Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Qupperneq 33

Fréttatíminn - 19.10.2012, Qupperneq 33
VIÐ VILJUM SJÁ ÞIG © D IS N EY Arion banki, í samstarfi við Umferðarstofu, sendir á næstu dögum öllum börnum fæddum árið 2006 endurskinsmerki að gjöf. Önnur börn sem langar í merki geta nálgast þau í næsta útibúi Arion banka á meðan birgðir endast. Komdu í heimsókn því við viljum sjá þig. „Ég held að þetta sé spurning um aflétta þessum fordómum og auka fræðslu og skilning. Það þarf að auka umræðuna. Fólk þarf að skilja að þetta er sjúkdómur – ekki venjuleg öldrun. Og það er hægt að gera svo margt fyrir viðkomandi til að hjálpa honum að lifa góðu lífi áfram. Þetta þarf ekki að þýða það að þú missir vinnuna – þú færð kannski bara frekar starf við hæfi. Og þú þarft ekki að lenda í vand- ræðum heima hjá þér og flytjast á hjúkrunarheimili. Það er hægt að gera svo margar ráðstafanir heima. Þetta eru að mörgu leyti skiljan- legar athugasemdir og umræðan er þörf. Það tekur langan tíma að uppræta fordóma.“ „Hérna vinnur enginn. Við töpum öll – ennþá að minnsta kosti. En það sem þú vilt fá hér er tækifæri á því að eiga betra líf. Fyrir þig og fjölskylduna,“ segir Kristinn. Hann segir að yfirvöld í sumum löndum hafi tekið þann pól í hæðina að láta fjölskyldu Alzhei- merssjúklinga alfarið um að bera kostnaðinn við umönnun þeirra. Læknar og sjúklingar þurfi oft að berjast fyrir því að fá lyfin sem þó eru til staðar. „Það er mjög sárt fyrir fjöl- skyldu og maka að horfa upp á sinn nánasta tærast upp og fá ekki að halda virðingu sinni. Þetta er fólk sem er búið að skila miklu til sam- félagsins, til fjölskyldunnar, og það er hræðilegt að þurfa að horfa á viðkomandi lokast inni og veslast upp. Það er hægt að gera margt fyrir Alzheimerssjúkinga og það er hagsmunamál, okkar allra. Það er nefnilega stór spurning hvað sé unnið með að fjölskyldan, vinnandi fólk, sjái alfarið um sjúklinga. Því fylgir kostnaður fyrir samfélagið,“ segir Sjöfn. Sjöfn og Kristinn segja að Alz- heimerssamtökin hér á landi séu öflug en þau fái því miður of lítinn hljómgrunn hjá stjórnvöldum. Gott dæmi um það sé saga af ónefndum fyrrverandi heilbrigðisráðherra þegar hann talaði um sjúkdóm- inn illvíga: „Hann sagði að hann væri nú bjartsýnni en svo að trúa þessum hrakfallaspám um þróun sjúkdómsins,“ segir Kristinn. „Þetta er alvarlegt mál sem verður að takast á við. Það er því miður ekkert að hverfa.“ Kristinn og Sjöfn eru að síðustu spurð hvernig þau sjái fyrir sér að greiningu á heilabilunarsjúkdóm- um verði háttað í framtíðinni. Þau segja að heilarit sé ódýrt í fram- kvæmd og gæti þess vegna verið á heilsugæslustöðvum á höfuðborg- arsvæðinu. Ekki taki nema fjörutíu mínútur að framkvæma prófið og hjúkrunarfræðingur geti séð um það. „Þetta á að verða hluti af reglu- legu heilsufarstékki sem fólk fer í 45 ára, fimmtugt, sextugt. Alveg eins og krakkarnir okkar fara í bólusetningar og tékk þá ætti fólk að fara í svoleiðis á efri árum. Og þetta væri þá hluti af því, hluti af almennri heilsugæslu,“ segja þau. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Getur knésett breska heilbrigðiskerfið Kristinn Grétarsson sat í síðustu viku ráðstefnu í London fyrir hönd Mentis Cura. Breski landlæknirinn og heil- brigðisráðherra Bretlands buðu 150 sérfræðingum og áhrifafólki til ráð- stefnunnar sem var ákall um að fólk vinni saman að því að finna tæki og lausnir til snemmgreiningar á Alzhei- mers. Það sé forsenda þess að hlut- irnir geti gerst hraðar. „Þarna kom fram að ef ekki verður veruleg breyting á í greiningu og með- ferð á Alzheimers mun sjúkdómurinn knésetja breska heilbrigðiskerfið eftir 25 ár. Sjóðirnir munu tæmast og leggja heilbrigðiskerfið í rúst,“ segir Kristinn. Hann játar því að óneitanlega sé spennandi fyrir Mentis Cura að vera komið svo langt á leið með sína tækni en fyrirtækið sé hinsvegar rétt að byrja að koma sínum lausnum á framfæri, bæði gagnvart læknum og þeim sem vinna við rannsóknir og lyfjaþróun. „Baráttan við Alzheimers er forgangsmál í svo mörgum löndum; Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýska- landi. Tímasetningin er heppileg fyrir okkur,“ segir Kristinn, en þróun hófst fyrir rúmum tíu árum. Umfang vand- ans segir hann þó mikið áhyggjuefni. „Það var stór upplifun að vera þarna, landlæknir og heilbrigðisráðherra lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að ná árangri í bættri greiningu og meðferð. Maður er frekar feiminn að taka djúpt í árinni en þetta var hörð áminning um hversu alvarleg staða mála er,“ segir Kristinn. Framhald á næstu opnu Kristinn Grétarsson framkvæmdastjóri. úttekt 33 Helgin 19.-21. október 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.