Fréttatíminn - 26.10.2012, Blaðsíða 2
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
Dala Feta fyrir þá
sem gera kröfur
ms.is HV
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Íslensk fyrirtæki enn í eigu bankanna
Þ etta er mjög spennandi. Ég hafði aldrei spáð í þetta en ef það er áhugi á bókinni erlendis þá er
bara gaman að því,“ segir Berglind
Sigmarsdóttir, höfundur bókarinnar
Heilsuréttir fjölskyldunnar.
Berglind kynnti
Heilsurétti fjölskyld-
unnar á bókamessu í
Gautaborg á dögun-
um ásamt útgefanda
sínum og vakti bókin
mikla athygli. Jónas
Sigurgeirsson, útgef-
andi hjá Bókafélag-
inu, segir að tíðinda
sé að vænta á næst-
unni um hvar bókin
verður fyrst gefin út.
„Við gerðum samning
við sænskan umboðs-
mann sem er að vinna
að því að selja bókina
á hinum Norður-
löndunum en einnig
hafa bandarískar og
breskar útgáfur lýst yfir áhuga á að
gefa hana út,“ segir Jónas.
Fjórða prentun af Heilsuréttum fjöl-
skyldunnar kom nýverið í bókaverslan-
ir hér á landi og segir Jónas að um tíu
þúsund eintök hafi þegar selst af henni.
Upphafið að velgengninni má rekja
til þess að Berglind tók mataræði allrar
fjölskyldunnar í gegn. Það gerði hún í
von um að draga úr sjúkdómseinkenn-
um sem fylgja Tourette-sjúkdómnum
sem sonur hennar hafði þá nýlega
greinst með. Kækir hans versnuðu
þegar hann borðaði sykur, flestar
mjólkurvörur og vörur sem innihalda
glúten. Með breyttu mataræði er hann
að mestu laus við kækina. Berglind
skrifaði bókina með það að markmiði
að hjálpa fólki að skipta óhollum mat út
fyrir hollan án öfga.
„Ég er ótrúlega ánægð með viðtök-
urnar og ánægðust er ég með að þeir
sem kaupa bókina eru að nota hana.
Fólk kaupir oft matreiðslubækur og
eldar kannski eina uppskrift en nú
er ég í sambandi við fullt af fólki sem
hefur eldað nær allt upp úr bókinni.
Fólk er það ánægt að ánægjan spyrst út
og ég held að bókin selji sig sjálf,“ segir
Berglind.
Berglind segist telja að bókin eigi
erindi á markað í Skandinavíu, enda
hugsi grannar okkar mikið um heils-
una og hugi að fjölskyldunni. Þar eru
þó vandamál með of þung börn, rétt
eins og hér á landi.
„Auðvitað ættu allir að tileinka sér
heilbrigðan lífsstíl. Það er áhyggjuefni
hvað börn eru orðin þung og ég held að
fólk vilji bregðast við því. Það hefur oft
verið þannig að mamman og pabbinn
eru í fínu formi en vita ekki hvað þau
eiga að gefa börnunum sínum að borða.
Ég hef lagt upp með það að fólk eldi
eitthvað sem allir geta borðað saman
og það höfðar til fólks,“ segir Berglind
Sigmarsdóttir.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Fleiri voru teknir ölvaðir undir
stýri á fyrstu níu mánuðum
ársins en á sama tímabili fyrir
ári og hraðakstursbrotum hefur
að sama skapi fjölgað um 21
prósent.
Alls voru rúmlega þúsund
manns teknir fyrir ölvunarakst-
ur og tæplega 28 þúsund voru
dæmdir fyrir of hraðan akstur,
fimm þúsund fleiri en árinu áður.
Á tímabilinu slösuðust rúmlega
700 manns í umferðarslysum, þar
af 103 alvarlega. Sjö hafa látist.
Þjófnuðum og innbrotum hefur
fækkað talsvert á árinu miðað við
sama tímabil í fyrra. Samkvæmt
upplýsingum frá ríkislögreglu-
stjóra náðu innbrot hámarki árið
2009 en hefur fækkað jafnt og
þétt síðan. Ástæðan er markviss-
ar aðgerðir lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu til að sporna gegn
innbrotum.
Stöðug aukning hefur hins
vegar verið á fíkniefnabrotum
undanfarin ár og hefur þeim
fjölgað fyrstu níu mánuði ársins
miðað við sama tímabil fyrir ári.
Aukningin er tilkomin vegna
fjölgunar brota vegna vörslu og
neyslu en brotum vegna innflutn-
ings og sölu og dreifingar hefur
fækkað.
Þegar litið er til samanburðar
á fjölda brota á árinu 2011 miðað
við meðaltal brotanna árin 2005
til 2010 má sjá að fækkun er í
öllum brotaflokkum að undan-
skildum fíkniefna- og kynferðis-
brotum sem fjölgaði. Áfengislaga-
brotum fækkaði mest eða um tæp
43%, brotum gegn friðhelgi um
21% og manndrápum og líkams-
meiðingum um tæp 18%.
83 íslensk fyrir-
tæki eru enn í
eigu bankanna.
Sælgæti gegn
tannskemmdum
„Þetta eru molar sem valda ekki tann-
skemmdum,“ segir dr. Þorbjörg Jensdóttir
um nýtt íslenskt nammi, Hap+, sem hún er
með einkaleyfi fyrir og fæst í öllum helstu
apótekum. Þorbjörg býr í Noregi ásamt
manni sínum sem er landslagsarkitekt. Þar
vinnur hún að rannsóknum fyrir fylkistann-
lækninn í Rogalandi en það er íslenskt
fyrirtæki sem hún stofnaði („og stefnir á
útrás“), Ice Medica, sem framleiðir namm-
ið. Á morgun og hinn mun Þorbjörg kynna
nammið og niðurstöður tíu ára langrar
rannsóknar á molunum á ársþingi Tann-
læknafélags Íslands í Hörpunni. Sjálf segir
Þorbjörg nammið sitt mjög gott. „Þetta er
sykurlaus ferskur brjóstsykur sem hefur
lágt sýrustig. Hentar vel sem munnhreinsir
og örvar munnvatnið tuttugufalt.“ Dr.
Þorbjörg og hennar fólk hjá Ice Medica eru
með einkaleyfi fyrir uppskriftinni.
Gítarherðartré og
prjónapappakassi
Þakrennuviðgerðardós, prjónapappakassi
og gítarherðatré eru á meðal þeirra
hugmynda sem unnið hafa til verðlauna í
Snilldarlausnum Marel – hugmyndasam-
keppni framhaldsskólanema undanfarin
þrjú ár. Hátt á þriðja hundrað framhalds-
skólanemar hafa virkjað eigið hugmynda-
flug með því að taka þátt í keppninni en
hún fer nú fram í fjórða sinn og er skila-
frestur hugmynda til 5. nóvember.
Markmið keppninnar er að gera sem
mest virði úr einföldum hlutum á borð við
pappakassa, herðatré og niðursuðudósir
og taka hið aukna virði upp á myndband.
Fyrri ár hefur einn ákveðinn hlutur
verið tekinn fyrir hverju sinni en í ár hafa
aðstandendur keppninnar ákveðið að gefa
þátttakendum lausan tauminn og mega
þeir vinna með hvaða hluti sem er. -sda
Munúðarfullar
mömmur
Áhrif meðgöngu og fæðingar á kynlíf ís-
lenskra kvenna, kynlífsraskanir hjá konum
í langvarandi veikindum og munúðarfullar
mömmur, kynlíf eftir barneignir verða
umfjöllunarefni opins fræðslufundar
næstkomandi þriðjudag, 30. október.
Það er Líf, styrktarfélag, sem styður við
konur og fjölskyldur þeirra á kvennadeild
Landspítalans, sem býður til fundarins.
Hann verður í Háskólanum í Reykjavík,
stofu M 209 á 2. hæð og hefst klukkan 12.
Bjarni Haukur Þórsson setur fundinn. Edda
Sveinsdóttir og Hilda Friðfinnsdóttir ljós-
mæður ræða áhrif meðgöngu og fæðingar
á kynlíf íslenskra kvenna. Áslaug Kristjáns-
dóttir kynfræðingur ræðir um konur og
kynlífsraskanir í langvarandi veikindum og
Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur
fjallar um munaðarfullar mömmur; kynlíf
eftir barneignir. - jh
LögregLumáL AfbrotAtöLfræði ríkisLögregLustjórA
Fleiri keyra fullir og keyra of hratt
Alls voru rúmlega þúsund manns teknir fyrir ölvunarakstur á fyrstu níu
mánuðum ársins.
Íslensk fjármálafyrirtæki eiga enn í 83 fyrir-
tækjum. Aðeins 13 þeirra eru í rekstri á Íslandi og
þar á meðal sterk og mikilvæg félög þar á meðal.
Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Fjármála-
eftirlitsins, sagði í samtali við Fréttatímann að ekki
sé hægt að veita upplýsingar um hvaða fyrirtæki
þetta séu. Íslensku bankarnir eiga stóran hlut í
flestum þessarra fyrirtækja en Aðalsteinn Leifsson,
stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir mikið
þrekvirki hafa verið unnið síðustu misseri en 107
fyrirtæki hafa nú færst úr eign bankanna, „flest
með sölu til nýrra eigenda en einnig nokkur með
því að rekstur lagðist af.“
bókAútgáfA óvænt útrás
Heilsuréttir Berglindar á
borð bornir í Skandinavíu
Berglind Sigmarsdóttir hefur slegið í gegn með bók sinni, Heilsuréttum fjölskyldunnar. Tíu
þúsund eintök hafa selst hér á landi og nú eru erlend bókaforlög farin að bítast um útgáfurétt-
inn. Höfundurinn er hógvær enda byrjaði ævintýrið á því að hún var að vinna gegn einkennum
Tourette-sjúkdóms sonar síns.
Berglind Sigmarsdóttir hefur
selt tíu þúsund bækur á þessu
ári. Útlit er fyrir að bók
hennar verði gefin út á hinum
Norðurlöndunum innan tíðar
og jafnvel víðar.
Það er áhyggjuefni
hvað börn eru
orðin þung og ég
held að fólk vilji
bregðast við því.
2 fréttir Helgin 26.-28. október 2012