Fréttatíminn - 19.10.2012, Síða 31
Hákon sagði að hann
teldi að flestir Íslend-
ingar litu á sig sem
geðsjúkan mann sem
myrti einstæða þriggja
barna móður.
stöðugt ofbeldisfyllri í garð
barnsmóður sinnar. Deila þeirra
um forræði og umgengni yfir
lítilli dóttur þeirra stigmagnað-
ist síðan þar til Hákon gekk af
göflunum og myrti Sri með því
að berja hana í hnakkann með
kúbeini þann 4. júlí 2004.
Ragnhildur Sverrisdóttir
skrifaði sögu Sri, Velkomin til
Íslands, fyrir nokkrum árum. Í
bók Ragnhildar segir að Hákon
hafi í fyrstu virst vera sannur
séntílmaður og að ástin hafi
blómstrað hjá parinu. Gleðin
stóð hins vegar ekki lengi og
þegar Sri varð ólétt byrjaði Há-
kon að sýna á sér skuggalegar
hliðar. Þegar bókin kom út hafði
Ragnhildur þetta að segja um
samband Hákonar og Sri í sam-
tali við DV: „Þetta var dæmigert
ofbeldissamband sem hún var
í með Hákoni. Og hún brást við
eins og svo margar konur í slíku
sambandi. Hún virðist hafa reynt
eins lengi og hún gat í von um
að það batnaði. Alltaf verið að
vonast til að þau gætu orðið ham-
ingjusöm fjölskylda. Hún, börnin
hennar tvö og svo litla stelpan,
Irma, sem þau eignuðust síðar
saman.“
Grunur féll fljótt á Hákon og
hann var hnepptur í gæsluvarð-
hald. Þar var hann þögull sem
gröfin og gaf ekkert upp um af-
drif Sri þannig að leitin að henni
hélt áfram. Í viðtali við DV í
janúar árið 2005 sagði Hákon að
hann teldi að flestir Íslendingar
litu á sig sem geðsjúkan mann
sem myrti einstæða þriggja
barna móður. „Ég get bara sagt
ykkur að svona gerist ekkert
bara allt í einu, ég var búinn
að láta alla vita að var að missa
vitið.“
Aðstandendur
Sævar Guðmundsson er einn
leikstjóra þáttanna. Hann kom
einnig að gerð eldri þáttanna og
kann því réttu handtökin. „Elsta
sakamálið er frá árinu 2000 en
það nýjasta frá 2010. Þetta eru
auðvitað flest harmþrungin og
erfið mál en sögurnar að baki
þeim eru áhugaverðar,“ segir
Sævar. „Fólk kannast sjálfsagt
við málin og hefur lesið eitthvað
um þau í bútum í fjölmiðlum án
þess kannski að vita nokkurn
tíma alla söguna. Þegar þetta
er komið svona í samhengi þá
verður þetta skýrara.“
Þættirnir byggja að miklu leyti
á sviðsettum og leiknum atriðum
en einnig er rætt við fjölda fólks
sem kom að málunum á einhvern
hátt. „Við ræðum við alls konar
fólk. Lögfræðinga, aðstand-
endur fórnarlamba og fleiri.
Fjölskyldur fórnarlambanna eru
mjög hlynntar þessu og ég held
það megi segja að þær hafi tekið
okkur vel í öllum tilfellum,“ segir
Sævar.
Gerendur eru ekki jafn sam-
starfsfúsir en Sævar segir yfir-
leitt reynt að bjóða þeim að segja
sína hlið á málunum. „En þeir
þiggja það nú yfirleitt ekki.“
Sævar segir vissulega vanda-
samt að fjalla um erfið og við-
kvæm mál sem standi okkur jafn
nærri í tíma og raun ber vitni.
„Við byggjum vitaskuld líka á
dómum sem eru opinber gögn
en við förum mjög gætilega í
þetta. Sýnum tillitssemi og gæt-
um hófs í nafnbirtingum. Fyrst
og fremst erum við að segja
sögurnar á mannamáli og draga
saman í skýra mynd það sem
fólk hefur ef til vill bara fengið
brotakennda sýn á í fjölmiðlum.“
Þátturinn um hvarf Sri
Rahmawati verður frumsýndur
á Skjá einum á mánudagskvöld
klukkan 21.30.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Ingólfsstræti 3, 2. hæð | 121 Reykjavík | (354) 552 5450 | afs.is
VILTU
SKIPTINEMI?
GERAST
Ef þú ert á aldrinum 15-18 ára er enn möguleiki á að sækja um
skiptinemadvöl með brottför í sumar/haust. Fjöldi landa í boði.
KYNNTU ÞÉR MÁ
LIÐ NÁNAR!
Opið hús á skrifsto
fu AFS
nk. þriðjudag, 20.
mars frá kl. 17-19.
Allir velkomnir!
Helgin 19.-21. október 2012