Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 18
www.volkswagen.is Komdu og reynsluaktu Volkswagen Polo A uk ab ún að ur á m yn d: 1 6“ á lfl eg ur , þ ok ul jó s - fyrir okkur öll Volkswagen Polo Meðaleyðsla aðeins 5,5 lítrar á hverja 100 km Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur Polo 1.2 bensín kostar aðeins: 2.350.000 kr. V ið Íslendingar fengum tækifæri til að kjósa um framtíðina síðasta laugardag, tækifæri sem margar þjóðir öfunduðu okkur af, fréttin um kosningarnar fór víða, og niðurstaðan ekki síður; að hér væri samfélag þar sem lýðræði virkar í alvöru en er ekki kæft eða skrumskælt af þingmönnum og hagsmuna- öflum. Maður verður svolítið stoltur að vita af þessu áliti umheimsins – en um leið feginn að hann skilur ekki íslensku og eigi þessvegna erfiðara með að fylgjast með alþingismönnum okk- ar ræða um kosningarnar, og niðurstöðurnar. Sunnu- dagurinn var tæpast runn- inn upp þegar sjálfstæðis- menn voru farnir að gera lítið úr kosningunum, þátt- takan væri svo döpur, rétt um 50 prósent. Formað- urinn, Bjarni Benediktsson sagði að þetta væru ómark- tækar kosningar, og Illuga Gunnarssyni tókst að slá alveg nýjan tón þegar hann sagði að það yrði líka að hlusta á þá sem ekki kusu. Ég held að þessi nýjung Ill- uga sé á heimsmælikvarða, einhver ætti að veita hon- um meistartign fyrir hug- myndaflug og útúrsnúning – og eitt er víst að hann hefði hlotið mörg stig fyrir þetta í morfískeppni. Og þar liggur hundurinn sum- part grafinn; of margir þingmenn virðast líta á þingstólinn sem ræðustól í morfískeppni, að það sé ekki þeirra heilög skylda að koma á betra samfélagi, heldur snúist allt saman um að koma höggi á andstæðinginn, snúa svo rækilega út úr málum að þau endi í rembi- hnút. Eða er hægt að taka svona þingmann alvarlega, því ef við fylgjum rökum hans eftir, ég á við, samþykkjum það að þarna sé talað af heilindum, að þarna sé manneskja sem vilji láta taka sig alvarlega, nefnilega að ekki sé hægt að túlka niðurstöður kosninga fyrr en búið er að rýna í þau prósent sem ekki kusu, ímynda sér hvar þau atkvæði hefðu fallið – ja, hverskonar sýndarheim sætum við uppi með? Hverskonar ef og hefði heim lifðum við þá í? Eða er hérna kannski kominn kjarninn í Sjálf- stæðisflokki Bjarna og Illuga: Ekki hlusta á raddir fólksins ef þær falla ekki að okkar vilja. Við neitum að sjá það sem við blasir ef okkur geðjast ekki að því – við bendum frekar á það sem er ósýnilegt, og kannski ekki til. Með öðrum orðum, við sjáum það sem við viljum sjá. Og breytum síðan þögninni í raddir sem falla að okkar vilja. Valdið er eign stjórnmálamanna, og hagsmunaafla Makalaust hvað maður getur verið bjartsýnn, eins og barn – en síðan kemur veruleikinn og löðrungar mann. Fyrstu daga og vikur eftir búsáhaldabylt- inguna fannst mér það blasa við að hér eftir yrði útilokað fyrir þingmenn að tala áfram eins og þeir höfðu gert, og hélt í alvöru að það væri búið að fletta svo rækilega ofan af spillingu og dugleysi og svikum að ekki yrði aftur snúið. Síðan kom veruleikinn með sína blautu tusku, og það lá við að maður skammaðist sín fyrir bjart- sýnina. Eitt af því sem ég hélt að myndi breytast, gæti ekki annað en breyst í kjölfar alls þess sem hrunið leiddi í ljós, og Rannsóknarskýrslan dró síðan saman í járnbund- in rök, var að íslenskt þjóð- félag hefði sumpart stjórnast af fáránleikanum. Og ég man að þegar sá orðrómur komst á kreik nokkru eftir hrunið, að eigendur Morgunblaðsins hygðust ráða Davíð Oddsson sem ritstjóra, þá hló ég, og þekkti þarna aftur fáránleika fortíðar; ég var sannfærður um að svona gjörning væri bókstaflega ekki hægt að bjóða íslenskri þjóð eftir hrun. En Davíð var ráðinn – og sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins stigu þá fram og fögnuðu. Afhverju fögnuðu þeir? Þeir vissu auðvitað, eins og við hin, að Davíð hefur aldrei verið maður sátta og sanngirni, heldur fyrst og síðast maður hagsmuna, maður sem þolir enga skoðun nema sína. Það blasti því við að Morgunblaðið yrði eftir hans höfði, og einmitt á þeim tíma þegar við sem þjóð þurfum svo sárlega á opinni umræðu að halda, og sterk- um fjölmiðli sem reynir sitt ítrasta að draga fram rétta mynd af ástandinu. Það blasti við að Morgunblaðið yrði miðill þröngra sjónar- miða, baráttuafl hagsmuna, miðill ósættis, miðill útúrsnúninga. Samt fögnuðu þessir al- þingismenn Sjálfstæðisflokksins. Og afhverju – jú, líklega vegna þess að þeim er alveg sama um umræðuna. Nei, það er ekki rétt, þeim er ekki sama, þeim er bara illa við umræðuna ef hún er ekki þeim í vil. Þeir vilja að umræðan í fjölmiðlum sé svipuð og í leikhúsi fáránleik- ans, á hinu háa Alþingi. Þeir vilja ekki rétt- læti, heldur völd. Ekki umræðu heldur sína skoðun. Þessvegna fögnuðu þeir Davíð í stól ritstjórans, sannfærðir um að hann myndi færa þeim veldissprotann aftur. Bjarni Bene- diktsson og félagar virðast nefnilega standa í þeirri trú að valdið sé eign stjórnmálamanna. Og hagsmunasamtaka. Þessvegna hamast þeir nú við að gera lítið úr kosningunum síð- astliðinn laugardag. Þessvegna nældi Illugi Gunnarsson sér í meistaratign í útúrsnún- ingum með því að fara fram á að við myndum túlka raddir þeirra sem töluðu ekki – og telja atkvæði þeirra sem ekki kusu. Verkefni fyrir alþingismenn með meistaratign í útúrsnúningi Þetta er í raun mjög einfalt; Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlaga- ráðs, rétt undir 50 prósent kusu, og mikill meirihluti, afgerandi, sagði skýrt já, að tillög- urnar yrðu grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. Auðvitað hefði verið gaman ef fleiri hefðu kos- ið, en þetta þætti samt gott í öðrum ríkjum, í Sviss fer þátttakan til að mynda niður í 20-30 prósent, en það hvarflar þó ekki að neinum í Sviss að taka upp hugmyndir Illuga Gunnars- sonar og rýna í þau 70-80 prósent sem ekki kusu. Og síðan túlka niðurstöður eftir því – væntanlega sér í hag. Íslenskir alþingismenn virðast þola það illa ef þjóðin er óvart á annarri skoðun en þeir sjálfir. Þjóðaratkvæðagreiðsla er þjóðarat- kvæðagreiðsla, og hvort sem alþingismenn eru sáttir við hana eða ekki, þá ber þeim skylda að hlíta niðurstöðum hennar. Siðferð- isleg skylda. Hvort sem 10 eða 90 prósent greiða atkvæði. Þeir sem sátu heima kusu sér það hlutskipti, þeir segja með þögn sinni; mér er alveg sama, eða; ég læt ykkur sem kjósa ráða. Í stuttu máli: Þeir sem kusu tóku ákvörðun fyrir þjóðina. Og þeirri ákvörðun ber þingmönnum að hlíta. Nema þeir telji sig ofar þjóðinni. Að þeir viti betur. Gunn- ar Bragi, þingflokksformaður Framsóknar gengur í takt með sjálfstæðismönnum og segir um kosningarnar: „Ég fæ ekki séð að þar hafi þjóðin talað.“ Hvernig komast menn að svona niður- stöðu? Eru það annarlegir hagsmunir sem blinda sýn, eða verður löngunin við að koma höggi á þá sem sitja við stjórn yfirsterkari hollustu við land og þjóð? Eða með leyfi, hvar talar þjóðin nema í þjóðaratkvæðagreiðslu? Það mun vafalaust hryggja Gunnar Braga, og skoðanabræður hans í Sjálfstæðisflokknum, að könnun sem gerð var í apríl á vegum MMR er nánast samhljóma í einu og öllu niðurstöð- um kosninga. En menn með meistaratign í útúrsnúningi fara sjálfsagt létt með að skrúfa það í sundur. Meðferðarstofnun fyrir íslenska alþingismenn Þegar allt hrynur, ekki bara efnahagskerfið heldur hugmyndakerfið líka, og tjöldin svipt- ast til hliðar þannig að spillingin, lygarnar og vanhæfnin blasa við þjóðinni, þá þarf augljós- lega að taka til hendinni. Það er ekki nóg að sauma ný tjöld, það verður að huga að grunn- stoðum, hugsa allt upp á nýtt, annars lærum við ekki neitt og siglum inn í annað og ekki minna hrun eftir tíu til fimmtán ár. Hrunið var staðfesting á því að innri hugsun íslensks samfélags var, ef ekki röng, þá verulega ábóta- vant. Þessvegna þarf að hugsa stjórnarskrána upp á nýtt. Framsóknarþingkonan Vigdís Hauksdóttir gefur lítið fyrir kosningarnar. Henni finnst öll umræðan óþörf og fullyrðir: „Það var ekki stjórnarskráin sem olli banka- hruninu.“ Hún vill að stjórnvöld einbeiti sér að því að koma heimilum og fyrirtækjum til bjargar, en eyði ekki tíma í tal um stjórnar- skrána. Samt sagði hún þann 3. apríl 2009: „Ný stjórnarskrá er grundvöllurinn að end- urreisn Íslands.“ Skyldi Vigdís Hauksdóttir ekki eiga neina sannfæringu? Eða hefur hún skipt um skoðun og trúir því að það sé verra en tímasóun að ræða um grunnstoðir sam- félagsins, stoðirnar sem framtíðin, þar með fyrirtæki og heimili, muni hvíla á? Eða er hún, eins og skoðanabræður hennar í Sjálfstæðis- flokknum, svo þyrst í völd að hún segir hvað sem er til að koma höggi á núverandi stjórn? Hörð orð hjá mér? Ósanngjörn? Ég veit það ekki. Ég er einfaldlega kjósandi sem er fyrir löngu búinn að fá nóg af þessu lífríki sem virð- ist þrífast inni á Alþingi Íslendinga. Ég hef stundum reynt að átta mig á því hversvegna hlutirnir gangi svona ógæfulega fyrir sig á Al- þingi, mér hefur meira að segja dottið í hug að sumir þingmenn væru meira eða minna fullir, langdrukknir, og því komnir á þrálátt röflstig. Eina lausnin væri þar með að senda þá í með- ferð. Og kannski er það eina lausnin; að senda alþingismenn Íslendinga í meðferð þar sem grundvallaratriði í mannlegum samskiptum væru kennd. Þar sem siðfræðingar myndu leiða þeim fyrir sjónir hvað virðing fyrir skoð- unum annarra þýðir, og að þeir væru valdir á þing til að vinna fyrir íslenska þjóð, ekki flokkinn sinn, ekki LÍÚ eða önnur hagsmuna- öfl. Kannski komust við ekki lengra, kannski komum við ekki í veg fyrir nýtt hrun fyrr en þingmenn hafa útskrifast frá strangri með- ferðarstofnun: þeir sem stæðust ekki prófin yrðu felldir og þar með vísað af þingi. Því við þurfum einfaldlega þingmenn sem virða vilja þjóðarinnar, sem skilja og sætta sig við að rödd hennar birtist í þjóðaratkvæðagreiðslu, og að þeirri rödd ber þeim að hlýða – jafnvel þótt hún gangi gegn sterkum hagsmunaöfl- um, persónulegum metnaði eða heill flokks- ins. Þingmaður sem hundsar vilja þjóðar á ekki heima á alþingi Íslendinga. Löðrungur veruleikans Alþingi – Íslands óhamingja? Jón Kalman Stefánsson rithfundur 18 viðhorf Helgin 26.-28. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.