Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 14
F Fátt kom á óvart þegar niðurstöður ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlag-aráðs að nýrri stjórnarskrá nema niðurstöður þriðju spurningarinnar. Þar var spurt: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóð- kirkju á Íslandi. Spurningin skar sig úr, því hún var sú eina sem svara þurfti neitandi væri kjósandi sammála tillögum stjórnlagaráðs. Ekki þarf að hafa mörg orð um það að þjóð- kirkjan hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár og margir hafa sagt sig úr henni. Því hefði fyrirfram mátt ætla að mikill stuðningur væri að baki til- lögum stjórnlagaráðs en þar er lagt til að kirkjuskipan ríkisins verði ekki ákveðin í stjórnar- skrá og þjóðkirkjunnar ekki getið þar lengur. Í núgildandi stjórnarskrá segir að hin evangelíska lútherska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og styrkja. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar var hins vegar sú að 57,1 prósent kjósenda sagði já en 42,9 prósent nei. Ríflegur meiri- hluti er fylgjandi því að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi. Þegar Alþingi gengur frá frumvarpi um breytingar á stjórnarskránni verður væntan- lega tekið tillit til þessarar niðurstöðu. Hún er sigur fyrir nýjan biskup, Agnesi M. Sigurðar- dóttur. Í liðnum september var efnt til auka kirkjuþings þar sem ákvæði um þjóðkirkju var umræðuefnið. Þar var afstaða til spurningar- innar mótuð og þeirri stefnu fylgdi biskup eftir af festu en um leið þeirri sanngirni sem ætlast verður til af leiðtoga þjóðkirkju sem nýtur stjórnarskrárvarinnar sérstöðu en tekur um leið á sig skyldur sem henni fylgir. Kirkjuráð og kirkjuþing ályktuðu þar sem hvatt var til þess að í nýrri stjórnarskrá verði þjóðkirkjuákvæði en staða annarra trú- og lífsskoðunarfélaga tryggð. Þar var vísað til for- dæmis norsku stjórnarskrárinnar en þar segir: „Allir þegnar ríkisins skulu njóta frelsis til trúariðkunar. Norska kirkjan, evangelísk-lút- ersk kirkja er þjóðkirkja og skal sem slík njóta stuðnings ríkisins. Nánar skal það ákvarðað með lögum. Öll trú- og lífsskoðunarfélög skulu njóta stuðnings með ámóta hætti.“ Áður en til þjóðaratkvæðagreiðslunnar kom skýrði biskup afstöðu kirkjunnar í fjölmiðlum og á upplýsingavef þjóðkirkjunnar. Þar var komið á framfæri atriðum sem Agnes taldi tengja þjóðina og kirkjuna og lýsa hlutverki hennar. Hún benti á að trúarleg málefni væru meðal grunnstoða hvers samfélags. Kirkja og íslensk þjóð hefðu átt langa og farsæla samleið og íslensk menning og samfélagssýn væru sterklega mótuð af kristnum sið. Biskup benti jafnframt á að ef litið væri til Evrópu- ríkja mætti ýmist sjá í stjórnarskrá eða lögum stuðning og umgjörð um stöðu trúfélaga. Agnes minnti enn fremur á að skyldur fylgja þessari stöðu: „Þjóðkirkjan hefur annast kirkjulega og félagslega þjónustu um landið allt; það er í senn köllun hennar og skylda er fer vel við samferð kirkju og þjóðar um aldir og lagahefð.“ Þá kom fram að fjölskylduþjónusta kirkjunnar veitir félagsráðgjöf og sálfræði- þjónustu ókeypis eða gegn því gjaldi sem við- komandi ræður við. Biskup vék einnig að því að þjóðkirkjan væri sjálfstætt trúfélag, aðskilið frá ríkisvaldinu og að ekki þyrfti að óttast að stjórnarskrárákvæði um þjóðkirkju fæli í sér mismunun. Stjórnarskrárákvæðið væri í samræmi við hæstaréttardóm og trúfrelsis- og jafnréttisreglur stjórnarskrárinnar sem og al- þjóðlega mannréttindasamninga. Niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar benda til þess að málflutningur biskups hafi náð í gegn. Þær sýna líka, þrátt fyrir erfið- leika innan þjóðkirkjunnar undanfarin ár, að þjóðkirkjan á sér hljómgrunn meðal þjóðar- innar og að staða hennar hefur styrkst með nýjum biskupi. „Fólk vill hafa þann stöðug- leika sem felst í þjóðkirkju sem starfar um allt land,“ sagði biskup þegar niðurstöður þjóðar- atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir og bætti við: „Kannski hefur þetta líka gefið okkur sem þjóð tækifæri til að hugsa um þau grunngildi sem viljum hafa í þessu þjóðfélagi, hér eftir sem hingað til.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs Sigur fyrir nýjan biskup Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Pólitík dulspekinnar Það er auðvitað bara píp að það eigi að lesa hugsanir þeirra sem heima sátu. Helgi Hjörvar alþingismaður gefur ekki túskilding fyrir vangaveltur Bjarna Benediktssonar um hvað þeir sem heima sátu við þjóðaratkvæðagreiðsluna voru að hugsa. Var það Pálmi? Þetta hefur ekkert með okkur að gera. Svanhvít Friðriksdóttir, fjölmiðlafulltrúi WOW air, sagði yfirtöku flugfélagsins á Iceland Express ekkert hafa með kyrr- setningu vélar Express að gera. Lögbundin sannfæring Þannig að ég fer lögum og skipti um skoðun. Vigdís Hauksdóttir fram- sóknarþingkona var áður fylgjandi stjórnarskrá en lögum samkvæmt skipti hún um skoðun.  Vikan sem Var Fyrirtæki sem tekur við greiðslu með því að lesa segulrönd örgjörvakorts er ábyrgt ef færslan reynist sviksamleg. Með notkun örgjörvaposa sem snúa að viðskiptavinum er rekstraráhæa tengd kortaviðskiptum takmörkuð. Advania á tilbúnar posalausnir og aðstoðar við innleiðingu á örgjörvaposum. Nánari upplýsingar á www.advania.is/pinnid eða í síma 440 9428. Pinnið ver fyrirtækið fyrir kortasvikum Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Áætlunarflug Skipulagðar ævintýraferðirLeiguflug alltaf ódýrara á netinu Bókaðu flugið á ernir.is Upplýsingar og bókanir sími: 562 2640 netfang: ernir@ernir.is vefur: www.ernir.is Bíldudalur Reykjavík Gjögur Vestmannaeyjar Höfn Húsavík Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ 14 viðhorf Helgin 26.-28. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.