Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Síða 47

Fréttatíminn - 19.10.2012, Síða 47
með beinunum Þú stendur og fellur Vel þjálfaðir vöðvar þurfa sterk bein til að hanga á. Beinin eru lifandi vefur sem er alltaf í endurnýjun og þurfa bæði næringu og áreynslu til að haldast heilbrigð, ekki síst hjá ungmennum sem eru enn að vaxa. Hreyfing, kalk og D-vítamín skila þér sterkari beinum og hraustari líkama. E N N E M M / S IA • N M 54 2 53 Það eru til ótal leiðir til að nota rauðrófur. Hún er einkar góð í salöt.  RauðRófuR eRu til maRgRa hluta nytsamlegaR heilsa 47 Helgin 19.-21. október 2012 Rauðrófusalat fyrir kynhvötina R auðrófur eru stútfullar af nær-ingarefnum og því alveg ótrú-lega hollar fyrir alla. Það eru til ótal leiðir til að nota rauðrófur en hana má jafnt sjóða, súrsa, baka, steikja eða einfaldlega nota hana hráa, jafnvel sem varalit. Rauðrófur geymast vel í kæli, eða allt að mánuð. Það sem færri vita er að rauðrófurnar voru til forna taldar auka kynhvöt og ef að satt reynist, þá ætti þessi uppskrift að rauðrófusalati að virka sem vítamínsprauta á kynhvöt þeirra sem þess neyta. Ef ekki er það holl og góð næring sem veitir kraft inn í veturinn. Það sem þú þarft: Í dressinguna: 50 g af lífrænu jógúrti 1 tsk af fersku dilli 2 tsk af sítrónusafa Í salatið 2 egg soðin, steikt eða grilluð rauðrófa, skorin gul paprika, skorin baunaspírur handfylli af blönduðu salati valhnetukjarnar gróft salt Blandið vel saman öllum innihaldsefnum dress- ingarinnar. Sjóðið eggin, mælt er með því að hafa rauðuna örlítið lina, en allt eftir smekk. Setjið salatið á disk. Blandið saman rauðrófu, paprikunni, baunaspírum og setjið ofan á salatdisk- inn saltið eftir smekk. Skerið eggið í bita og setjið ofan á rauðróf- umixið ásamt valhnetu- kjörnunum. Skellið dressingunni yfir salatið allt og berið fram strax. Borið fram með ristaðri sneið af rúgbrauði með avókadó, svörtum pipar og toppið með örlitlum sítrónusafa. Jurtir fyrir ónæmiskerfið Haustið er tími þar sem kvef og aðrar farandpestir gera vart við sig og eru oft mörgum til mikils ama. Hægt er að reyna að stemma í stigu við veikindin með ýmsum náttúrulegum ráðum. Þau henta vel þeim sem ekki hafa trú á hefðbundnum aðferðum læknavís- indanna. Jurtir sem styrkja ónæmis- kerfið eru til dæmis, sólblómahattur, hvítlaukur, kamilla, rauðsmári og þrenningarfjóla. Þrenningarfjóluna og Rauðsmárann er tilvalið að tína á haustin og þurrka ýmist í te eða krydd fyrir veturinn. Rauðsmárinn hefur þá einnig verið notaður við ýmsum húðarkvillum, líkt og exem og sóríasis. Hvað er Paleo? Paleo mataræði hefur verið áberandi í heilsuumræðunni að undanförnu en það gengur einnig undir nafn- inu steinaldarmataræði. Talsfólk mataræðisins styðst við rannsóknir um að erfðamynstur manna hafi lítið breyst í gegnum aldirnar og segja því að þeir sjúkdómar sem að herjað hafi á mannfólk nútímans megi rekja beint til mataræðis. Allar aðferðir þar sem unnið er með matvæli í nútímatækni teljast ónáttúrulegar og því óæskilegar. Þar til landbúnaður kom til sögunnar borðaði maðurinn því ekki mjólk, baunir, kornvörur og kartöflur eða sykurvörur eða aðrar unnar matvörur. Það þykir hinsvegar í lagi að neyta alls magurs kjöts, ljóss eða rauðs, sjávar- fangs, ávaxta, grænmetis og berja. Rauðsmára má nota við ýmsum kvillum.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.