Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 45
 BARNAHJÁLP ABC 5 Nemendur við útskrift Í vettvangsferð í Kenýa ABC skólinn Skólastjóri ABC skólans eða „skóla-mamma“ eins og hún vill kalla sig heitir Bryndís Rut Stefánsdóttir. Hún hefur verið að mestu viðloðandi ABC frá stofnun þess, setið í stjórn ABC og tekið þátt í ýmsum fjáröflunarverkefnum í gegnum tíðina. „Árið 2008, eftir nokkurra ára fjarveru frá ABC, deildi Guðrún Margrét með mér hugsjón sinni og draumi um að setja af stað skóla fyrir fólk sem hefur áhuga á þróunar- og hjálparstarfi, skóla sem upplýsir fólk um kjör og líðan bágstaddra barna. Lengi vel hafði hún greint mikinn áhuga fólks á hjálparstarfi og þörfina fyrir vettvang þar sem að fólki gæfist kostur á læra um það og að taka virkan þátt í hjálparstarfi. Sömu- leiðis sá hún fyrir sér að skóli sem þessi gæti aukið vitund fólks um mikilvægi þess hjálpa öðrum, sér nær og fjær og um leið eflt lið stuðningsmanna sem ABC og fleiri hjálparstörf þurfa á að halda til að ná fram markmiðum sínum. Hún bauð mér að vera með í undirbúningi þessa skóla og ég sló til. Stofnuð var 5 manna skólastjórn og til liðs við okkur fengum við hóp fólks til að vera okkur ráðgefandi”. Það kom Bryndísi skemmtilega á óvart hve mikinn velvilja hún fann í garð starfs- ins við undirbúning skólans. Nánast allir sem leitað var til vegna framgangs skólans svöruðu játandi, bæði er snertir kennslu, húsnæði, kennslugögn og veitingar svo eitt- hvað sé nefnt. Allir buðu fram þjónustu sína án þess að taka greiðslu fyrir. Allar dyr voru opnar og ekki eftir neinu að bíða. Skólastarfið hófst haustið 2009 og stóð skólinn yfir í 15 vikur. Nemendurnir sem voru á aldrinum 17 - 69 ára gerðu sér grein fyrir að þeir voru að taka þátt í brautryðjend- starfi og það var svolítið verið að henda sér í djúpu laugina svona í byrjun. Í mars 2010 var fyrsti hópurinn útskrifaður með stolti og rúmri viku síðar fór hluti af hópnum í vett- vangsferð til ABC í Kenýa. “Fyrsta skólaárið var reynsluríkt og í kjölfarið breyttum við ýmsu og bættum. Í fyrsta lagi styttum við skólann og þéttum dagskrána. Í dag er skólinn 8 vikur og kennt er frá kl. 9 - 12 virka daga. Um leið og nemendur byggja upp þekkingu sína á mál- efnum bágstaddra er námsefnið sömuleiðis uppbyggjandi fyrir hvern og einn því fjallað er um málefni sem snertir lífsgæði fólks - hvar sem er í heiminum” Þótt nemandi hafi lokið námi í ABC skól- anum er það ekki ávísun á starf hjá ABC barnahjálp, en ABC barnahjálp lítur vissu- lega til þess hóps sem hefur setið skólann þegar nýr starfsmaður er valinn, sérstak- lega hvað varðar starfsmenn og sjálfboða- liða á erlendri grundu. Til gamans má geta að einn nemandi skólans er á leið til Senegal í næstu viku til þess að vinna fyrir ABC. Hann hefur nú þegar farið í tvær nemenda- ferðir til starfsins í Kenýa. Ásdís Stefánsdóttir er nemandi skólans frá haustmisseri 2011. Hennar umsögn um skólann er eftirfarandi: “Ég var á tímamótum í mínu lífi og ákvað að skella mér í ABC skólann án þess að þekkja neitt til hans, fann upplýsingar um hann á internetinu þegar ég var að leita að sjálfboðaliðastörfum. Ég var smá kvíðin en það var óþarfi því þessi skóli stóð alveg undir mínum væntingum. Það er mjög fræð- andi, skemmtilegt og hreinlega mannbæt- andi að sitja hann. Ég var þeirrar gæfu að- njótandi að fara í vettvangsferð í lok skólans til Kenya sem var ótrúleg upplifun, en þar fékk ég að starfa i í fátækrahverfum Nairobí með heimsóknum á heimili fátækra barna sem þurftu stuðning til að stunda skóla. Í lok ferðarinnar fengum við að heimsækja Masaaia þorp undir rótum Kilimanjaro þar sem starfsfólk ABC tókst með samningum að fá einn þorpshöfðingja til að samþykkja byggingu ABC skóla í þorpinu sínu. Þetta var í desember 2011 og núna eru nemendur á annað hundrað sem stunda þennan skóla. Að fá að taka þátt í þessu er algjörlega óborganlegt og ég mun búa að því alla ævi. Ég hef haldið áfram að starfa hér heima við fjáröflun til styrktar starfinu. Ég verð ævin- lega þakklát ABC fyrir þetta tækifæri”. Tvöfalt gagn ABC skólinn hefur fært starfinu röð af ein- stöku fólki sem hefur skilað sér í sjálfboða- vinnu og eða stutt starfið með öðrum hætti. Margt af því kemur fram í þessu blaði. Einn þeirra, Patricia Segura Valdes, bauð fram vinnu sína með því að halda námskeið í spænsku með það fyrir augum að nám- skeiðsgjöldin yrðu notuð til að greiða laun kennara ABC skóla erlendis. Þátttakendur gera þar af leiðandi Tvöfalt gagn um leið og þeir efla kunnáttu sína. Þetta spurðist út til stuðningsaðila ABC og fleiri bættust við sem buðu sig fram til að halda námskeið. Nú á haustmisseri eru í boði námskeið í spænsku I og II og standa þau nú yfir. Kenn- ari er eins og fyrr segir Patricia Segura Valdes. Þá er framundan 6 kvölda námskeið í frönsku fyrir byrjendur á fimmtudagskvöld- um og hefst það 6. nóvember. Kennari er Lilja Baldursdóttir. Efling samskipta er námskeið sem hefur það að markmiði að hjálpa fólki að bæta samskipti sín við samstarfsfólk með því að hjálpa því að koma auga á bæði styrkleika sína og veikleika og að nýta sér þá til gagns. Það verður þrjá fimmtudagsmorgna og hefst 8. nóvember. Kennari er Ragnar Gunnars- son. Tvöfalt gagn mun einnig bjóða upp á fjögurra kvölda námskeið í bragfræði, dagana 12., 13., 19. og 20. nóvember. Farið er yfir grunnatriði hefðbundinnar brag- fræði, fjallað um alla helstu bragarhætti í íslenskum kveðskap og þróun hefðbundins kveðskapar frá fyrstu tíð til dagsins í dag. Þátttakendur fá að spreyta sig á að yrkja eigin vísur og leggja fram eigin kveðskap. Kennari er Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Hagyrðingamót Hagyrðingamót, undir stjórn Ragnars Inga Aðalsteinssonar, verður haldið laugardaginn 3. nóv. kl. 20:00 í sal LÍF fyrir LÍF á Lauga- vegi 103. Hagyrðingarnir Bjarki M. Karlsson, Helgi Zimsen, Sigrún Haraldsdóttir, Sigurjón V. Jónsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson munu kveðast á og standa fyrir vísnasölu. Hægt verður að leggja inn beiðni um sérorta vísu í völdum braghætti gegn greiðslu. Einnig er hægt að panta vísu með fyrirvara á netfang- ið ria@hi.is fyrir fimmtud. 1. nóvember. Allur ágóði kvöldsins verður nýttur til að koma aftur á skólamáltíð í grunnskóla ABC í Pakistan. Skólastarfið hófst haustið 2009 og stóð skólinn yfir í 15 vikur. Nemendurnir sem voru á aldrinum 17 - 69 ára gerðu sér grein fyrir að þeir voru að taka þátt í brautryðjendstarfi og það var svolítið verið að henda sér í djúpu laugina svona í byrjun. Í mars 2010 var fyrsti hópurinn útskrifaður með stolti og rúmri viku síðar fór hluti af hópnum í vett- vangsferð til ABC í Kenýa. Bryndís Rut Stefánsdóttir, skólastjóri ABC skólans Þjálfun sjálfboðaliða til hjálparstarfs á vegum ABC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.