Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 20
 Helgin 26.-28. október 2012 Í tilefni af 40 ára af-mæli HM-einvíg-isins í skák finnst mér við hæfi að minnast þess hvernig Freysteinn Þorbergsson stuðlaði að því að það var haldið á Íslandi 1972. Freysteinn hélt til náms í Moskvu í ágúst 1957. Hann horfði á hluta af HM-einvígi milli Botwinniks og Smyslovs og varð það örlagaríkt, því hann fékk þá hugmynd að koma HM-einvígi til Íslands. Hann byrjaði strax í Moskvu að kafa ofan í skáksöguna því hann vissi að það þurfti að fortíð að hyggja ef framtíð skal byggja. Þar sem einvígið var í gangi og allar upplýsingar mundu ekki liggja fyrir fyrr en eftir tvö ár, ákvað hann að skoða einvígi sem haldið hafði verið áður milli Botw- inniks og Tals. Hann skipulagði sig þannig að hann byrjaði á að skoða húsið vandlega. Síðan fór hann á há- skólabókasafn og las allt sem skrif- að hafði verið um einvígið. Það sem hann var aðallega að fiska eftir var hvort húsnæðið hefði verið of stórt eða of lítið eða aðrir gallar komið í ljós. Þannig skoðaði hann 30 hús og hallir hér og þar í heiminum þar sem HM-keppni í skák hafði farið fram. Síðan fór hann í viðkomandi skáksamband til að fá eins nákvæm- ar aðsóknartölur og mögulegt var. Einnig ræddi hann við prófessora ef hann vantaði frekari upplýsingar. Hann safnaði aðsóknartölum til út- reiknings en ef þær vantaði reikn- aði hann út trúverðugar tölur miðað við lýsingar á aðsókn. Hann smækk- aði síðan þær tölur og miðaði við 200.000 manna þjóð. Önnur viðmið var hann einnig með í útreikningum sínum. Það sem myndi auka áhorf: 1. Hve pólitískt einvíg- ið yrði, þar sem full- trúar kalda stríðsins mættust við skák- borðið 2. Frægð Fischers . 3. Forvitni um þessa litlu óþekktu þjóð sem náði svo stórum viðburði. Það sem mundi draga úr áhorfi: 1. Óþekkt land með kalt nafn. 2. Langt að fara og kostnaðarsamt. 3. Dýrt uppihald yfir skáktímabilið. Öll þessi atriði og einhver fleiri sem ég man ekki fengu ákveðið vægi í útreikningum hans. Frey- steinn gerði spá fyrir Ísland. Á skákina sem minnsta áhorfið hlaut komu 5 færri en hann reiknaði með. Á mesta áhorfið komu 38 fleiri en hann var með í útreikningum sín- um og að meðaltali komu 24 fleiri á hverja skák en hann þorði að vona. Freysteinn rannsakaði sögu hvers staðar fyrir sig í 10 ár fyrir keppni og 10 ár eftir keppni til að hafa samanburð á hvaða breytingar hefðu orðið. Alltaf var mikill mun- ur og vel sýnilegur. Aukinn ferða- mannastraumur, ráðstefnuhald og alls kyns ferðamennska og síðast en ekki síst fylgdi leiðtogafundur í kjölfarið. Algengast var að 1-3 ár liðu frá keppninni þangað til leið- togafundur var haldinn en tvisvar hafði liðið skemmri tími og tvívegis hafði það dregist upp undir 10 ár, en É g vil ljúka leiðrétt-ingu húsnæðislána almennings og end- urstilla hagkerfið upp á nýtt. Skapa störf og skapa framtíð. Það hentar engum að bíða nema bönkunum. Ég hef reynslu í því að taka til, endurskipuleggja og byggja upp. Frá hruni hafa um 4000 fyrirtæki farið í þrot. Á sama tíma hefur atvinnu- leysi aukist. Í einhverjum tilfellum hefur tekist að endurreisa fyrirtæki og bjarga störfum. Illa stödd- um fyrirtækjum er hægt að bjarga með nauðasamningi við lánardrottna. Sum fyrirtæki eru svo illa stödd að gjaldþrot er eina lausnin. Í sumum tilfellum er reynt að stofna nýtt félag á rústum þess fallna og bjarga þannig störfum og skapa við- skiptavin fyrir önnur fyrirtæki. Jafn- vel lánardrottnar sem þurfa að afskrifa skuldir geta verið betur settir með nýj- an viðskiptavin til framtíðar en engan. Frá hruni hefur Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sent tíu sveit- arfélögum viðvörun vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Eitt þeirra er sveitar- félagið Álftanes. Ástandið þar var mjög slæmt og var m.a. skoðuð sú leið að aðlaga skuldir og skuldbind- ingar að greiðslugetu sveitarfélagsins með nauðasamningi. Á Íslandi hafði sveitarfélag aldrei farið í svo alvarlegt greiðsluþrot og tæknilega hafði aldrei áður reynt á nauðasamning sveitar- félags. Það þarf æðruleysi, hugrekki og kraft til að taka að sér fjárhagslega endurskipulagningu fyr- irtækja og sveitarfélags. Hugrekki snýst um að gera það sem við þurfum að gera jafnvel þegar það er virkilega erfitt eða við hræðumst það. Við þurf- um á hugrekki að halda þegar við reynum eitt- hvað nýtt, þegar við horf- umst í augu við erfiðar aðstæður og þegar við þurfum að taka okkur á eftir að hafa gert mistök og verðum að reyna aftur. Í mínum huga er mikilvægt að fólk með fjölbreytta reynslu og bakgrunn taki sæti á Alþingi. Fólk sem er upp- byggjandi og hefur hugrekki og þor til að takast á við erfiðar aðstæður og ekki síður fólk sem kann að beisla ný tækifæri til sóknar. Ég fæddist ekki með silfurskeið í munninum. Ég er menntaður stjórn- málafræðingur og býð fram þá reynslu og þekkingu sem ég sjálfur hef náð mér í. Eftir að f jölskyldan f lutti aft- ur heim 2007 hef ég tekið að mér framkvæmdastjórn og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og sveitarfélagsins Álftaness. Ég var framkvæmdastjóri fyrir Evrópu 2001- 2006 hjá Strax (www.strax.com) og leiddi uppbyggingu í ellefu milljarða veltu, framkvæmdastjóri Hans Peter- sen 2007 og forstjóri Egilsson/Office1 (www.egilsson.is) frá 2008-2012. Uppbygging og endurskipulagning Ég skal taka til Þáttur Freysteins Þorbergssonar 40 ára afmæli HM-einvígisins í skák Edda Júlía Þráinsdóttir húsmóðir Kjartan Örn Sigurðsson, frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Gullsmiðadagurinn laugardaginn 27. október Kíktu til gullsmiðsins þíns Hann tekur vel á móti þér Komdu með uppáhaldsskartgripinn þinn og láttu hreinsa hann þér að kostnaðarlausu. Verið velkomin Akranes Dýrfinna gullsmiður Hafnarfjörður Fríða gullsmiður, Strandgötu 43 Gullsmiðjan, Lækjargötu 34c Nonni gull, Strandgötu 37 Sign gullsmiðaverkstæði við smábátahöfnina Kópavogur Carat-Haukur gullsmiður, Smáralind Meba Rhodium, Smáralind Reykjanesbær Georg V. Hannah, úr og skartgripaverslun, Hafnargötu 49 Reykjavík Anna María Design, Skólavörðustíg 3 Aurum, Bankastræti 4 Gull og Silfur, Laugavegi 52 Gull og silfursmiðjan Erna, Skipholti 3 Gullkistan, Frakkastíg 10 Gullkúnst Helgu, Laugavegi 11 Gullsmiðja Óla, Ingólfstorgi Gullsmiðurinn, Mjódd GÞ Skartgripir og úr, Bankastræti 12 Hún og hún, Skólavörðustíg 17b Meba Rhodium, Kringlunni Metal Design, Skólavörðustíg 2 Orr gullsmiðir, Bankastræti 11 Ófeigur, gullsmiðja og listmunahús, Skólavörðustíg 5 Tímadjásn, skartgripaverslun, Grímsbæ Leifur Kaldal gullsmiður www.gullsmidir.is Á fundinum mun Trine Kanter Zwerekh, kynningarstjóri hjá norsku vegagerðinni kynna National Tourist Routes, samstarfsverkefni norsku vegagerðarinnar og ferða- þjónustunnar þar í landi sem miðar að því að byggja upp vinsælar leiðir fyrir ferðamenn. Því næst mun Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, fræða viðstadda um stöðuna á samstarfi Vegagerðarinnar við ferðaþjónustu á Íslandi. Þá stígur Hlynur Snæland Lárusson frá Snælandi Grímssyni fram og ræðir hugmyndir að samvinnu fyrrnefndra aðila í framtíðinni. Að lokum veltir Þórarinn Malmquist arkitekt því fyrir sér hvernig hægt væri að vinna sambærilegt verkefni og National Tourist Routes hér heima. Skráning fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 Nánari upplýsingar veita Brynja Bjarkadóttir, brynja@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.