Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 44
4 ABC BARNAHJÁLP Hugmyndin á bak við Líf fyrir Líf er sú að fólk gefi barni líf fyrir líf horfins ástvinar og heiðri þannig minningu viðkomandi. Ég hafði velt því lengi fyrir mér hvernig ég gæti heiðrað minningu hans eftir svo ótímabæran dauða og erfitt sorgarferli“ Þetta segir Sigrún G. Jónsdóttir, hjá ABC barnahjálp og fyrrum nemi í ABC skólan- um, en hún missti manninn sinn, Friðstein Helga, í sjóslysi fyrir fimmtán árum. Hún er konan að baki LÍF fyrir LÍF hugmynd- inni en þar gefst fólki tækifæri til að styrkja fátækt barn til betra lífs í minningu horfins ástvinar og jafnframt að leggja einstökum verkefnum lið í minningu ástvina. Hún segir hugmyndina því fimmtán ára gamla en það hafi tekið hana tíma að finna henni farveg og koma í framkvæmd. „Ég hafði ekki skrifað minningargrein á sínum tíma, hans var lengi leitað og þetta tók eðlilega mikið á. Ég ákvað þess í stað að finna aðra leið til að minnast hans. Fyrsta hugmyndin var að fá Bubba Morthens til þess að flytja lag honum til heiðurs, en hann var mikill aðdáandi hans. Það má því kannski segja að Bubbi hafi verið fyrsta kveikjan að þessari óhefðbundnu minn- ingargrein.“ Hugmyndinni fundinn farvegur Sigrún vildi koma þessu í framkvæmd og segir að málin hafi svo tekið ákveðna stefnu þegar hún bað um leiðsögn. „Friðsteinn Helgi hefði orðið fimmtíu ára á þessu ári og ég var ekki sátt yfir því að hafa ekki fundið leið til þess að heiðra minningu hans svo löngu síðar. Dag einn á meðan á HM í handbolta 2011 stóð flýtti ég mér heim að horfa á handboltann á netinu,“ útskýrir Sigrún, sem er að eigin sögn mikil áhugakona um handbolta, „Þegar ég kom heim og settist við tölvuna opnaðist heimasíðan hjá ABC og við blasir mynd af dreng sem óskaði eftir aðstoð. Drengurinn var fæddur á dánardegi Friðsteins Helga og ég gat bara ekki sleppt þessu og tók hann að mér án þess að hugsa það frekar. Hann bara kallaði á mig.“ Skömmu síðar bárust fréttir af auknum vanda barna í heiminum og Sigrún segir það hafi verið lokakallið. „Einn morguninn lá blað- ið við útihurðina sem endranær og við mér blasti fyrirsögn um aukna fátækt meðal barna í heiminum. Það var síðasta teiknið og þá al- gjör vissa um að þetta væri málið og að ég ætti að gera eitthvað í þágu fátækra barna og um leið heiðra minningu Friðsteins Helga.“ Lista- og minningarmiðstöðin opnuð LÍF fyrir LÍF, lista- og minningamiðstöð var opnuð fyrir tveimur vikum á Laugavegi. Þetta fer af stað eins og við reiknuðum með, hægt og örugglega, að sögn Sigrúnar. Við erum með listverkasýningu í salnum og hefur að meðal tali eitt barn bæst við á dag frá opnun. Hún segir jafnframt að verkefnið sé ungt og enn í mótun. Við höfum gott húsnæði og mögulega komum við til með að leigja aðstöðuna til minningarathafna af ýmsu tagi og erum við opin fyrir hugmynd- um að frekari nýtingu húsnæðisins. Líf fyrir Líf er staðsett að Laugavegi 103 í Reykjavík, en einnig er hægt að komast í samband við Líf fyrir Líf á vefsíðu ABC barnahjálpar: www.abcchildrensaid.org/is/ LÍF fyrir LÍF Lista- og minningamiðstöð á Laugavegi „Ég hafði ekki skrifað minningargrein á sínum tíma, hans var lengi leitað og þetta tók eðlilega mikið á. Ég ákvað þess í stað að finna aðra leið til að minnast hans.“ Frá starfinu í Burkina Faso Frá starfinu í Filipseyjum Frá starfinu í Filipseyjum Frá starfinu í Senegal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.