Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 39
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Leynist
fjársjóður
í þínum Tópaspakka?
Taktu þátt í skemmtilegustu fjársjóðsleit allra tíma.
Kauptu bláan Tópas, kíktu í lokið og þú gætir unnið:
• Playstation portable leikjatölvu
• Miða á söngleikinn Gulleyjuna í Borgarleikhúsinu
• Risa nammikörfur
Niðrandi ummæli um
albönsku þjóðina
Ummæli Arons Einars Gunnarssonar,
fyrirliða karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu, fyrir leik gegn Albaníu á föstu-
daginn vöktu hneykslan.
Þar sagði hann Albana
mestmegnis
vera glæpa-
menn og
albönsku
þjóðina ekki upp á
marga fiska. Hann
og formaður KSÍ
báðust afsökunar.
Fyrirliðinn fékk síðan
gult spjald í leiknum og
var því í leikbanni gegn
Sviss á þriðjudaginn.
Þingflokksformaður á ný
Oddný G. Harðardóttir var kosin for-
maður þingflokks Samfylkingarinnar
í vikunni en hún lét af því embætti
í lok síðasta árs þegar hún settist
í stól fjármálaráðherra – sem hún
eftirlét Katrínu Júlíusdóttur um síðustu
mánaðamót. Magnús
Orri Schram vék
fyrir Oddnýju úr
embættinu en var
á sama fundi
kosinn
varafor-
maður
þing-
flokks-
ins.
fyrir
Oddnýju G. Harðardóttur
Góð vika
slæm vika
fyrir
Aron Einar Gunnarsson
landsliðsfyrirliða
Fært til bókar
Núllin geta skipt talsverðu máli
Núllin geta skipt máli, jafnvel
talsverðu. Á því vekur Eiður
Svanberg Guðnason, fyrr-
verandi sendiherra, athygli
í pistli sínum um mola og
málfar nú í vikunni. Þar vitnar
hann orð Vigdísar Hauks-
dóttur alþingismanns um kostnað vegna
aðilar Evrópusambandsins þar sem núlli
var ofaukið, að mati Vilhjálms Egilssonar,
framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.
Núllið var upp á litla 1440 milljarða króna,
að því er þar kemur fram: Eiður segir:
„Þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís
Hauksdóttir, hefur vakið athygli fyrir með-
ferð móðurmálsins. Sum ummæli hennar
hafa orðið fleyg og víða farið. Ekki að
ástæðulausu. Þingmaðurinn var gestur
í morgunþætti Bylgjunnar á þriðjudags-
morgni (16.10.2012). Vigdís lætur ekkert
tækifæri ónotað til að tala illa um hið
alvonda Evrópusamband. Hún fræddi hlust-
endur Bylgjunnar á því að ef Íslendingar
gerðust aðilar að ESB þyrftu þeir að greiða
1600 milljarða króna, jafnvirði tíu Kára-
hnjúkavirkjana og gott ef ekki eins og eitt
Icesave til viðbótar í svonefndan Björgunar-
sjóð ESB. Hún sagðist hafa reiknað þetta
og undirbúið sig vandlega! Upphæðin væri
1600 milljarðar sem kæmi í hlut okkar að
greiða. Daginn eftir ræddu stjórnendur
Morgunþáttar Bylgjunnar við Vilhjálm Egils-
son framkvæmdastjóra Samtaka atvinnu-
lífsins. Þau leyfðu hlustendum að hlýða á
ummæli þingmannsins frá deginum áður.
Vilhjálmur sagði að Vigdís Hauksdóttir
hefði misreiknað sig illilega. Upphæðin væri
160 milljarðar ekki 1600 milljarðar. Þarna
skakkaði litlum 1440 milljörðum hjá þing-
manninum. Framlag í Björgunarsjóðinn
yrði aukinheldur ekki bein útgreiðsla, ekki
óendurkræft og væri lægra en lánafyrir-
greiðslan sem Íslendingar fengu hjá AGS.
En nú vaknar sú spurning hvaða tölu Vigdís
Hauksdóttir [hefði] nefnt ef hún hefði ekki
undirbúið sig og reiknað? Þótt andstæðing-
ar ESB svífist einskis og grípi til ósanninda
í baráttu sinni er hér líklega um bjánagang
að ræða fremur en ásetning, – til þess eru
tölurnar of fáránlegar. Og þó. Hver veit?“
Svo mörg voru þau orð sendiherrans.
sem hangir á áberandi stað á heim-
ili þeirra sæmdarhjóna, er þess
órækt vitni. Minninu er því ekki að
treysta. Það verður að skoða frum-
gögnin. Allt annað er bland minn-
inga og meðvitaðs eða ómeðvitaðs
skáldskapar. Þetta veit sagnfræð-
ingurinn manna best. Og rétt skal
vera rétt.
Við lesum hverja ævisöguna af
annarri þar sem söguhetjan fer
yfir langan veg. Það er ekki víst að
alltaf sé rétt farið með þar, þótt það
standi eins og stafur á bók. Eitt-
hvað muna menn, annað ekki og til
viðbótar er það sem menn vilja alls
ekki muna – eða fegra jafnvel.
Sumir halda dagbók. Það er
kostur vilji menn rifja eitthvað upp
síðar. Það er samt ekki víst að öllu
sé til skila haldið eða rétt skráð þar.
Hvað verður um það sem ekki er
fest á blað? Hverfur það?
Svo skiptir víst máli hver skrifar
söguna. Sjónarhornið er ekki hið
sama hjá öllum.
Myndir koma líka til hjálpar við
upprifjun. Samt er það svo, þegar
lengra líður frá atburðinum, þá
man maður eftir myndinni í albúm-
inu en ekki endilega atburðinum
sjálfum. Nú eru myndaalbúmin
liðin tíð svo ekki lengur á þau að
treysta. Nóg er að vísu tekið af
myndum en þær hverfa flestar inn
í óravíddir tölvunnar og geymast –
eða gleymast – þar í svartholi. Við
það verðum við að sætta okkur.
Ævivegurinn er víst svona – ef ég
man rétt!
Helgin 19.-21. október 2012 viðhorf 39