Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 84
Í takt við tÍmann anna Garðarsdóttir knattspyrnukona
Væri til í að vera í íþróttafötum allan daginn
Anna Garðarsdóttir er 24 ára knattspyrnukona sem nýverið sagði skilið við KR og ætlar að leika með Selfossi á
næstu leiktíð. Anna lauk BS-námi í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík í fyrra og starfar í Landsbankanum.
Hún hefur vakið athygli fyrir umfjöllun um enska boltann á vefsíðunni Sport.is.
Staðalbúnaður
Ég hef aldrei fylgst mikið með tískunni
en ég á nokkrar góðar vinkonur sem
hjálpa mér að klæða mig þegar ég þarf
að vera fín. Fatastíllinn minn er frekar
einfaldur, ég er mjög mikið í buxum
og kannski skyrtu við eða flottum bol
og peysu. Ég væri samt til í að vera í
íþróttafötum allan daginn en þar sem það
er ekki í boði þar sem ég vinn reyni ég
að vera í einhverju þægilegu en ágætlega
snyrtilegu. Ég geng oftast með úr og
hálsmen eða eyrnalokka. Ég hugsa að ég
hafi svona þrisvar sinnum keypt mér flík
á Íslandi, ég kaupi allt erlendis í búðum
eins og H&M, Monki, Ginu Tricot og
Mango.
Hugbúnaður
Skemmtanalífið mótast algjörlega af því
hvort keppnistímabilið er í gangi eða
ekki. Á haustin þegar mótið er búið og
æfingarnar eru ekki komnar á fullt reyni
ég að gera hluti sem eru ekki í boði á
sumrin. Til dæmis að fá mér 1-2 rauðvíns-
glös með vinkonunum og kíkja á staði
niðri í bæ. Þá förum við oft á Vegamót, b5
eða Næsta bar. Ég prófaði að fara á Kaffi-
barinn í fyrsta skipti um daginn og hann
var ágætur, kom mér á óvart. Ég panta
mér yfirleitt bjór þegar ég fer á barinn. Á
meðan á tímabilinu stendur er ég mikill
aðdáandi þess að slappa af heima við,
horfa á bíómynd eða hitta vinkonurnar.
Ég horfi alltaf á íþróttir þegar þær eru
í boði, ég get horft á hvaða íþróttagrein
sem er en horfi mest á enska boltann. Það
er engin tilviljun að ég er oftast með 6-8
leiki rétta um hverja helgi.
Vélbúnaður
Ég á gamla Dell-fartölvu og samlokusíma
frá Nokia svo ég gæti verið betur uppfærð
í þeim málum. Ég get samt ekki staðið í
þessum samlokusíma lengur og er mjög
nálægt því að henda mér á iPhone. Ég er
virk bæði á Facebook og Twitter og líður
illa ef ég fer ekki þar inn reglulega. Ég er
nettur netfíkill. Það ótrúlega er að ég get
farið á netið í samlokusímanum og svalað
þessari þörf og fylgst með úrslitum í
leikjum í leiðinni.
Aukabúnaður
Ég borða oftast í mötuneytinu í vinnunni
en einstaka sinnum fer ég og fæ mér
hollan skyndibita, til dæmis á Serrano,
Nings eða Saffran. Ég set yfirleitt púður
og maskara á mig áður en ég fer út en
það er ekki mikið meira en það. Ég
keyri um á bláum Toyota Yaris. Hann
er mjög flottur og þægilegur að keyra
hér innanbæjar. Ég gæti samt þurft að
uppfæra hann nú þegar ég fer að keyra
mikið á Selfoss. Það er ekki alltaf gott
veður á heiðinni.
Anna Garðarsdóttir fór í fyrsta skipti
á Kaffibarinn á dögunum og líkaði vel.
Ljósmynd/Hari
Þ etta er eins og að bera saman svarthvítt sjónvarp við flatskjá,“ segir Gunnar Lárus Hjálmars-son, Dr. Gunni, þegar hann er beðinn að bera
saman nýja bók sína, Stuð vors lands, við þá fyrri sem
kom út fyrir rúmum áratug.
Dr. Gunni er einn helsti poppfræðingur þjóðarinnar.
Árið 2001 gaf hann út bókina Eru ekki allir í stuði? sem
var skilgreind sem saga rokktónlistar á Íslandi. Nýja
bókin er mun umfangsmeiri; saga dægurtónlistar á
Íslandi frá upp-
hafi til dagsins í
dag. „Ég get ekki
lengur skýlt mér
á bak við það að
Mezzoforte eða
Ríó tríó séu ekki
rokksveitir,“ segir
Gunni og glottir.
Til samanburð-
ar má nefna að
nýja bókin, sem
er hönnuð eins
og vínilplata og
er einstaklega glæsileg, vegur þrjú og hálft kíló en hin
fyrri vóg eitt og hálf kíló. Hún mun kosta í kringum
fimmtán þúsund krónur út úr búð. „Ég sé ekki af hverju
myndir af jöklum ættu að vera dýrari en poppsagan,“
segir höfundurinn.
Stuð vors lands er byggð á fyrri bókinni en Gunni
eyddi um einu ári í skrifin, auk þess að sjá um að afla
mynda. Upphafið að vinnunni má rekja til þess að hann
heimsótti gamlan einbúa í Ísafjarðardjúpi en sá átti allar
78 snúninga plötur sem komu út á Íslandi, tæplega 800
talsins. „Hann hleypti mér inn og byrjaði að spila fyrir
mig plötur sem ég hafði aldrei heyrt um,“ segir Gunni.
Eftir allar rannsóknirnar hefur Gunni komist að því
að einn áratugur stendur öðrum að baki í tónlistinni.
„Næntísið er mesta ruglið, þó að Björk hafi slegið í
gegn þá. Þetta er slappasti áratugurinn frá því að rokk-
öldin hófst,“ segir hann og bætir við að núna séum við
að ganga í gegnum mjög gott tímabil í íslenskri tónlist.
Bókin kemur út eftir helgi en næsta föstudag, 2.
nóvember, verður útgáfunni fagnað í Bókabúð Máls og
menningar á Laugavegi. „Þar munu nokkrir þekktustu
popparar landsins leika sín bestu lög við undirleik
hljómsveitar Dr. Gunna. Það verður aldrei endurtekið.“
-hdm
dr. Gunni Gefur út stuð vors lands
Dr. Gunni í
vinnuherberg-
inu á Hjarðar-
haganum, þar
sem Stuð vors
lands varð til.
Ljósmynd/Hari
Versta tónlistin á
tíunda áratugnum
76 dægurmál Helgin 26.-28. október 2012