fyrir þessu, held- ur vel meinandi fólk alls staðar að af landinu, af öllu tagi, úr öllum flokk- um (líka Sjálfstæðisflokknum) og öllum stéttum. Og byggt er á hug- myndum sem hafa verið á kreiki árum saman, og komu fram bæði á Þjóðfundi og í stjórnlaganefnd. Sendum Alþingi, sem síðan tekur við málinu, skýr skilaboð – að þessar tillögur ættu að verða grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. Þótt endanlegur frágangur á til- lögunum bíði afgreiðslu Alþingis, samkvæmt lögum, og Alþingi hafi því svigrúm til að laga byggingar- Endurskoðun stjórnarskrárinnar Hei sjálfstæðismenn! hnökra ef einhverjir finnast þá úr þessu, þá munu þessar hugmyndir bæta samfélagið. Ég lofa! Og innleiðing þeirra mun ekki hafa í för með sér neina hættulega kollsteypu í íslensku samfélagi. Bara ótvírætt vera til bóta. Sjálfur er ég varkár maður og í rauninni býsna íhaldssamur. Ég mundi ekki etja út í einhverja ævintýra- mennsku því samfélagi þar sem börnin mín eiga að lifa sínu lífi. Fram til sigurs! Illugi Jökulsson Illugi Jökulsson rithöfundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.