Fréttatíminn - 19.10.2012, Page 46
46 heilsa Helgin 19.-21. október 2012
Hreinsunarkúrar ekki fasta án samráðs við lækni
Máttur hins milda
Dagur græðara 2012
Laugardaginn 20. október 2012 kl. 9-18
Í Veislusal Rúgbrauðsgerðar að Borgartúni 6
Ráðstefnugjald: 4.000 kr. Kaffi og te innifalið
Aðildarfélagar BÍG, öryrkjar, eldri borgarar: 3.000 kr.
Allir velkomnir
Orkustöðvarnar eru tenging okkar við mismunandi orku-
víddir. Þegar orkustöðvarnar eru hæfilega opnar þá líður
okkur vel og við erum við góða heilsu. Þegar þær eru
stíflaðar með einhverjum hætti geta komið fram margs-
konar sjúkdómeinkenni eða vanlíðan.
Á námskeiðinu er kennt hvernig hver og einn getur unnið
með sínar orkustöðvar.
Nordica
Spa&GYMJóga &
Orkustöðvarnar
Almennt verð
29.900 kr.
fyrir Nordica Spa
& Gym meðlimi
9.900 kr.
Aðeins
• 6 vikna námskeið þar
sem hver orkustöð er
tekin fyrir
• 3x í viku, mánudaga og
miðvikudaga eða kl. 17:15,
opinn tími á laugardögum
kl. 10:30
• Ayurveda fyrirlestur
• Verkefni
• Námsefni
• Mikil áhersla er lögð á
öndun, jógaæfingar og
mataræði
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Námskeiðið hefst 24. október og stendur til 3. desember.
D etox kúrar, eða svokallaðir hreins-unarkúrar, eru af
mörgum taldir bráðnauð-
synlegir til að jafnvægi náist
í líkamanum og er ætlað
að hreinsa út eiturefni.
Hreinsunarkúrarnir eru
margvíslegir en snúast oft-
ast um að fasta í fyrirfram
ákveðinn tíma sem síðan er
fylgt eftir með neyslu hrás
grænmetis, ávaxta og vatns.
Sumir hreinsunarkúrar
notast einnig við jurtir sem
eiga að flýta fyrir hreinsun í
líkamanum.
Skiptar skoðanir eru um
gagnsemi og jafnvel holl-
ustu slíkra kúra. Fólk hefur
lýst því að því finnist það
orkumeira og eiga betur
með að einbeita sér á meðan
á hreinsunarkúrum stendur
og að þeim loknum. Hins-
vegar eru fáar rannsóknir
sem sýna fram á að hreins-
unarkúrar hreinsi eitur-
efni úr líkamanum. Í raun
sía nýrun og lifrin langflest
eiturefni úr líkamanum og
losa sig við þau. Jákvæð
áhrif hreinsunarkúrs gætu
stafað af því að sneitt er hjá
neyslu allrar unninnar mat-
vöru sem oft er rík af sykri
og harðri fitu.
Þeir sem eru að velta því
fyrir sér að prófa hreinsun-
arkúr ættu að gera það í
samráði við heimilislækni
sinn. Það er einnig mikil-
vægt að vera upplýstur um
hugsanlegar aukaverkanir.
Hreinsunarkúrar sem draga
verulega úr neyslu á próteini
valda mikilli þreytu og mátt-
leysi og langvarandi hreins-
un getur leitt til skorts á
vítamíni og bætiefnum.
Loks ber að hafa í huga
að hvers kyns megrunar-
kúrar eru ekki góð lang-
tímalausn. Eigi áhrifin
að vara er best að neyta
hollrar fæðu sem byggist á
ávöxtum og grænmeti, heil-
korni og próteini.
Er detox hollt?
fjallavinir skemmtilegt að fá fjallabakteríuna
Fjallgöngur góðar
fyrir andlega heilsu
Jóga og nudd
er fléttað inn
í fjallaferðir
með Fjalla-
vinum.
Fríða Halldórsdóttir er íþrótta- og heilsufræðingur. Hún hefur gengið á fjöll frá barnæsku. Hún
tekur að sér fararstjórn í ýmsum verkefnum Fjallavina en með þeim hefur hún leitt fjölbreytta
hópa á fjöll, allt frá leikskólabörnum til heldri borgara. „Um leið og þú áttar þig á því hve gott er
að ganga á fjöll, ertu á grænni grein og langar alltaf aftur.“
f
jallavinir samanstanda af hópi áhuga-
manna um fjallgöngur og sér Fríða Hall-
dórsdóttir um fararstjórn ásamt Þórði
Marelssyni. Fjallavinir standa fyrir árleg-
um verkefnum þar sem að fólki af öllum
gerðum býðst að taka þátt í þjálfun og tilheyra hópi
fjallafólks. Óháð styrkleika. „Við erum með verkefni
fyrir vana fjallagarpa sem felur í sér langar göngur,
til dæmis yfir Fimmvörðuháls. Svo erum við líka
með hópa sem að eru ekki jafn langt komnir. Frum-
forsenda þess að verða að góðum göngumanni er að
byrja að æfa sig. Með hverri göngu styrkist maður
og flestir fá fjallabakteríuna, þá er ekki aftur snúið,“
segir Fríða og hlær.
Hún segir markmið Fjallavina fyrst og fremst vera
það að leiða fólk á fjöll í skemmtilegum heilsubætandi
fjallgöngum. Áhersla sé lögð á að upplifa náttúru
landsins, og njóta hennar til hins ýtrasta í samveru við
annað fólk. „Jóga og nudd er svo fléttað inn í ferðirnar
og við leggjum sérstaka áherslu á teygjur ásamt ýmis
konar fræðslu um heilsuna.“ Hún segir að áhugi fólks
sé alltaf að aukast á fjallaferðum og ástæða þess sé
meðal annars vegna áhrifanna sem útivistin hefur á
heilsuna, líkamlega og andlega. „Það er staðreynd
að hreyfing hefur áhrif á heilsuna frá A til Ö og ekki
síður andlega en líkamlega. Fólk hefur svo gott af því
að kúpla sig út úr sínu venjulega umhverfi og njóta
lífsins í yndislegu umhverfi Íslensku náttúrunnar.“
Fjallavinir standa þó ekki aðeins að göngum á Ís-
landi því að í bígerð er fjallaferð til Ekvador. „Þar
eru okkar menn að kanna aðstæður í þessum töluðu
orðum, en þeir hafa nýlokið við göngu á nær 5900
metra tind.“ Áhugasöm um starfsemi Fjallavina geta
náð í upplýsingar á síðuna fjallavinir.is. Ætli fólk að
hefja göngur segir Fríða útbúnaðinn skipta miklu
máli. „Það hefur bara sýnt sig að góður útbúnaður
er það sem skiptir höfuðmáli. Þar kemur ullin mjög
sterk inn,“ segir hún. Fríða viðurkennir að það geti
reynst kostnaðarsamt að byrja, „en það er með öllu
réttlætanlegur kostnaður og skilar sér margfalt til
manns til baka, það er til svo margur óþarfinn sem
fólk eyðir peningum sínum í, þetta er bara innlegg í
góða heilsu.“
Fríða og Þórður eru
fjallavinir.
Stór hópur að njóta sín í fallegu umhverfi.