Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 16
Stjúptengsl Börnin mín eiga ellefu foreldri Fjölskyldan mín er ein sú flóknasta gerð af stjúptengslafjöl-skyldu sem ég veit um. Aðeins tvö yngstu börnin okkar hjóna eiga einungis tvö foreldri. Hin eiga á bilinu þrjú til sex. Samtals eiga börnin okkar sex ellefu foreldri. Til að flækja þetta mál aðeins meira má segja frá því að þessir ellefu foreldri búa í þremur löndum og eru af fjórum þjóðernum. Sex ára dóttir mín er dálítið upptekin af þessu öllu um þessar mundir. Þá sjaldan við erum aðeins fjögur í heimili (hin börnin hjá hinum foreldrum sínum úti í bæ) segir hún stundum upp úr eins manns hljóði: „Þetta er alfjölskyldan mín“. Ætli það sé ekki leið barnsins til þess að skilja það flókna fjölskyldumynstur sem hún er hluti af? Við forðumst samt að tala um stjúp-systkin eða hálfsystkin heima hjá okkur – án þess þó að það sé eitthvert tabú. Börnin okkar eru öll jafnmikil systkin hvort sem þau eru meira eða minna skyld eða bara alls ekkert skyld. Eitt sinn fengum við Au-Pair stúlku sem var hjá okkur í um ár. Hið fyrsta sem elsta dóttirin á heim- ilinu gerði var að setjast niður með henni og teikna upp fjölskyldutengslin. Þau voru of flókin svo hægt væri að útskýra þau með orðum. Dóttir mín var að eignast fyrrverandi stjúpbróð- ur. Fyrrverandi stjúppabbi hennar var sem sagt að eignast son. Hún er í miklu sambandi við þennan fyrrverandi stjúpa sinn sem hún ólst upp með frá því hún var þriggja ára þar til hún var sjö ára og kallar hann enn „Daddy“. Ég spurði hana að því hvort henni fyndist að hún hefði verið að eignast bróður. Hún hugsaði sig aðeins um og svaraði:„Nei – frekar frænda.“ Stjúptengsl geta orðið ansi flókin. Samband kynforeldris og barns er annars eðlis en samband stjúpforeldris og barns. Það er ekki fyrr en bæði kynforeldrið og stjúpforeldrið gera sér í grein fyrir því að hlutirnir verða auðveldari. Áður en ég valdi að gerast stjúpforeldri vissi ég í raun ekkert um hlutverkið. Ég var móðir fyrir og bjóst við því að stjúpmóðurhlut- verkið væri eins. Ég gerði miklar kröfur til sjálfrar mín um það að ég myndi elska stjúpbörnin mín alveg á sama hátt og mitt eigið barn. En það var öðruvísi en ég bjóst við. Tengslin eru allt önnur, ekki síst hvað varðar tilfinningalega endurgjöf frá stjúpbarninu – sem auðvitað á þegar tvö kynforeldri sem það elskar meira en allt annað í heiminum og þarf í raun ekkert fleiri foreldri. Það var ekki fyrr en við fjölskyldan fórum í stjúptengslaráðgjöf til Valgerðar Halldórsdóttur að ég fékk að heyra að stjúpmæður gera ósjaldan óraunhæfar kröfur til sjálfra sín varðandi tengsl sín við stjúpbörn. Það er allt í lagi að elska þau öðruvísi en sín eigin börn. Lykilorðið er „öðruvísi“. Ég elska stjúpbörnin mín en ég veit að þau eiga mömmu sem þau elska miklu meira og öðruvísi en mig – og ég veit að dóttir mín mun aldrei elska stjúpmömmu sína meira en mig – og þannig á það að vera. Þau elska mig öðruvísi en mömmu sína – og ég elska þau öðruvísi en börnin sem ég gekk með. Gagnkvæm virðing og vin- skapur eru lykilorðin í samskiptum stjúpforeldra og barna, að mínu mati. Ég geri kröfu um að þau sýni mér virðingu og séu vingjarn- leg og virði þær reglur sem gilda á heimilinu. Ég sýni þeim ást og umhyggju. Ég geri ekki þær kröfur að tilfinningasamband okkar sé eins og milli kynforeldris og barns. Þegar ég uppgötvaði þetta – varð hið flókna stjúptengsla net mitt miklu einfaldara. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll E N N E M M / S ÍA / N M 5 4 5 1 2 Ergo vill aðstoða þig við að eignast farartæki Áfram bjóðum við græn bílalán án lántökugjalda. Við bjóðum einnig 50% afslátt af lántökugjöldum á bílalánum og bílasamningum í október. Reiknaðu með okkur á ergo.is. Afsláttur af lántökugjöldum Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Foscam Monitor - Camera 1 - heima Verslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur Kíktu heim - til öryggis Engin áskriftargjöld öryggismyndavélar -gæsla og öryggi Verð: 39.750 kr. Bendum á reglur um rafræ na vöktun á personuvernd.is • Þráðlaus samskipti við tölvur og snjallsíma • Háskerpumyndavél fjarstýrð með símanum • Sendir myndir í tölvupósti við hreyfingu • Möguleiki á upptöku beint á minniskort • Nýjasta tækni í myndgæðum • Einföld uppsetning – Íslenskar leiðbeiningar • Gæsla í þínum höndum – Engin áskriftargjöld Foscam er leiðandi á sínu sviði með mest seldu öryggismyndavélar í Bandaríkjunum Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Þráðlaus samskipti Fjarstýrð Pan / Tilt Greinir hreyfingu og sendir boð Hljóðnemi og hátalari Nætursjón Háskerpu- myndgæði Helgin 26.-28. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.