Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 50
Átt þú rétt á lækkun skulda? Sértæk skuldaaðlögun er ætluð þeim sem skulda meira en 100% af markaðsvirði veðsettra fasteigna og bifreiða. Skuldaaðlögunin nær til allra skulda einstaklinga hjá Íbúðalánasjóði, bönkum, sparisjóðum og lífeyrissjóðum. Sértæk skuldaaðlögun kemur aðeins til greina ef sýnt þykir að vægari úrræði nægja ekki til að rétta af fjárhagsstöðuna og fyrirséð er að viðkomandi geti ekki staðið í skilum af lánum sínum til langframa. Sótt er um sértæka skuldaðlögun í viðskiptabanka umsækjanda. Frestur til að sækja um sértæka skuldaaðlögun rennur út um næstu áramót Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 Safna- og útivistarsvæði á Kópavogstúni Þessar tillögur ríma vel við hugmyndir nokk- urra arkitektastofa og Þorleifs Friðriksson- ar, sem rekur Söguferðir ehf. Þegar þrengdi að arkitektastofum í kjölfar hrunsins 2008 hófu Þorleifur og Kanon arkitektar, Teikni- stofan Tröð, MFF landslagsarkitektar og Eitt A innanhússarkitektar hugmyndavinnu að uppbyggingu á Kópavogstúni. Samtarfinu var gefið vinnuheitið „Björt framtíð“. (Það var áður en stjórnmálasamtök, ótengd verk- efninu, tóku sér þetta nafn). Hugmynd hópsins gengur út á að útfæra og þróa áhugavert safna- og útivistarsvæði á Kópavogstúni með því að samtvinna menn- ingu, sögu og útivist á nýstárlegan hátt og efla þannig enn frekar menningar- og atvinnu- líf Kópavogsbæjar. Hópurinn vann ýtarlegt kynningarefni. Þeir sem að þessu standa hafa á að skipa starfsliði sem spannar breitt svið fagþekkingar og reynslu á sviðið skipulags, hönnunar nýbygginga, viðgerða og endur- bóta eldra húsnæðis, landslagsarkitektúrs og lóðahönnunar, innanhúshönnunar, safna- hönnunar, sagnfræði og menningartengdar ferðaþjónustu. Híbýlasaga alþýðu heillar þjóðar Safn- og útivistarhugmyndir arkitektanna og sagnfræðingsins miðast við að á Kópavog- stúni, í tengslum við uppgerðan Kópavogsbæ- inn og Kópavogshælið, verði sögð híbýlasaga alþýðu heillar þjóðar frá upphafi. Safnið myndi varpa ljósi á þjóðflutninga úr sveit á möl og með þeim hætti kallast á við hið vel heppnaða Vesturfarasafn á Hofsósi. Í greinargerð Þorleifs Friðrikssonar kemur fram að Kópavogstúnið geymi minjar íslenskr- ar híbýlasögu frá landnámstíð. Í senn væri, eins og fram kom í Fréttatímanum í fyrra, rakin híbýlasaga íslensks alþýðufólks frá upp- hafi byggðar hér á landi fram til loka 20. aldar og byggingarsaga Kópavogs; frá torfbæjum og heiðarbýlum sveita til tómthúsa þegar þétt- býli fór að myndast, leiguhúsnæðis, kjallara- byggðar og verkamannabústaða snemma á 20. öld, braggabyggðar stríðsáranna og síðast en ekki síst kofabyggðar í Kópavogi. Hugmynd arkitektanna og sagnfræðings- ins er að safn á Kópavogstúni, frá gamla þing- staðnum að Kópavogsbænum, verði opinn vettvangur fólks til mennta, hvíldar, starfs og afþreyingar. Gangi þetta eftir verði á Kópa- vogstúni, sem vel er í sveit sett og snýr mót suðri, eina safnið í Evrópu sem gæfi heild- stæða mynd af híbýlasögu alþýðufólks frá landnámi til samtímans. Innst við Kópavog eru rústir þingbúða og vestan við hann hafa fundist leifar af kotbýli sem gæti verið frá 9. öld, segir Þorleifur sem segir að þarna mætti reisa eftirlíkingu búðanna og kotbæ eins og íslensk þjóð bjó í um aldir. Lifandi svæði, gallerí og kaffihús Fram kom hjá Þorleifi að aðrir hornsteinar svæðisins væru Kópavogshælið og Kópavogs- bærinn. Með tilliti til sögu Kópavogshælis væri það ákjósanlegur staður fyrir íslenska kvenna- sögu, enda reist af Hringskonum, byggingar- sögu og sögu berkla og holdsveiki, förunauta þjóðar frá því að vera ein fátækasta þjóð Evr- ópu til velferðarsamfélags. Kópavogsbærinn væri hins vegar gott dæmi um steinbæ. Þar mætti hugsa sér að hafa opinn markað, eins konar „kolaport“ landbúnaðarins. Á Kópavog- stúninu mætti endurbyggja dæmi um hús og híbýli frumbyggja Kópavogsbæjar. Á fundi í nýverið með Þorleifi og arkitekta- hópnum kom fram að Birgir H. Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogs, hefði frá upphafi sýnt verkefninu mikinn áhuga. Hópurinn hefur á árabilinu 2008 til 2012 fundað með ýmsum aðilum, meðal annars Auði Styrkárs- dóttur, forstöðumanni Kvennasögusafns Ís- lands, Nikulási Úlfari Mássyni, forstöðumanni Húsafriðunarnefndar, Margréti Hallgrímsdótt- ur þjóðminjaverði, Hringskonum og Halldóri Grönvold, deildarstjóra félagsmáladeildar ASÍ, auk bæjaryfirvalda í Kópavogi. Arkitektahópurinn telur að ef safnaverkefn- ið kemst á koppinn verði um mjög lifandi svæði að ræða þar sem listamenn ættu afdrep, gætu leigt tímabundið aðstöðu í Kópavogsbænum, rekin væru gallerí, kaffihús og veislusalir. Þá gætu félagasamtök komið að verkefninu. Nauðsyn þarfagreiningar Arkitektahópurinn birti hugmyndir sínar í hefti með myndum af svæðinu og byggingum þar, tölvugerðum myndum af framtíðarsýn, teikningum og kortum þar sem hugmyndirnar eru skýrðar. Arkitektahópurinn er tilbúinn til að halda áfram með verkefnið, með aðkomu og hugmyndavinnu Þorleifs Friðrikssonar, enda liggur nú að gömlu húsin á túninu, Kópavogs- hælið og Kópavogsbæinnm verða gerð upp. Hópurinn leggur þó áherslu á að áður en farið verður af stað við endurbætur á húsunum verði að ákveða hvernig þau verða nýtt. Þarfagrein- ingu verði að gera svo menn fari ekki rangt af stað í uppbyggingunni. Í samantekt hópsins segir: „Markmið með þróun safnasvæðis á Kópavogstúni er að skapa einstakt lifandi safn með því að vinna saman menningu, sögu, útivist og afþreyingu. Á Kópa- vogstúni leynast margar sögulegar minjar og fögur náttúra. Uppbygging safnasvæðis hefði mikla þýðingu fyrir Kópavog og höfuðborgar- svæðið allt. Safnasvæðið yrði einnig mikil lyfti- stöng fyrir mannlíf í bænum og ímynd hans.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Gamli Kópavogsbærinn hefur verið friðaður. Hann er elsta hús Kópavogs, byggður 1903-1904. Þinghald var á bújörðinni Kópavogi til forna og þar fór erfðahyllingin fram árið 1662. 46 úttekt Helgin 30. nóvember-2. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.