Fréttatíminn - 19.10.2012, Qupperneq 66
Rof
eftir Ragnar Jónasson
Ra
f-
og
hl
jóð
bó
k
Björk Jakobsdóttir
frumsýnir sót-
svartan gaman-
leik í Gaflara-
leikhúsinu í
kvöld.
Þriðja sóló-
plata tónlistar-
mannsins Jónasar
Sigurðssonar, Þar
sem himin ber við haf,
er komin út. Platan er með-
al annars unnin í samstarfi
við Lúðrasveit Þorlákshafnar en
Jónas á ættir að rekja til Þorláks-
hafnar. Tónlistarband eldri borgara
í bænum, Tónar og trix, leggja þessum
þekktasta syni Þorlákshafnar sömuleiðis
lið auk annarra.
Til að fagna útkomu plötunnar verða þrennir
tónleikar í reiðhöllinni í Þorlákshöfn um helgina.
Að sögn Erlu Gunnarsdóttur, kynningarfulltrúa Jón-
asar, verður allt lagt í tónleikana. Leiga á hljóðkerfi og
tækjabúnaði kostar ein og sér hátt á aðra milljón króna svo
ljóst má vera að ekkert er til sparað. „Færustu tæknimenn
landsins koma að þessu og tónleikarnir verða í „surround“.
Ný plata JóNasar sigurðssoNar komiN út
Leitar í ræturnar í Þorlákshöfn
Jónas Sigurðsson skellti sér í sjóferð með Lúðrasveit Þorlákshafnar.
Það hefur ekki verið gert áður að því
við best vitum. Sérstök tölvuvinnsla
er hluti af sýningunni til að senda
ákveðin hljóð út úr hljóðmyndinni
út í surround-hljóðkerfið svo hljóðið
ferðist kringum áheyrendur,“ segir
Erla stolt.
En það eru ekki bara íbúar Þorláks-
hafnar sem leggja sitt af mörkum.
Saumakonan Gestný Sigurðardóttir
í Hveragerði hefur setið sveitt við
saumavélina undanfarnar vikur til
að sauma sérstaka pallíettuboli fyrir
lúðrasveitina og tónlistarband eldri
borgara. Glitrið á pallíettunum á að
minna á hafið.
Uppselt er á tónleikana á föstudags-
og laugardagskvöld. Enn eru lausir
miðar á aukatónleika á sunnudag
klukkan 16. Þeir fást á Miðakaup.is.
FrumsýNiNg BJörk JakoBsdóttir FrumsýNir Nýtt verk
Björk Jakobsdóttir í
Blakkáti
Þ etta er sót-svartur gam-anleikur,“
segir Björk Jakobs-
dóttir leikkona
sem hefur skrifað
nýtt verk (hún sló í
gegn með Sellófan
sem ferðaðist um víða
veröld og var eftir
hana), Blakkát, sem
frumsýnt verður í
Gaflaraleikhúsinu
í kvöld. Ekki eru
um einleik að ræða
heldur eru þeir
Hjörtur Jóhann
Jónsson („getur
allt; bæði drama-
tík og húmor“)
og Magnús Guð-
mundsson („einn
af mínum uppá-
halds“) með henni
á sviðinu.
Verkið fjallar
um konu á aldri við
Björk, hana Borg-
hildi Sveinsdóttur, en
hún vinnur í utanríkis-
ráðuneytinu og vaknar
eftir blakkát á hótelher-
bergi. Hún veit samt að í gær
var árshátíð í Hörpu, allt annað er í þoku.
„Mig langaði til að skrifa verk sem hefði
bæði sársauka og húmor. Mér finnst mér oft
takast best upp þegar ég næ því,“ segir Björk
um alvarlegan undirtón þessa gamanverks
sem Edda Björgvinsdóttir leikstýrir („hún er
náttúrulega þvílíkur reynslubolti og ef ég fékk
ritstíflu þegar ég var að skrifa verkið fór ég til
hennar og fékk soja latte og þessa ógeðslegu
grasadrykki hennar og svo aftur heim að berja
lyklaborðið,“ segir Björk).
En af hverju alkóhólismi?
„Já, af hverju? Það er einmitt fyndið að þegar ég
var með Sellófan héldu allir að ég væri að tala um
kynlífið okkar Gunna (innsk. blm. Gunnar Helga-
son, leikari og eiginmaður Bjarkar) og nú spyr
fólk: Af hverju ert þú að skrifa um alkóhólisma?
Það er enginn alkóhólismi í okkar ætt! Þú ert
enginn alkóhólisti,“ útskýrir Björk og hlær og
bendir jafnframt á að vissulega sé alkóhól-
ismi alvarlegur sjúkdómur en mikið af því
AA-fólki sem hún hefur kynnst á lífsleið-
inni er oft myljandi fyndið og meinhæðið.
Blakkát eftir Björk Jakobsdóttur er,
sem fyrr segir, frumsýnt í Gaflaraleik-
húsinu í kvöld.
Mikael Torfason
mikaeltorfason@frettatiminn.is
Það er ein-
mitt fyndið
að þegar
ég var með
Sellófan
héldu allir
að ég væri
að tala
um kyn-
lífið okkar
Gunna.
66 menning Helgin 19.-21. október 2012