Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 86

Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 86
 dans stóra systir er hörku þjálfari Berglind Ýr hjálpar litla bróður í nútímadansinum Birkir og Helga Kristín vöktu verðskuldaða athygli í fyrsta þætti Dans, dans, dans um síðustu helgi. Þau njóta leiðsagnar sigurvegara fyrstu þáttaraðarinnar, Berglindar Ýrar, en hún er eldri systir Birkis. Birkir Karlsson er nýorðinn sextán ára, er á fyrsta ári í Verzlunarskólanum og dansar með jafnöldru sinni, Helgu Kristínu, í Dans, dans, dans. Ljósmynd/Hari d ansparið unga, Birkir Karlsson og Helga Kristín, dönsuðu sig með glæsibrag í gegnum fyrsta þátt Dans, dans, dans á laugardagskvöld. Þau eru aðeins sextán ára gömul og rétt sleppa þannig í gegnum aldurstakmark þáttarins sem er sextán ár. Birkir er litli bróðir sigurvegarans í Dans, dans, dans frá því í fyrra og nýtur að sjálfsögðu reynslu og ráða stóru systur. „Ég er búinn að æfa samkvæmisdansa síðan ég var níu ára en það eru ekki nema um það bil tveir mánuðir síðan ég byrjaði að æfa nútímadans og ballet í Listdansskólan- um,“ segir Birkir sem tók þetta stóra hliðar- spor sérstaklega með Dans, dans, dans í huga. „Við Helga Kristín keppum í nútíma- dansi þannig að ég er að fara dálítið langt út fyrir þægindarammann.“ Birkir gat ekki tekið þátt í Dans, dans, dans í fyrra vegna ungs aldurs en hann fylgdist spenntur með stóru systur sinni. „Ég fór alltaf til þess að horfa á hana,“ segir dansarinn ungi sem er hæst ánægður með að geta verið með að þessu sinni. „Þetta er mjög gaman og alveg ofboðslega mikil reynsla sem við fáum út úr þessu.“ Birkir og Helga Kristín semja dansatriði sitt saman en njóta leiðsagnar og dyggilegs stuðnings Berglindar Ýrar sem er sjö árum eldri en þau. „Systir mín hjálpar okkur og við erum að gera þetta í sameiningu með henni. Hún er hörkuþjálfari,“ segir Birkir um stóru systur. Ég er að fara dálítið langt út fyrir þæg- indaram- mann. Berglind Ýr, sigur- vegari Dans, dans, dans í fyrra, Birkir og Helga Kristín hafa undirbúið sig af kappi. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is  prjónarar arne & Carlos heimsækja Ísland og prjóna jólakúlur Ánægjulegt að strákar séu farnir að prjóna V ið ætlum að kenna fólki að prjóna jólakúlur og vonandi að koma því í hátíðarskap!“ segir Carlos Zachrison, annar helmingur hönnunartvíeykisins Arne & Carlos sem væntanlegt er hingað til lands í næstu viku. Arne & Carlos eru þekktir hönn- uðir sem búa og vinna og saman í Noregi. Þeir slógu í gegn með bók- inni Jólakúlur þar í landi árið 2010. Bókin hefur selst í um 60 þúsund eintökum og hefur síðan verið gefin út á tíu tungumálum. Heimsókn þeirra hingað er í tengslum við út- gáfu bókarinnar. Hannyrðir hafa alltaf notið vin- sælda á Íslandi en eftir efnahags- hrunið hefur orðið einhvers konar prjóna-sprengja. Er þetta heppileg iðja þegar erfiðleikar steðja að? Eða er þetta kannski hobbí fyrir fátækt fólk? „Mér finnst prjónaskapur ekki vera áhugamál fátæks fólks og ég held að efnahagsþrengingar eigi ekki bara sök á þessum vinsældum,“ segir Carlos, fremur ósáttur við spurninguna. Hann segir að netið skýri auknar vinsældir prjónaskapar. „Í dag er stanslaust verið að fóðra okkur á upplýsingum svo það verður sífellt vinsælla að leita í einfaldari hluti. Í matargeiranum er „slow fo- od“-hreyfingin mjög vinsæl, að borða mat úr nærumhverfinu sem eldaður er upp á gamla mátann. Og af sömu sökum eru sífellt fleiri farnir að prjóna – meira að segja börn. Þeim finnst það framandi og njóta þess að vinna með höndunum. Bæði strákar og stelpur prjóna í dag, þetta er ekki bara fyrir kvenfólk lengur. Og það er ánægjulegt.“ Carlos segir að hann og Arne hafi heimsótt Ísland árið 2007. Þeir hafa því þegar kynnt sér íslenska prjóna- hefð: „Við keyptum gullfallega bók með íslenskum mynstrum og svo pöntuðum við okkur aðra bók með fleiri mynstrum svo við erum þegar undir áhrifum af ykkar frábæru prjónahefð.“ Carlos og Arne koma til lands- ins næsta föstudag og koma fram á prjónakaffi í Norræna húsinu sunnudaginn 4. nóvember klukkan 14. Þeir vonast til að geta skoðað sig um meðan á heimsókninni stendur. „Kannski getum við baðað okkur í einni af sundlaugunum í Reykjavík eða Bláa lóninu.“ -hdm Arne Nerjordet and Carlos Zachrison ætla að kenna Íslendingum að prjóna jólakúlur. Ra f- og hl jóð bó k Fifty Shades Trilogy · Fifty Shades of Grey · Fifty Shades Darker · Fifty Shades Freed eftir E L James Allar þrjár saman! Einar í Turninn Athafnamaðurinn Einar Bárðarson er kominn á fullt eftir brotthvarf frá útvarpsstöðinni Kananum. Einar sótti um stöðu bæjarstjóra í Garði en fékk ekki. Þess í stað ákvað hann að snúa sér að sérsviði sínu, tónleikahaldi og almanna- tengslum. Einar skipuleggur stórtónleikana Hátt í Höllinni í desember og hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Meðbyr. Hefur hann komið sér fyrir í Turn- inum á Smáratorgi en þar er fyrir á fleti annar almannatengill, Jón Geirdal með sitt Ysland. Gulldrengurinn kominn í gull Ótrúleg velgengni tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta Einarssonar heldur áfram. Plata hans, Dýrð í dauðaþögn, var vinsælasta plata landsins enn eina vikuna á Tónlistanum sem kynntur var í vikunni. Á sunnudaginn fyrir rúmri viku höfðu 4.511 eintök selst af plötu hans og á þeim tæpu tveim vikum sem síðan eru liðnar er Ásgeir skriðinn yfir fimm þúsund seld eintök og reyndar vel það. Það tók þennan tvítuga tónlistarmann því ekki nema sex vikur að ná gullsölu. Það er árangur sem margir reyndari og stærri listamenn myndu vera stoltir af. Bráðkvödd bíómynd Íslenska hasar- og spennumyndin Blóðhefnd, eftir Ingó Ingólfsson, staldraði svo stutt við í kvikmynda- húsum í Reykjavík að furðu sætir. Jafnvel þótt fyrstu dómar um hana hafi verið átakanlega neikvæðir þá má segja að myndin hafi orðið bráð- kvödd. Myndin hvarf úr sýningu fimm dögum, eða svo, eftir frumsýningu sem er einsdæmi fyrir íslenska mynd en fregnir herma að kvikmyndahúsin hafi ekki séð tilgang með því að bíða eftir að bíógestir tækju við sér þar sem aðeins 56 manns sáu Blóðhefnd yfir frumsýningarhelgina. 78 dægurmál Helgin 26.-28. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.