Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 8
Allt borgað með símanum 2011 2011 JÁKVÆÐ MERKI ÚR ATVINNULÍFINU Það eru jákvæð teikn á lofti í íslensku atvinnulífi. Fjölmörg fyrirtæki eru að ná eftirtektarverðum árangri þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Arion banki fagnar þessum góða árangri. Kynntu þér málið á arionbanki.is 32% VELTUAUKNING VEIÐIHORNIÐ @ Kortafyrirtækið Valitor mun leiða til- raunaverkefni þar sem þúsund Íslend- ingar munu nota farsíma sína til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Verk- efnið fer í gang í byrjun næsta árs og ef vel tekst til gæti Ísland orðið fyrsta landið í heiminum til að innleiða þessa gjörbyltingu á viðskiptaháttum. Frá þessu var greint á ráðstefnunni CAC Card Academy í Hörpu í vikunni. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins frá því í febrúar og á næstunni verða um þúsund einstak- lingar valdir til þátttöku. Allir stærstu bankarnir á Íslandi koma að verk- efninu, tvö símafyrirtæki og fjölmarg- ir seljendur vöru og þjónustu. Þúsund Íslendingar taka þátt í til- raunaverkefni þar sem þeir geta greitt fyrir vörur og þjónustu með símanum sínum. É g er alls ekki yngstur,“ segir útigangsmaðurinn sem ný skýrsla Reykjavíkurborgar segir yngstan. Hann er þessa dagana að koma undir sig fótunum og vill því ekki láta nafns síns getið. Hann, eins og flestir sem í skýrsl- unni eru sagðir á vergangi, hefur háð harða baráttu við fíknisjúkdóma. Þannig hafa meira en tveir þriðju af þessum 179 sótt eina eða fleiri áfengis- og vímuefna- meðferð hjá SÁÁ. Samkvæmt upplýsingum Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hafa barnaverndarnefndir vitneskju um flest þeirra barna sem eru á götunni. Lítið er þó hægt að gera nema koma þeim fyrir á fósturheimilum eða hjá fjölskyldu, ef það er hægt. Maðurinn ungi sem Fréttatím- inn ræddi við hafðist lengi við á götum Reykjavíkurborgar þar sem hann gisti, ýmist á bekkjum eða í fanga- klefum. Í skýrslunni kemur einmitt fram að útigangsfólki yngra en þrítugt hefur fjölgað um fimmtung frá 2009. Samkvæmt fyrrnefndri skýrslu telst sá vera hús- næðislaus sem ekki hefur aðgang að hefðbundnu hús- næði eða fast heimili og gistir þar sem kostur er hverja nótt, í gistiskýli, á gistiheimili eða inni á öðru fólki. Sem merki að þau sem ekki leita aðstoðar hjá hinu opinbera eða hjálparsamtökum teljist ekki til heim- ilislausra. Ætla má að hópurinn sé því enn stærri. Ungi maðurinn staðfestir þetta: „Það eru mjög margir strákar á mín- um aldri á götunni,“ útskýrir hann. Allir eru þeir í mikilli neyslu og hana fjármagna þeir með smáglæpum en mikill meirihluti útigangsfólksins á við áfengisvandamál að stríða og um þriðjungur við geðræn vanda- mál. Ungi maðurinn sem Frétta- tíminn ræddi við er einnig greindur með geðhvörf. „Það eru líka yngri krakkar þarna, sá yngsti sem ég þekki er fjórum árum yngri en ég hann er alveg að sprauta sig og þannig, hann er samt bara barn. Maður reynir náttúrlega að passa aðeins þá sem eru yngri. Þetta er raunveruleikinn, svona er þetta hér á Íslandi.“ Mikið álag fylgir því að búa á götunni. Ekki eingöngu hvað unga manninn sjálfan varðar, en hann hefur stundað glæpi og þótt áfengi besta fíkniefni, heldur hefur fjölskyldan hans þurft að þola mikið. „Mamma var orðin 49 kíló af áhyggjum,“ útskýrir drengurinn en hann vonast til að geta bætt sig og náð sáttum við fjölskylduna. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is  Útigangur Flestir þeirra sem eru á götunni þjást aF Fíkn Yngsti útigangs- maðurinn 18 ára Í nýrri skýrslu sem að unnin var af Reykjavíkurborg kemur fram að 179 manns eru heimilis- lausir í Reykjavík. Þar eru karlar í meirihluta en konum hefur fjölgað um tæp ellefu prósent síðan 2009. Í nýju skýrslunni er þess getið að yngsti útigangsmaðurinn sé aðeins átján ára. Fréttatíminn náði tali af þeim sem var yngstur í fyrra en nú er sá piltur á nítjánda ári og kominn hús. 179 á vergangi í Reykjavík. „Sá yngsti sem ég þekki er fjórum árum yngri en ég hann er alveg að sprauta sig og þannig.“ Sviðsett mynd. Ljósmynd Hari 8 fréttir Helgin 26.-28. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.