Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Qupperneq 60

Fréttatíminn - 19.10.2012, Qupperneq 60
60 bækur Helgin 19.-21. október 2012  Eiríkur Örn SEndir frá Sér doðrant Á eftir Gæsku kemur Illska E iríkur Örn kemur víða við í Illsku sem hefst í Litháen árið 1941 þaðan sem hann leiðir lesendur til Reykja- víkur samtímans. Illska fjallar um helför- ina, ástina, Ísland, Litháen og persónur sem tengjast þessu öllu á ýmsa vegu. Árið 2009 sendi Eiríkur frá sér samtímasöguna Gæsku en var úthugsað hjá höfundinum að á eftir Gæsku kæmi Illska? „Það eru nú ekki beinlínis neinar teng- ingar þarna á milli. Þetta er að hálfu leyti tilviljun og að hálfu leyti bara hentugt. Að halda bara áfram þar sem frá var horfið, eða þannig, þótt að þetta sé allt önnur saga.“ Þegar Eiríkur er spurður út í umfangs- mikið sögusviðið hlær hann. „Ef maður ætlar að fylla svona stóra bók þá þarf mað- ur að fara víða.“ Hann segist þó síður en svo hafa lagt upp með að fylla 540 blað- síður en bendir á að sagan hefði getað orð- ið helmingi lengri. En allt byrjaði þetta á hugmynd um tengingar Litáhen, Íslands og helfararinnar. „Eftir að hafa verið búinn að garfa í bók- inni í nokkra mánuði settist ég niður og bjó til skema og fór svo að skoða hversu langur hver hluti ætti að vera og sam- kvæmt fyrsta skema var allt útlit fyrir að bókin yrði svona um það bil þúsund blað- síður. Þá fékk ég svolítið taugaveiklunar- kast og sá að þetta væri nú ekki hægt og svo styttist hún nú töluvert. Þótt hún hafi ef til vill á sama tíma orðið flóknari.“ Illska hefur fengið prýðilegar viðtök- ur og mikið lof gagnrýnenda sem segja söguna ríghalda þrátt fyrir lengdina. „Ég hafði og hef rosalega miklar áhyggjur af því að fólk gefist bara upp einhvers staðar. Það er bara þannig með langar bækur og ég geri það sjálfur ef ég missi þráðinn ein- hvers staðar. Ég hafði áhyggjur af þessu við skriftirnar, að fólk myndi missa athygl- ina, og það hélt mér kannski við efnið að reyna að halda þessu áhugaverðu. Það er hægt að treysta á að fólk fari svona hundr- að til tvö hundruð blaðsíðna bók á þolin- mæðinni en þú ferð ekki þannig í gegnum svona bók.“ Eiríkur segir að þótt sjónarhornið sé á mikilli hreyfingu í bókinni þá auðveldi bygging hennar lesturinn. „Í raun skiptist hún í eitthvað um 1500 litla kafla sem eru ekki nema svona hálf til ein og hálf blað- síða sem er kannski svona um það bil at- hyglisbrests skammturinn þannig að það eru margar vörður á leiðinni og maður getur alltaf verið að stoppa og tekið hana upp aftur án þess að það verði rof í heildar frásögninni.“ Eiríkur fékk grunnhugmyndina að bók- inni þegar hann sótti bókmenntahátíð í Litháen sumarið 2008. „Ég skammaðist mín þegar ég kom til Litháen og talaði við bókmenntafólk þar um Halldór Laxness, Einar Má og fleiri íslenska höfunda og ég vissi varla hvað höfuðborgin hét. Ég var þarna einhvern veginn eins og alger rati og upp úr þeirri skömm fór maður að kynna sér og bara spá í hvað það væri geð- veikt að búa hérna með öllu þessu fólki og vita ekkert um það. Það búa eitthvað á bilinu 5000 til 6000 Litháar á Íslandi.“ Áhuginn á Litháen var kviknaður og síð- an vatt sagan upp á sig. „Þessi forvitni sem er einhvern veginn grunnurinn að því að vilja skrifa ýtti mér af stað. Maður rekst á einhvern þráð sem lætur mann ekki í friði og svo byrjar maður bara að draga þangað til eitthvað kemur upp úr djúpinu.“ Elly – ævisaga Ellyjar Vilhjálms skýst beint í fjórða sæti metsölulista Eymundsson síðustu viku, 10.-16. október. Elly tEkur flugið Þrjár bækur eftir sænska glæpasagnahöfunda hafa nýlega borist í bókaversl- anir á íslensku. Fyrst ber að telja Eldvitnið eftir hjónin Alexöndru og Alexander Ahndoril sem skrifa saman undir nafninu Lars Kepler. Þetta er þriðja bókin um lögregluforingjann Joona Linna og að þessu sinni rannsakar hann voveiflega atburði á stúlknaheimili. Meðfram rannsókninni kynnast lesendur betur fortíð Joona Linna og gefa þau kynni góð fyrirheit fyrir næstu bók. JPV gefur út. Haustfórn er þriðja bók Mons Kallentoft um lögreglufulltrúann Malin Fors. Malin rannsakar morð á lögfræðingi á sveitasetri hans og fljótlega grunar hana að fyrri eigendur setursins tengist morðinu. Áður hafa Undirheimar gefið út Vetrarblóð og Sumardauða og nutu þær mikilla vinsælda hér á landi. Síðust í þessari upptalningu er ný bók Henning Mankells, Minning um óhreinan engil. Wallander lögregluforingi er hér víðs fjarri enda um að ræða skáldsögu sem gerist í Afríku í upphafi tuttugustu aldarinnar. Í bókinni segir af Hönnu Lundmark sem verður fyrir duttlunga örlaganna eigandi stærsta vændishússins stórum bæ í Austur-Afríku. Mankell hefur dvalið langdvölum í Afríkuríkjum og nýtir hér þekkingu sína í sögulegri skáldsögu um samskipti hvítra og svartra. Mál og menning gefur út. Ný sending frá sænskum krimmakóngum Rof kallast ný spennusaga eftir Ragnar Jónasson sem komin er út hjá Veröld. Þetta er fjórða bók Ragn- ars sem vakið hefur nokkra athygli fyrir skrif sín. Í Rofi segir af tvennum ungum hjónum sem árið 1955 flytja í afskekktan eyðifjörð. Dvölin fær snöggan endi þegar önnur kvennanna deyr með dularfullum hætti. Hálfri öld síðar finnst gömul ljósmynd sem bendir til þess að hjónin hafi ekki verið ein í firðinum. Ari Þór Arason, lögreglumaður á Siglufirði, reynir að fá botn í þetta sérkennilega mál með liðsinni fréttakonunnar Ísrúnar. Á sama tíma í Reykjavík vindur óvænt sakamál upp á sig þegar ung fjölskylda er ofsótt af ókunnum manni. Ragnar er fæddur árið 1976 og er menntaður lögfræðingur. Hann hafði þýtt fjölmargar bækur Agöthu Christie á íslensku áður en hann hóf sjálfur að skrifa spennusögur. Fjórða bók Ragnars komin út Þessi forvitni sem er einhvern veginn grunn- urinn að því að vilja skrifa ýtti mér af stað. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl hefur sent frá sér ansi hreint volduga skáldsögu sem nefnist Illska. Bókin er löng enda fer höf- undurinn yfir vítt svið bæði í tíma og rúmi og honum tókst að ná henni úr þúsund blað- síðum niður í rúmar fimm hundruð. Hann telur þó að lesendur eigi að komast átaka- laust í gegnum hana þar sem margar vörður eru á leiðinni sem nútímafólk með athyglis- brest getur stutt sig við. Illska hefur farið vel af stað og Eiríkur Örn ætlar að fagna útgáfunni með hófi í Vatnasafninu í Stykkis- hólmi á laugardaginn, klukkan 16. Ljósmynd/ Jóhann Páll www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Ævint ri úr silfurbÆ fjöru sa a eftir brynhildi órarinsdótt ur Sóla og Ylur upplif a eitthvað nýtt og skemmtilegt á h verjum einasta deg i og hér segir frá hæ ttulegasta ævintýr inu sem þau hafa nokk urn tíma ratað í.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.