Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Page 32

Fréttatíminn - 19.10.2012, Page 32
Það er ekki nóg að bæta árum við lífið – það verður líka að bæta lífi við árin. Ra f- og hl jóð bó k Fimmtíu gráir skuggar eftir E L James F ólk með heilabilunarsjúkdóma mætir samskonar fordómum og krabba-meinssjúklingar fyrir kannski 20-30 árum. Áður fyrr mátti aldrei tala um krabbamein og ef einhver var með krabbamein vildi fólk ekki hitta hann. Fólk með heilabil- unarsjúkdóma, eins og Alzheimers, er að ganga í gegnum nákvæmlega þetta,“ segir Sjöfn Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá Mentis Cura, íslensku fyrirtæki sem náð hefur eftirtektar- verðum árangri í baráttunni við Alzheimers- sjúkdóminn. Fólk niður í 45 ára greint með Alzheimers Talið er að 36 milljónir manna í heiminum í dag séu með heilabilunarsjúkdóma. Á sama tíma eru krabbameinssjúklingar 12,7 milljónir. Árið 2050 er gert ráð fyrir að fólki sem þjáist af heila- bilunarsjúkdómum hafi fjölgað í 115 milljónir en krabbameinssjúklingar verði 26 milljónir. Auk þess er heildarkostnaður vegna Alzhei- mers tvöfalt hærri en vegna krabbameins. Heildarkostnaður vegna heilabilunarsjúkdóma í heiminum var áætlaður 604 milljarðar dala árið 2010. Hver er ástæða þess að alzheimer-sjúkling- um fjölgar svo hratt? „Fjölgunin er svo rosalega hröð af því að al- þjóðasamfélagið er að eldast. Við lifum lengur. Stærsti áhættuþátturinn í heilabilun er hár aldur,“ segir Sjöfn. „Þetta er risavaxið mál og helsta ástæðan er að við lifum lengur en áður. Það er ekki nóg að bæta árum við lífið – það verður líka að bæta lífi við árin. Það þýðir ekki bara að monta sig af því að við lifum svo lengi á Íslandi. Það þarf að hlúa vel að því fólki sem lendir í því að fá sjúkdóma síðar á ævinni,“ segir Sjöfn ennfremur. Kristinn Grétarsson, framkvæmdastjóri Mentis Cura, segir að í huga margra sé eðlilegt að maður verði gleyminn og geri mistök þegar maður eldist. Alzheimers sé hins vegar sjúk- dómur og hjá fólki sem þjáist af honum gerist það miklu hraðar. „Rannsóknir sýna að fólk fær þessa sjúkdóma fyrr en það kann að halda. Fólk hefur verið að fá greiningu þegar þessi klínísku einkenni gera vart við sig en þá getur það hafa þjáðst af sjúkdómnum um margra ára skeið. Fólk niður í 45 ára hefur verið greint með Alzheimers,“ segir Kristinn. Leiðandi í baráttunni við Alzheimers „Þetta fólk lendir kannski í því að missa vinnuna. Af því að það fer að gera mistök og það pælir enginn í því að það gæti verið með heilabilunar- sjúkdóm. Viðkomandi byrjar að gera mistök, verður kvíðinn og heldur bara að hann sé að dragast aftur úr af því að allt unga fólkið sé miklu klárara. Sumir halda að þeir séu að verða geð- veikir og upp úr þessu getur sprottið þunglyndi. Það eru margir sem finna fyrir þessu. Löngu áður en einhver er farinn að pæla í því að þetta sé ein- hver sjúkdómur,“ segir Sjöfn. Leiðandi fyrirtæki í meðhöndlun Alzheimers Mentis Cura er tíu ára gamalt fyrir- tæki. Það hefur þróað tækni til grein- ingar á Alzheimers og öðrum heilabil- unarsjúkdómum. Með tækninni er hægt að greina sjúkdóminn fyrr en áður hefur verið hægt. „Greiningin okkar gengur í stuttu máli út á það að bera saman heilarit einstaklings við heilarit hópa fólks sem við höfum í gagnagrunninum okkar. Þessir hópar hafa ólíkar klínískar greiningar á bak við sig, til dæmis Alzheimers eða aðra heilabilunarsjúkdóma, og rann- sóknir okkar hafa leitt í ljós ákveðin einkenni í heilaritum þessara hópa,“ segir Sjöfn. Hvað er unnið með því að greina sjúkdóminn fyrr en hægt hefur verið til þessa? „Sjúkdómurinn er ólæknandi sem stendur en það eru til lyf sem ná ágætum árangri í því að bæta þína daglegu frammistöðu og líðan,“ segir Kristinn. „Snemmgreining tryggir að þú getir verið sjálfstæður lengur og seinkar því að þú þurfir á umönnun að halda. Auk greiningartækisins getum við líka fylgst með þróun sjúkdómsins og hversu vel lyfin virka á heilann. Það hefur ekki verið til neitt mælitæki á Alzheimers, enginn „blóðþrýstimæl- ir“ sem er eitt stærsta vandamálið. Við í Mentis Cura erum að vinna að þessu, að þróa þetta verk- færi sem svo mikil þörf er á.“ Þau vatna- skil urðu fyrir skemmstu í starfi Mentis Cura að virt vísindatímarit birti grein um uppgötvanir þess. Tímaritið heitir Journal of Dementia and Geriatric Cognitive Disorders, er gefið út tólf sinnum á ári og afar eftir- sóknarvert er að fá þar birta grein. Í greininni er staðfest að aðferð Mentis Cura til mismunagreiningar á heilabilun er áreiðanleg. „Þessi vísindagrein staðfestir ágæti grein- ingartækis Mentis Cura við grein- ingu á Alzheimers,“ segir Kristinn en greinin var skrifuð í félagi við Jón Snædal öldrunarlækni og fleiri. Eftir tíu ára þróunarvinnu er því komið að næsta skrefi hjá Mentis Cura að sögn Kristins; að markaðs- setja og dreifa vörunni. „Við ætlum að gera læknum og sjúkrahúsum um allan heim kleift að nota þessa tækni – á mjög einfaldan og ódýran hátt. Varan byrjar í dreifingu í Austurríki, Sviss, Frakklandi og Hollandi og svo á Norðurlöndunum í byrjun janúar,“ segir Kristinn. Tímasetningin virðist fullkomin því Bretland, Bandaríkin og fleiri lönd hafa sett baráttu við heilabilunarsjúkdóma í forgang, eins og lesa má um annars staðar á síðunni, en fyrirséð er að kostnaður við sjúkdóminn muni sliga heilbrigð- iskerfi þeirra, verði ekkert að gert. Þetta íslenska fyrirtæki virðist því í góðri stöðu til að verða leiðandi í að bæta greiningu og þar með meðferð á Alzheimers á næstunni. Allir fari í skoðun á miðjum aldri Sjöfn segir að margir setji spurn- ingamerki við snemmgreiningar á sjúkdómum. Margir telji að viðkom- andi taki tíðindunum illa og verði nei- kvæðir út í framtíðina. Mörg dæmi séu um að fólk sé ekki virt viðlits þegar það hafi greinst með Alzhei- mers því aðrir viti ekki hvernig eigi að koma fram við sjúk- linginn; þeir tali til dæmis bara við makann í staðinn. Alzheimers og aðrir heilabilunarsjúkdómar kosta samfélagið tvöfalt meira en krabbamein. Búist er við að 115 milljónir munu þjást af þessum sjúkdómum árið 2050 og ef ekkert verður að gert getur kostnaðurinn sligað heilbrigðiskerfi stórra ríkja. Íslenska fyrirtækið Mentis Cura hefur náð athyglisverðum árangri í greiningu og meðferð á Alzheimers og hefur alla burði til að verða leiðandi á þessum vettvangi í heiminum. Krist- inn Grétarsson framkvæmdastjóri og Sjöfn Kjartansdóttir sérfræðingur segja frá afrakstri tíu ára vinnu og baráttunni við sjúkdóminn sem dregur alla sem greinast með hann til dauða. Staðreyndir um alzheimer Alzheimer er heilabil- unarsjúkdómur – ekki eðlileg öldrun. Alzheimer er í 2.-5. sæti yfir dánarorsök fólks í hinum vestræna heimi. Alzheimer tilheyrir sjúkdómsflokki sem kallast heilabilun en í þeim flokki eru sjúkdómar sem eru ekki eins vel þekktir, til að mynda Lewy Body heilabilun, heilabilun af völdum æða- sjúkdóma og heilabilun í framheila. Áætlað er að 36 milljónir manna þjáist af alzheimer í dag og að nýgreiningar séu um 4,6 milljónir á ári. Það þýðir eitt nýtt tilfelli á sjö sekúndna fresti. Árið 2050 má gera ráð fyrir að 115 milljónir manna í heiminum þjáist af alzheimer og öðrum heilabilunar- sjúkdómum. Til samanburðar er reiknað með að árið 2050 þjáist 26 milljónir manna af krabbameini. Heildarkostnaður vegna heilabilunarsjúkdóma í heiminum var áætlaður 604 milljarðar dala árið 2010. Þessi tala nær bæði yfir beinan kostnað (útlagðan kostnað) og óbeinan (umönnun fjölskyldu). Fólkið hjá Mentis Cura. Kristinn Johnsen, stofnandi fyrirtækisins, Kristinn Grétarsson framkvæmdastjóri og Sjöfn Kjartansdóttir sérfræðingur. Ljósmynd/Hari 32 úttekt Helgin 19.-21. október 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.