Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 76
68 bækur Helgin 26.-28. október 2012 Fimmtíu gráir skuggar var mest selda bók landsins á tímabilinu 7. til 20. október samkvæmt metsölulista bókaverslana. Bókin er fjórða mest selda bók ársins. SívinSælt mömmuklám  ritdómur Skáld H ann er ekki hávaxinn maður, fremur kubbslegur þó ekki þétt-holda. Höfuðið er í stærra lagi og andlitsdrættir eru stórskornir. Nefið er stutt og granstæðið breitt. Hárið er tekið að grána þó ekki orðið alhvítt. Þannig gæti hljómað mannlýsing á Einari Kárasyni sem hefur nú lokað þríleiknum sínum um Sturlungaöld. Bálkurinn hófst með Óvinafögnuði, vel heppnaðri sögulegri skáldsögu um bar- dagana sem geisuðu á Íslandi mest alla 13. öld, Sturlungaöldina. Framhaldið, Ofsi, var meira af því sama, bardögum og hugrenningum löngu liðinna manna. Ekki alveg jafn góð og sú fyrri. Saman eru þær þó skemmtilegir reyfarar um bardaga Íslendinga á söguöld. Nútíma Íslendingasögur. Nú lokar Einar bálknum með allt öðruvísi bók. Ekki beinlínis sögulegri skáldsögu, frekar sögulegri skáldævi- sögu. Bókin er þó byggð eins og þær fyrri þannig að lesandinn fær söguna frá mörgum hliðum í stuttum köflum. Bókin fjallar um ævi skáldsins Sturlu Þórðarsonar (1214 - 1284) sem var einn af hinum kolvitlausu Sturlungunum. Hann lifði svo gott sem alla þessa vígaöld. Þetta er því skemmtileg nálgun til að gera upp þessa tíma og nota þennan eina mann sem viðmið. Bókin er í rauninni hálfgerður eftirmáli hinna tveggja. Uppgjör skáldsins við þessa róstursömu tíma sem og þrautagönguna við að koma sögunni á skinn. Hvernig menn sem dragast óviljandi og nánast út af engu inn í atburði sem leiða til allra þeirra voðaverka sem unnin voru á þessu tímabili. Aðdáun Einars Kárasonar á skáldinu leynir sér ekki og þótt sannað þyki að Sturla hafi skrifað stóran hluta Sturl- ungu og að margra mati þann merkasta, virðist Kárason sannfærður um að hann sé einnig höfundur sjálfrar Brennu- Njálssögu. Sem er skemmtileg tilgáta og sjálfsagt margt til í henni. Sagan flakkar fram og til baka í ævi þessa merka skálds og eins og áður segir fær lesandinn mörg sjónarhorn á lífshlaup Sturlu og því kemur í ljós mjög sterk mynd af þessum manni. Þó er hann langt því frá upphafinn sem manneskja en sem skáld er hann settur í flokk útvaldra. Einari Kárasyni virðist það einmitt sérstaklega tamt að gæða persónurnar í bókum sínum lífi og nær að skila þessum fornmönnum og forfeðrum þannig að við sjáum þá ljóslifandi fyrir okkur. Fólk með breyskleika og húmor. Einfaldlega venjulegt fólk en ekki ósnertanlegir postular sögualdarinnar. Í einum kaflanum er Sturla kófdrukkinn og býðst af alúð aftur og aftur til þess að slá færeyskan gestgjafa sinn utan undir. Eitthvað sem allir hafa séð fulla frændann í partíinu gera en ekki jafn margir hefðu trúað upp á virt skáld frá 12 hundruð og eitthvað. Bókina las ég sum sé og hafði gaman af og hafði lesturinn þau áhrif á lífið á mínu heimili að ek byrjaði að tala sem fornmaður væri og var hornauga litinn þær stundir sem það lifði. Svona svipað og þegar ég skrepp norður í Þingeyjar- sýslurnar og byrja að tala með allt of þykkum norðlenskum hreim. Það skal þó koma fram í þessari rýni að ég er meiri svona „bíða eftir myndinni“ maður en „bókin var betri“ maður og ég sé ljós- lifandi fyrir mér að samstarf milli þeirra Einars og meistara Hrafns Gunnlaugs- sonar myndi skila stórgóðri ræmu. Íslendingasaga fyrir byrjendur Kristín Marja Baldursdóttir hefur um langt skeið verið meðal vinsælustu rithöfunda landsins. Það ætti því að vera aðdáendum hennar fagnaðarefni að hún var að senda frá sér nýja bók. Sú kallast Kantata og er lýst sem margradda fjölskyldusögu þar sem þræðir fléttast, spinnast, vindast og rakna. Kristín Marja er fædd 1949 og starfaði sem kennari og blaðamaður áður en hún helgaði líf sitt ritstörfum. Fyrsta bók Kristínar Marju var Mávahlátur sem sló rækilega í gegn og var síðar kvikmynduð. Stórvirki Kristínar Marju er tveggja binda skáldsagan Karitas án titils og Óreiða á striga sem segir ævisögu listakonunnar Karitasar og spannar alla tuttugustu öldina. Þær seldust samanlagt í yfir tuttugu þúsund eintökum og eru enn að seljast. Karlsvagninn naut sömuleiðis mikilla vinsælda og seldist í yfir tíu þúsund eintökum. Kristín Marja er leikhússkáld Borgarleikhússins um þessar mundir. Margradda fjölskyldusaga Kristínar Marju Kristín Marja Baldurs- dóttir.  Skáld Einar Kárason Mál og menning, 235 síður. 2012. Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is metsölu- bækur www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu kiljur 7.–20.10.2012 Félag íslenskra bókaútgeFenda 1. sæti kiljur 7.–20.10.2012 Félag íslenskra bókaútgeFenda 5. sæti kiljur 7.–20.10.2012 Félag íslenskra bókaútgeFenda 6. sæti kiljur 7.–20.10.2012 Félag íslenskra bókaútgeFenda 7. sæti kiljur 7.–20.10.2012 Félag íslenskra bókaútgeFenda 2. sæti kiljur 7.–20.10.2012 Félag íslenskra bókaútgeFenda 4. sæti kiljur 7.–20.10.2012 Félag íslenskra bókaútgeFenda 3. sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.