Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 79
SKÓLAVÖRÐURSTÍGUR 14 • 101 Reykjavík
www.sjavargrillid.is • Sími 571 1100
Opnunartími yfir hátíðarnar.
23. des 11:30-16:00 & frá 17:00
24.& 25.des lokað 26.des frá 17:00
31.des 11:30-16:00 & frá 17:00 1.jan frá 17:00
Jólagrillpartí Sjávargrillsins - Harður pakki fullur af mýkt, fjöllaga góðgæti sem skilar hinni sönnu upplifun yls, friðar og allsnægta. Afgreitt fyrir borðið í heild. Verð 8.700 á mann.
Sælkerapakkinn Sjávargrillsins - fjögra rétta hátíðarblanda fjölbreytileika og ferskra hugmynda í bland við hefð. 7.900 á mann.
Litlujólin - í hádeginu eru litlujólin sem reyndar eru fullvaxin þriggja rétta jólaveisla, forréttur er jólaplatti
aðalréttur, kjöt- eða fiskitvenna og í eftirrétt, rís ala mandé með heitri karamellusósu með jólabragði.
Fílubomba og fínmeti - Skötuilmurinn liðast upp eftir Skólavörðustígnum á Þorláksmessu 11:30 til 16:00
4.900 kr. Pantið tímanlega, nú þegar farið að þéttast í árlega Skötuveislu Sjávargrillsins.
Föstudaginn 26. október kl. 20 – 2. sýning
laugardaginn 27. október kl. 20 – 3. sýning
sunnudaginn 4. nóvember kl. 20 – 4. sýning
laugardaginn 10. nóvember kl. 20 – 5. sýning næstsíðasta sinn
laugardaginn 17. nóvember kl. 20 – 6. sýning síðasta sinn
miðasala í Hörpu og á www.Harpa.is – miðasölusími 528 5050
FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR!
„Óperan hefur unnið enn einn sigurinn og sannarlega sinn
stærsta í Hörpu til þessa“
– Gunnar Guðbjörnsson, Smugumenning
„Jóhann Friðgeir var alveg magnaður! Hulda Björk Garðars-
dóttir var stórkostleg...Viðar Gunnarsson sömuleiðis...Elsa
Waage vann leiksigur, söngurinn hástemdur og litríkur...
Anooshah Golesorkhi söng einstaklega fallega.“
– Jónas Sen, Fréttablaðið
Söngvararnir...öll með tölu framúrskarandi!
– Gunnar Guðbjörnsson, Smugumenning
„Kom mér ánægjulega á óvart. Íslenska óperan er komin heim!“
– Hlín Agnarsdóttir, Djöflaeyjan
„Leikmynd og lýsing Gretars Reynissonar og Björns Berg-
steins algerlega frábær, makalaust flott.
– Helgi Jónsson, Víðsjá
„Hljómsveitin var frábær.“
– Jónas Sen, Fréttablaðið
„Sem endranær brilleraði kór ÍÓ“
– Ríkarður Örn Pálsson, Morgunblaðið
„Mikil upplifun, frábær tónlist - og vel flutt.“
– Greipur Gíslason, Morgunútvarpið Rás 1
„Hulda Björk var algjörlega frábær...Elsa Waage var gríðar
lega sterk...Viðar Gunnarsson virkilega flottur.“
– Helgi Jónsson, Víðsjá
Nokkrar umsagnir áhorfenda á netmiðlum:
„Hreint út sagt frábær sýning. Stórkostlegur söngur.“ – Eiður Guðnason
„Það var engu líkara en hlið himnaríkis hefðu opnast.“ – Sigríður Ingvarsdóttir
„Stórkostleg sýning. Söngur, ljós og umgjörð á heimsmælikvarða.“ – Jóhanna Pálsdóttir
tónleikar
Liwen Huang
kynntist eigin-
manninum á
Plaza
É g kom fyrst til Íslands í frí,“ segir Liwen Huang frá Najing í
Kína en hún og Sigurður
Halldórsson (sellóleikari og
meðlimur CAPUT, Camer-
arctica osfrv.) verða með
tónleika í Norræna húsinu á
sunnudaginn klukkan 15.15.
Yfirskrift tónleikana er Þjóð-
legt og alþjóðlegt og þau Sig-
urður munu leika Tilbrigði
við stef frá Slóvakíu eftir Bo-
huslav Martinu, Sónötu í d
moll eftir Claude Debussy og
Sónötu op. 19 í g moll eftir
Sergei Rachmanioff.
Liwen nam píanólistina
í Stavanger og kenndi um
tíma í Noregi. Í fyrrnefndu
fríi á Íslandi kynntist hún
manninum sínum. Hann var
að leysa af á Center Plaza
hótelinu í Reykjavík. Þau
giftu sig í fyrra en héldu
veisluna hér á landi í sumar
þegar foreldrar hennar komu
til landsins.
„Fyrst eftir að við kynnt-
umst þá prófuðum við að
búa í Noregi en erum hér
núna. Í desember ætlum við
að halda brúðkaupsveislu í
Kína,“ segir Liwen glaðlega
en tónleikarnir byrjar sem
fyrr segir klukkan 15.15 og
kostar aðeins 2.000 krónur
inn.
Liwen Huang heldur tónleika í Norræna
húsinu á sunnudag.