Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 82
Ra fb ók Fantasíur eftir Hildi Sverrisdóttur V ið erum alltaf meðvituð um að við deyjum ef við ætlum að lifa á fornri frægð. Það er ekkert sem segir að fólk komi aftur á næsta ári svo við þurfum að passa upp á að blaðamennirnir og gestirnir fari til baka og segi öllum að þetta sé aðal hátíðin,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðar- innar Iceland Airwaves. Iceland Airwaves verður haldin í næstu viku í fjórtánda sinn og er löngu uppselt á hátíðina. Alls munu 222 listamenn koma fram á 254 tón- leikum á 12 tónleikastöðum. Auk þess verða nokkur hundruð tónleikar í boði á 31 tónleikastað á svokallaðri „off venue“ dagskrá. Sú dagskrá er öllum opin. Grímur tók við Airwaves hátíðinni árið 2010 af Þorsteini Stephensen. „Mitt markmið var að halda áfram að gera góða hátíð. Við styðjumst við þrjú markmið, að halda frábæra hátíð – á heimsmælikvarða, að flytja út ís- lenska tónlist og að fjölga ferðamönn- um yfir vetrartímann,“ segir Grímur. Manni virðist sem hátíðin sé sífellt að sækja í sig veðrið. Hvernig finnst þér hafa til tekist? „Icelandair hafði sett mikið af peningum í uppbyggingu hátíðar- innar og fyrst um sinn var ekki þessi fjöldi gesta sem nú er. Ég nýt auð- vitað þessa starfs. Hins vegar vil ég ekki taka það af mér og okkur að við vorum illa leikin eftir hrunið. Það var erfitt að blása í lúðra þegar kostnaðurinn hafði margfaldast og við þurftum að borga tvöfalt meira en áður fyrir erlend bönd. Það var kúnst að sparka þessu upp og ég er nokkuð sáttur við sjálfan mig,“ segir Grímur. Hann viðurkennir jafnframt að það sé kannski fyrst nú í ár sem hann og hans fólk hafi endanlega gert hátíðina að sinni. „Fyrsta árið var ekki búið að bóka eitt band þegar ég tók við svo það var erfitt að staldra við og gera almennileg plön. Í fyrra voru gerð ákveðin plön en þau voru ekki orðin nógu nákvæm því við höfðum ekki reynslu af öllum þáttum hátíðarinnar. Í ár sjáum við þetta skýrar og vinnum út frá því.“ Alls verða sjö þúsund gestir á há- tíðinni. Þar af eru um fjögur þúsund erlendir gestir en þeir verða í fyrsta skipti fleiri en þeir íslensku. Hátíðin er nú haldin síðar á árinu en verið hefur og er nú utan hefðbundins ferðamannatíma. Óhætt er að segja að hún sé kærkomin viðbót í hagkerfi landsins. „Í fyrra skilaði Iceland Airwaves tæplega 700 milljónum króna í bein- hörðum peningum inn í landið. Þá eru ekki tekin með hagræn áhrif sem mér finnst persónulega að við ættum að gera. Ég tel að við getum marg- faldað þessa tölu með tveimur. Í ár eru mun fleiri erlendir ferðamenn á leið hingað og við getum reiknað með að minnsta kosti milljarði. Og þá á eftir að reikna margföldunina.“ Hverju mælir svo framkvæmda- stjórinn með? Hvaða böndum á fólk ekki að missa af? „Úff. Það er svo ofsalega margt. Ef ég sleppi stóru nöfnunum og íslensku böndunum þá eru nokkrir minni spámenn sem ég get mælt með. Til að mynda Montreal-bandið Jesusles- filles sem er stórkostlegt pönkband. Svo eru það Half Moon Run, Purity Ring... þetta eru allt Kanadamenn. Nelson Can frá Danmörku er flott og The Barr Brothers er æðislegt band,“ segir Grímur Atlason. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  Iceland aIrwaVes erlendIr gestIr í fyrsta sInn fleIrI en íslendIngar Milljarður í beinhörðum peningum á leið til landsins Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefst í miðborg Reykjavíkur á miðvikudags- kvöld. Yfir 250 tónleikar verða í boði á fimm dögum og þá eru ótalin hundruð tónleika sem eru „off venue“ og öllum opnir. Grímur Atlason, framkvæmda- stjóri hátíðar- innar, segir að hátíðin sé góð innspýting í hag- kerfi landsins. Fólkið sem skipuleggur Iceland Airwaves. Kamilla Ingibergsdóttir fjölmiðlafulltrúi, Grímur Atlason framkvæmdastjóri og Egill Tómasson sem bæði bókar hljómsveitir og heldur utan um tónleikastaði. Auk þeirra vinnur Róbert Aron Magnússon við að bóka hljómsveitir í London. Ljósmynd/Hari Hótel Saga býður upp á hádegisjólahlaðborð fyrir alla fjölskylduna með ríkulegu úrvali girnilegra forrétta, aðalrétta og eftirrétta. Íþróttaálfurinn og Solla stirða mæta í jólaskapi og Örn Árnason skemmtir gestum eins og honum er einum lagið. Bókaðu skemmtilegt jólahlaðborð fyrir alla fjölskylduna í síma 525 9930 eða á hotelsaga@hotelsaga.is Hádegis-JÓLAHLAÐBORÐ JÓLAHLAÐBORÐ fjölskyldunnar í Súlnasal alla sunnudaga 25.11 - 16.12.2012 VERÐ Fullorðnir: 3.900 kr. Börn 6-12 ára: 2.900 kr. Börn yngri en 6 ára: Frítt A N TO N & B ER G U R 74 tónlist Helgin 26.-28. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.