Fréttatíminn - 19.10.2012, Page 48
A ð drekka fjóra til fimm bolla af tei á dag getur hjálpað til við að halda bæði huganum
og líkamanum heilbrigðum, eftir
því sem fram kemur í rannsókn
sem birt var í auka-útgáfu tímritsins
Journal of Nutrition í ágúst 2008.
Könnun sem gerð var bendir til
að fjórir til fimm bollar af tei á dag
styrki athyglisgáfuna og einbeitni.
„Þetta varpar skýru ljósi á störf
margra nýrra brautryðjenda sem
verið hafa að rannsaka grænt te og
gagnsemi þess fyrir heilsu almenn-
ings,“ segir dr. Jeffrey Blumberg,
prófessor við Kaliforníuháskóla í
Los Angeles. Og hann bætir við:
„Gríðarlegar framfarir hafa orðið
til að skilja betur, hvernig te getur
dregið úr hættu á hjartasjúkdóm-
um, vissum tegundum krabbameins
og fullorðinna-sykursýki (sykursýki
II), auk þess að stuðla að heilbrigðri
starfsemi taugakerfisins.“
Efnið theanín í tei bætir athygli og
einbeitni. Niðurtöður í nýlegri rann-
sókn sýna að í te er amínósýra sem
nefnd er theanín og finnst í töluverðu
magni í öllum tejurtum, jafnt grænu
sem svörtu te. Theanín hefur áhrif
á athyglisgáfuna, gerir einstaklinga
betur vakandi og einbeittari.
Nýlegar rannsóknir dr. Silviu
Mandel við Eve Topf Center fyrir
taugahrörnunarsjúkdóma í Ísrael,
sýna að virk flavonefni í tei geta haft
fjölþætta virkni á frumur til að halda
taugakerfinu heilbrigðu.
Fjölmargar kannanir hafa stað-
fest að fæða auðug af ávöxtum og
grænmeti styður líkamann í að
vinna gegn hrörnun taugakerfisins
með oxunarvarnarefnum. Það teng-
ist því hversu auðug þessi matvæli
eru af flavon-efnum en te er ríkt af
þessum efnum.
Rannsóknir víðs vegar um
heiminn mæla með að drekka te,
sérstaklega þær tegundir sem í er
mikið af flavon-efnum, sem nefnd
eru catechin, sem hjálpa til við og
styðja heilastarfsemina, þegar við
eldumst.
Grein þessi er unnin upp úr
grein Ævars Jóhannssonar á
heilsuhringurinn.is
48 heilsa Helgin 19.-21. október 2012
MAtAræði Sveiflur í blóðSykri
Sykurstuðullinn
skiptir máli
HeilSA undrAeiginleikAr teS
Te er töfralyf
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
14
68
1
0/
12
Gildir til 31. október
Lægra
verð
í Lyfju
20%
afsláttur
Fíflablöð og birki
Vatnslosandi.
Dregur úr bjúg
og stirðleika í liðum.
Te getur hjálpað við að halda
huga og líkama heilbrigðum,
varið fólk fyrir elliglöpum og
bætt athygli og einbeitni.
Te er töfradrykkur
sem bætir andlega
og líkamlega heilsu.
Til að losna við sveiflur í blóðsykri er
ráðið að breyta yfir í mataræði með
lágan sykurstuðul. Með því erum við
að koma á jafnvægi á losun glúkósa
og insúlíns. En hver er ávinningur-
inn? Meðal þess má telja upp:
• Aukin orka. Fæði með lágum
sykurstuðli heldur blóðsykrinum
jöfnum og þar með stöðugu orku-
flæði. Ef neytt er fæðu með háum
sykurstuðli, rýkur blóðsykurinn
upp og fellur svo hratt. Þá verðum
við svöng, orkulaus og líkaminn
kallar á meiri skjótfengna orku.
• Stöðug orka er góð fyrir heilann.
Um 40% af glúkósanum sem við
neytum fer í að örva heilann.
Minni og athygli verða betri.
• Góð áhrif á hjarta og æðakerfi. In-
súlínið sér um að breyta umfram-
magni af glúkósa í fitu sem meðal
annars safnast fyrir í æðum.
• Fæði með lágum sykurstuðli inni-
heldur meira af trefjum. Trefjar
ýta undir þyngdartap og minnka
hætta á vandamálum í ristli og
meltingarfærum.
Sykurstuðullinn er mælistika á
hversu hratt fæðan breytist í glúk-
ósa. Sykurstuðull matvæla er mæld-
ur á rannsóknarstofu með ákveðn-
um tilraunum. Matvælin eru svo
miðuð við franskbrauð sem hlotið
hefur sykurstuðulinn 100. Fæða
með háan sykurstuðul breytist hratt
í glúkósa en fæða með lágan sykur-
stuðul breytist mjög hægt í glúkósa.
Matvæli með sykurstuðul allt að
70 flokkast með lágan sykurstuðul.
Matvæli með sykurstuðul milli 70-90
flokkast með meðalháan sykurstuð-
ul. Matvæli með sykurstuðul yfir 90
flokkast með háan sykurstuðul.
Dæmi um fæðu með lágan sykur-
stuðul undir 70: Heilhveiti (heilt
korn), eplasafi, jarðarber, appelsín-
ur, epli, brauð úr byggi með heilum
kornum, dökkt súkkulaði, kjúklinga-
baunir, ávaxtabrauð.
Dæmi um fæðu með meðalháan
sykurstuðul 70-90: Hafrakex, ban-
ani, hafragrautur, brún hrísgrjón,
gulrætur, vínarbrauð. Dæmi um
fæðu með háan sykurstuðul, yfir 90.
Ciabatta, rúsínur, kúskús, sykur,
hirsi, rófur, beyglur, vöfflur, korn-
flögur, kartöflustappa. Prótínafurðir
eins og kjöt, fiskur og egg innihalda
engin kolvetni. Einnig inniheldur fita
engin kolvetni. Þessar fæðutegundir
eru með lágan sykurstuðul.
Heilsuhringurinn.is
Jarðarber
eru dæmi
um fæðu-
tegund
með lágan
sykur-
stuðul.