Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Side 62

Fréttatíminn - 19.10.2012, Side 62
inu. „Möguleikarnir í Hörpu eru ótrúlegir og það kemur manni stöðugt á óvart hversu vítt er hægt að teygja þennan heim innan veggja hennar,“ segir Hulda Björk sem hefur sungið í uppfærslum Íslensku óperunnar síðan hún flutti úr Gamla bíói í Hörpu og var meðal annars aðal stjarnan í La Boheme í vor. Bandaríski hljómsveitarstjórinn Carol I. Crawford sveiflar tón- sprotanum í sýningunni en þetta er í fyrsta sinn sem kona stjórnar hljómsveit í óperuuppfærslu við Íslensku óperuna. Hún er hæst ánægð með Huldu Björk í hlut- verki Leonoru og Halldór er á sama máli. „Það er endalaust talað um að þessi eða hinn eigi að vera í tilteknu hlutverki og Íslendingar vita nú alltaf allt best en Hulda Björk er alveg með þetta.“ Hulda segir æfingarnar hafa verið mjög skemmtilegar og ánægjulegar og ferlið sé búið að vera heilmikið ferðalag. „Auðvitað væri áhugavert að geta æft þetta mánuðum saman en það er ekki í boði á Íslandi en þetta er búið að vera mikið ferðalag sem tekur svo sannarlega ekki enda á frumsýn- ingunni, þá fyrst tekur það flugið.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is I l Trovatore er eitt helsta meistaraverk óperubókmenntanna og eitt allra vin-sælasta verk Verdis. Halldór E. Laxness, leikstjóri sýningarinnar, segir löngu tíma- bært að setja Il Trovatore upp á Íslandi á ný. Það hefur aðeins verið gert einu sinni áður, árið 1986, og sjálfsagt er sú uppfærsla enn mörgum í fersku minni en á tólfta þúsund manns sáu þá sýningu. „Þetta er frábær ópera,“ segir Halldór og áköf hrifningin leynir sér ekki þegar hann bætir við að aríurnar í verkinu séu í raun gull- regn. „Hún er stráð gullmolum og fegurðin er slík að þetta er eins og Mona Lisa með „sánd- trakki.“ Tilfinningatjáningin í söngnum er gríðarleg og hlutverk Leonoru er meirihátt- ar,“ segir Halldór og lítur til Huldu Bjarkar. „Hulda er alveg rétta söngkonan fyrir hlut- verkið. Hún er ókrýnd díva en hún verður krýnd á laugardagskvöld.“ Söngkonan brosir feimnislega um leið og hún tekur upp þráðinn frá leikstjóranum. „Ég ætlaði nú fyrst að afþakka hlutverkið. Þar sem ég taldi það einfaldlega of mikið hástökk fyrir mig. En síðan hugsaði ég aðeins um þetta, mátaði hlutverkið við röddina og sá að ég gæti ekki sleppt þessu tækifæri. Ég ákvað að ég gæti þetta og er ákaflega þakklát fyrir að fá þetta tækifæri. Tónlistin er svo dásam- leg og krefjandi í senn sönglega og hreinn unaður að syngja.“ Í uppfærslu Íslensku óperunnar mætir nútíminn fornri sögu um ástir og hefnd og dramatíkin er í forgrunni. Il Trovatore segir frá baráttu sígaunasonarins og trúbadúrs- ins Manrico og greifans di Luna um völd og yfirráð og ekki síður ástir Leonoru. Þeir eru í raun bræður án þess að vita af því og átök þeirra leiða að lokum til tortímingar og dauða. „Leonora er yfirstéttarkona og svolítil gella í byrjun,“ segir Halldór og glottir. „En hún kastar öllu frá sér fyrir ástina,“ bætir Hulda Björk við. „Já, sem er kannski ekki mjög sniðugt þegar upp er staðið en ungir menn með hugsjónir geta verið pínu sjarmerandi,“ botnar leikstjórinn. Möguleikar Eldborgar eru nýttir til hins ýtrasta til þess að skapa dulúðugt og fram- andi andrúmsloft og Hulda Björk segir það einfaldlega meiriháttar að syngja í hús- FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 Föstudaginn 26. október kl. 20 – 2. sýning Laugardaginn 27. október kl. 20 – 3. sýning Sunnudaginn 4. nóvember kl. 20 – 4. sýning Laugardaginn 10. nóvember kl. 20 – 5. sýning Laugardaginn 17. nóvember kl. 20 – 6. sýning Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is Miðasölusími 528 5050 SAGA UM áStir oG HEFND JóHANN FriðGEir VAlDiMArSSoN HUlDA bJörk GArðArSDóttir ANooSHAH GolESorkHi ElSA WAAGE / AliNA DUbik · ViðAr GUNNArSSoN GrÉtA HErGilS /HANNA þórA GUðbrANDSDóttir SNorri WiUM kór oG HlJóMSVEit ÍSlENSkU ópErUNNAr HlJóMSVEitArStJóri: CArol i. CrAWForD lýSiNG: bJörN bErGStEiNN GUðMUNDSSoN búNiNGAr: þórUNN MArÍA JóNSDóttir lEikMyND: GrEtAr rEyNiSSoN lEikStJóri: HAllDór E. lAxNESS  Hulda Björk GunnarsdóttIr synGur HIna föGru leonoru Gat ekki sleppt Leonöru Mögu- leikarnir í Hörpu eru ótrúlegir og það kemur manni stöðugt á óvart hversu vítt er hægt að teygja þennan heim innan veggja hennar. Íslenska óperan frumsýnir á laugardaginn Il Trovatore, eina vinsælustu óperu Giu- seppi Verdi, í Eldborgarsal Hörpu. Óperan var síðast sett upp á Íslandi fyrir 26 árum og nú kemur í hlut söngkonunnar, Huldu Bjarkar Gunnarsdóttur, að syngja hið eftir- sótta hlutverk hinnar fögru Leonoru. Hulda hugsaði sig vandlega um áður en hún tók hlutverkið að sér en segist ákaflega þakklát fyrir að fá þetta einstaka tækifæri. Leikstjórinn Halldór E. Laxness er hæstánægður með dívuna sína, Huldu Björk Gunnarsdóttur, sem syngur hið rómaða hlutverk Leonoru í Il Trovatore. Ljósmynd/ Hari  PoP uP sjöunda sýnInG Muses.Is Hugleikur og Sævar Karl sýna á Höfðatorgi Rakel Sævarsdóttir skipuleggur pop up-sýningu með nítján listamönnum á nítj- ándu hæð Höfðatorgs um helgina. Hér gefur að líta verk Sævars Karls. Ljósmynd/Hari „Staðsetningin er alveg frábær. Það er bæði hægt að dást að útsýninu inni og úti,“ segir Rakel Sævars- dóttir sem skipuleggur sjöundu pop up-sýningu Muses.is um helgina. Sýningin verður haldin á nítjándu hæð turnsins á Höfðatorgi. Muses.is er gallerí á netinu en Rakel hefur einnig leitað leiða til að koma listamönnum á framfæri með „físískum“ sýningum. „Við höfum farið þá leið að leita uppi tóm spenn- andi iðnaðarhúsnæði á ýmsum stöð- um í borginni. Áhuginn er alltaf að aukast og listamennirnir hafa líka tekið þessu vel. Þeim finnst gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir Rakel. Sýningin verður opnuð í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 19. Hún verður svo opin laugardag og sunnu- dag frá klukkan 13-18. Ókeypis er inn og allir velkomnir. Listamenn- irnir sem sýna eru Bergþór Mort- hens, Björn Árnason, D. Íris Sig- mundsdóttir, Halldór Sturluson, Harpa Rún Ólafsdóttir, Hugleikur Dagsson, Hulda Hlín Magnúsdótt- ir, Inga María Brynjarsdóttir, Kalli Youze, Kristinn Már Pálmason, Ninna Þórarinsdóttir, Sara Oskars- son, Sylvía Dögg Halldórsdóttir, Sævar Karl Ólason, Sævar Jóhanns- son, Víðir Mýrmann, Þorvaldur Jónsson, Ziska og Örn Tönsberg. „Nú er talan nítján allsráðandi. Þetta er haldið á nítjándu hæðinni, það eru nítján listamenn sem sýna nítján málverk, sýningin opnar nítjánda október klukkan nítján og svona mætti áfram telja,“ segir Rakel. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is 62 menning Helgin 19.-21. október 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.