Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 27
H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Sigurbjörg Ágústsdóttir missti manninn sinn 2004 Sigurbjörg giftist Sveini Sigurðssyni árið 1999 og eignuðust þau soninn Ágúst saman. Sveinn lést árið 2004 en síðar giftist hún Hafþóri Hafsteins- syni og saman eiga þau þrjá drengi. Sveinn barðist lengi við krabbamein og var jarðsunginn 16. ágúst, á afmælisdegi Ágústs. Hafþór og Sigurbjörg giftu sig einnig á þessum degi og þann dag var yngsti sonur þeirra skírður. Sigurbjörgu þótti erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að hún væri ekki lengur gift ást- inni sinni. Hún vissi ekki hvað hún átti að gera við giftingarhringinn hans eða hversu lengi hún átti að bera sinn. Sorgin var henni þung en hún átti gleðigjaf- ann Ágúst litla og þau hugsuðu vel um hvort annað. Í bókinni lýsir Sigurbjörg sorgarferlinu á hreinskilinn og fallegan hátt. þetta. Og þetta er ferli. Fyrsta, annað og þriðja árið eru ekki eins,“ segir Guðfinna og bendir á að í bókinni fjalli þær einnig um muninn á kynjunum hvað sorgina varðar: „Auðvitað má ekki horfa um of í slíkar alhæfingar því margir karlmenn tilheyra kvenna- módelinu og öfugt. En almennt talað þá eru tvö módel í þessu. Kvennamódelið og karlamód- elið. Karlar eiga að hafa meiri tilhneigingu til að byrgja inni, loka, og þeir hafa ekki eins mikinn orðaforða þegar kemur að því að syrgja. Svo gráta þeir ekki eins mikið. Þeir setja sorg- ina í virkni og athafnir og kjósa einveru. Konur hinsvegar gráta og tala mikið. Kannski verður það fullmikið hjá okkur á köflum því við getum orðið lamaðar af sorg. Við finnum mikið til og viljum deila sorginni og hleypa henni út.“ Er önnur aðferðin betri en hin? „Nei. Um tíma var talað illa um karllægu aðferðina. Eins og það væri verra að vera eins og karlinn og betra að vera eins og konan. Það hefur breyst og helstu sérfræðingar í þessu sorgarferli í dag segja að þegar til lengri tíma er litið komi drengir ekki verr út en stúlkur þótt þeir bregðist öðru- vísi við í sorg. Í raun sýna sömu rannsóknir meiri tilhneigingu hjá stúlkum að verða kvíðnar og þunglyndar. Ég tel sjálf persónu- lega mikilvægt að kynin læri hvort af öðru. Önnur aðferðin er ekkert betri eða verri.“ Dauðinn er óumflýjanlegur Að lokum vilja vinkonurnar þakka öllum sem komu að gerð bókarinnar Makalaust líf. Efnið er viðkvæmt og þær eru stoltar af því hugrakka fólki sem ljær bókinni rödd sína. „Sorgin tekur langan tíma,“ segir Guðfinna og vill benda fólki á að sýna fólki í sorg skiln- ing og þolinmæði. Hún fær til sín fólk, á sína stofu, sem spyr hvort það sé óeðlilegt að það sé enn að syrgja maka sinn eftir heilt ár. En það er allt eðlilegt og við erum misjöfn, segir hún. „Fólki liggur á að maður jafni sig,“ segir Anna og viðurkennir að sumir hafi verið hræddir við sig og tekið krók á leið sína frek- ar en að rekast á hana. „Af því að fólk veit ekki hvað það á að segja, hvernig það á að bregðast við, en oft þarf engin orð. Bara faðmlag kannski,“ heldur Anna áfram en í bókinni fara þær yfir það hvernig gott sé að tala við fólk sem er nýbúið að missa og því í mjög viðkvæmu ástandi. „Og gleymum því ekki,“ segir Guðfinna, „að dauðinn er óum- flýjanlegur.“ „Það sleppur enginn lifandi héðan,“ segir Anna og brosir. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Sigurbjörg: „Eftir útförina var Sigur- björg heima í stuttan tíma. Dagarnir liðu þannig að hún fór með drenginn í skólann, þaðan upp í kirkjugarð og svo heim til að gráta.“ (Makalaust líf, síða 64). viðtal 27 Helgin 26.-28. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.