Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 34
C atalina Mikue Ncogo ólst upp á heimili foreldra sinna í Miðbaugs-Gíneu. Á seinni hluta tíunda áratug- ar síðustu aldar sigldi íslenskur frystitogari til Miðbaugs-Gíneu á vegum þarlendra stjórnvalda til að kanna aðstæður til fisk- veiða við strendur landsins. Þegar skipið var ekki á veiðum lá það við festar í höfn- inni í Malabo. Nokkrir Íslendingar voru í áhöfninni og tókust kynni með einum þeirra og hinni ungu Catalinu. Þegar verkefni skipsins var lokið laumaði Íslendingurinn hinni ungu kærustu sinni um borð og við tók ævintýralegt ferðalag til lands sem Catalina vissi ekkert um. Catalina steig fæti á íslenska grund hinn 31. október 1997 og framvísaði illa fengnu vegabréfi í nafni Jacintu Correia Goncalves, fæddri á Grænhöfðaeyjum hinn 1. mars 1977. Hún var síðar dregin fyrir dómara fyrir að hafa komið inn í landið á fölskum forsendum. Hjónaskilnaður og vændi Catalina og sjómaðurinn gengu í hjónaband árið 1999 og hófu búskap í Vestmanna- eyjum. Húsmóðurlífið og vinna í fiski áttu illa við Catalinu og um það leyti sem hjónabandið leystist upp var hún farinn að íhuga alvarlega að framfleyta sér með því að selja sig. „Ég ákvað að fara út í vændi um svipað leyti og skilnaðurinn fór fram. Ég byrjaði því að selja mig árið 2006 þegar ég var 25 eða 26 ára. Ég hefði alveg getað farið að vinna aftur í fiski eða á kassa í Bónus, en takmark mitt var að verða rík og það gerist ekki ef maður vinnur fyrir aðra,“ segir Catalina í sögu sinni, Hið dökka man, sem kom út haustið 2010. Catalina kallaði sig Svörtu perluna enda fullviss um yfirburði sína á vændismark- aðnum. Þegar hún hafði fest sig í sessi seldi hún sig dýrt og gerðist vandlát á við- skiptavini. Uppgangur Catalinu á vændis- markaðnum var með slíkum ólíkindum að hún sá sér þann kost vænstan að fá fleiri vændiskonur til liðs við sig. Og rukkaði minna fyrir þjónustu þeirra en sína eigin. Eftir að lögreglan lauk rannsókn sinni á Catalinu skráði hún sig á spjöld íslenskrar réttarsögu þegar hún var fyrst allra á Ís- landi ákærð fyrir mansal. Hún var sýknuð af þeirri ákæru og fimm Litháar njóta þess mjög svo vafasama heiðurs að hafa fyrstir manna verið dæmdir fyrir mansal á Íslandi. Catalina fékk hins vegar dóm fyrir að hafa hagnast af vændi sem þriðji aðili, nokkur ofbeldisbrot og tilraun til innflutn- ings á fíkniefnum. Samanlagt fékk Catalina tæplega fimm ára fangelsisdóm fyrir öll brotin þar sem brot gegn valdstjórninni og árásir á lögreglumenn komu einnig við sögu. Frjáls og vill vera í friði Catalina sagðist í málsvörn sinni ekki hafa neytt nokkra konu til þess að stunda vændi og að ákæran um mansal væri út í hött. Konur sem störfuðu hjá henni vitnuðu þó gegn henni og sökuðu hana um að hafa tekið af þeim vegabréf og beitt þær ofbeldi og annarri nauðung. Catalina hélt því aftur á móti fram að allar konurnar hefðu stundað vændi áður og hefðu flestar haldið því áfram eftir að þær hættu að starfa fyrir hana. Hún sagðist hafa komist í kynni við mellumömmur og fjölda vændiskvenna á meðan hún seldi sig í Evrópu og þegar ásókn íslenskra karlmanna í þjónustu hennar varð henni ofviða, hafi hún leitað til vinkvenna sinna eftir liðsauka. Flestar stúlkurnar komu að hennar sögn frá vænd- ishúsum í Þýskalandi. Catalina er nú frjáls ferða sinna og þátt- urinn um hana er gerður í óþökk hennar en hún segist hafa fengið sig fullsadda af kastljósi fjölmiðlanna og vilji fá að lifa lífi sínu í friði. Hún kaus þó að segja sögu sína í bókinni Hið dökka man fyrir tveimur árum og í bókarlok segist hún hafa lært af reynslunni. „Ég er búin að eyða tímanum í fangelsi í grát, þunglyndi og svefnleysi, en ætla ekki að láta þessa refsingu og þjáningu mína verða til einskis. Ég vil halda áfram að berj- ast fyrir því sem ég tel rétt en ætli ég gerist ekki bara nunna til að vera viss um, að geta um frjálst höfuð strokið í framtíðinni.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Ég er búin að eyða tímanum í fangelsi í grát, þung- lyndi og svefnleysi, en ætla ekki að láta þessa refsingu og þjáningu mína verða til einskis. Svarta perlan seldi sig dýrt Annar þátturinn í röðinni Sönn íslensk sakamál verður sýndur á Skjá einum á mánudagskvöld en í honum verður farið yfir vægast sagt skrautlegan feril Catalinu Mikue Ncogo sem gerðist frek til fjörsins á íslenskum vændismarkaði fyrir nokkrum árum. Catalina vakti fyrst athygli þegar DV greindi frá því að hún ræki vændishús við hlið lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Hún var fyrsta manneskjan á Íslandi sem var ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeirri ákæru. Hún fékk fangelsisdóm fyrir hórmang og fleiri brot. Nokkrir kúnna hennar voru ákærðir fyrir vændiskaup en sluppu með sektargreiðslu. Fyrsta fréttin um Catalinu sem í kjölfarið varð alræmd á Íslandi. Hin unga Catalina á leið til Vestmannaeyja með íslenska sjómanninum sínum. Ísland var aldrei fyrirheitna landið í huga Afríku- stúlkunnar sem gafst upp á hjónabandinu og fór út í vændi. (Sviðsetning úr Sönn íslensk sakamál). Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt teppi á stigaganginn – nú er tækifærið !!!! Eitt verð - niðurkomið kr. 5.790 m2 Verðdæmi: 70 fermetra stigahús með 8 íbúðum Heildarverð 405.300 kr Vsk af vinnu 39.825 kr pr. íbúð aðeins 45.684 kr Komum á staðinn með prufur og mælum, ykkur að kostnaðar lausu Ra f- og hl jóð bó k Fifty Shades Trilogy · Fifty Shades of Grey · Fifty Shades Darker · Fifty Shades Freed eftir E L James Allar þrjár saman! 34 sakamál Helgin 26.-28. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.