Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 22
É
g held maður jafni
sig aldrei,“ segir
Guðfinna Eydal
en hún missti
manninn sinn,
Egil Egilsson, fyrir þremur
árum. Hann varð bráðkvaddur
í jólaboði. Hallaði sér aftur í
stólnum og dó.
Fyrir ári síðan, í fyrra
sumar, stóð Guðfinna í röðinni
við Ráðhúsið því hún vildi
skrifa í bók og votta þannig
Norðmönnum samúð sína
eftir harmleikinn í Útey. Þá
er bankað í öxlina á henni og
yngri kona kynnir sig og segist
votta Guðfinnu samúð sína en
hún hafði heyrt af því að hún
hefði misst manninn sinn.
„Ég hafði verið í móki heima
þennan laugardag og vildi ekki
út. Svo það var alger tilviljun að
ég var þarna og kynnist þannig
Önnu,“ útskýrir Guðfinna en
þær Anna Ingólfsdóttir náðu
ekki strax saman því Guðfinna
þakkaði samúðarkveðjuna og
snéri sér svo aftur að röðinni
og vildi sem minnst vita af um-
heiminum. Hún var í þannig
skapi. Þar til Anna bankaði
aftur í öxlina og sagðist vita
að Guðfinna væri sálfræði-
menntuð og hvort hún væri
til í að lesa bók sem hún væri
með í skrifum um sorgina því
hún hefði sjálf misst manninn
Makalaust líf
Þær Anna Ingólfsdóttir og Guðfinna Eydal kynntust í röð í Ráðhúsinu því þær vildu báðar votta Norðmönnum
samúð sína eftir harmleikinn sem Breivík olli. Báðar misstu þær mennina sína og tengdust órjúfanlegum böndum.
Nú hafa þær skrifað bók ásamt séra Jónu Hrönn Bolladóttur um reynslu sína og sorgina sem yfirgefur þær aldrei
þótt þær elski lífið og kunni að njóta augnablikanna.
Bókin Makalaust líf er tileinkuð minningu látinna
maka þeirra sem segja sögu sína í bókinni:
Árni Margeirsson
Egill Egilsson
Halldóra Benediktsdóttir
Valgerður Marteinsdóttir
Sveinn Sigurðsson
Kristín Gestsdóttir
Anna: „Mér þótti líka vænt um hvað
samfélagið fyrir austan þjappaði sér
vel í kringum okkur stelpurnar en öll
orkan hjá mér fyrst fór í að hugsa um
þær. Ef ég hefði klikkað þá hefði allt
klikkað.“ Myndir Hari
Guðfinna: „Þú kemst ekki heil
út úr þessu nema þú leyfir
þér að fara aftur og aftur í
gegnum þetta. Og þetta er
ferli. Fyrsta, annað og þriðja
árið eru ekki eins.“
Framhald á næstu opnu
22 viðtal Helgin 26.-28. október 2012