Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 30.11.2012, Blaðsíða 18
800 milljónum verður út- hlutað úr búi Milestone ehf. á skiptafundi á mánudaginn, samkvæmt frétt Morgunblaðsins. Kröfur í búið námu um 800 milljörðum króna. Ég vil gera allt vel Að bugast undan sjálfs síns kröfum S tundum er ég við það að bugast undan þeim kröfum sem ég geri til sjálfrar mín. Ég vil standa mig vel sem móð- ir, vera dugleg og afkastamikil í vinnunni, geta ræktað sam- bandið við fjölskyldu og vini, borðað hollan mat og stundað líkamsrækt, sinnt áhugamálunum, haldið heimilinu hreinu og snyrtilegu og vera góð við manninn minn. Börnin eru sjö – þau eru í forgangi, alltaf – því þannig er foreldrahlut- verkið. Ég er ekkert að sinna þeim öllum, tvö elstu eru flutt að heiman en þá eru eftir fimm. Frá því að við vöknum og þangað til þau eru komin í skólann reyni ég að sinna þeim milli þess sem ég hendist í sturtu og klæði mig. Ég geri ekkert í vinnunni nema að vinna – því þannig er vinna – og þá er klukkan orðin hálf fimm og þá þarf að sækja börn og keyra eða sækja í íþróttir eða aðrar tóm- stundir. Ef ekki, þá þarf að versla í matinn, hjálpa börnunum með heimanám, spjalla við þau um daginn, elda kvöldmatinn, ganga frá eftir kvöldmatinn og koma börnum í háttinn. Svo eru það öll heimilisstörfin. Þið þekkið þetta öll. Stundum koma þannig dagar hjá mér að ég hreinlega bara ræð ekki við öll þessi verkefni. Mér finnst of flókið að fara út í búð – því ég veit hreinlega ekkert hvað ég á að kaupa. Stundum hef ég bara brauð í matinn – því ég veit ekkert hvað ég á að elda. Önnur unglingsdóttirin kom heim úr skólanum um daginn og sagði mér frá því að þær bekkjar- systurnar hefðu verið að ræða kvöldmatinn heima hjá sér. Allar stúlkurnar í bekknum, að tveim- ur undanskildum, höfðu aldrei upplifað kvöldmatartíma án þess að fá heitan mat. Einungis tvær, þar á meðal dóttir mín, höfðu stundum fengið bara brauð. Ég get ekki verið eina foreldrið sem ekki ræður við þetta verk- efni. Hvernig fer fólk að? Þetta hefur reyndar lagast mikið eftir að ég var svo heppin að komast í samband við yndis- lega konu sem aðstoðar okkur við heimilisverkin. Mest mun- aði um að losna við kvíðann og samviskubitið yfir heimilis- störfunum, því þau voru neðst á forgangslistanum mínum (þið hefðuð átt að sjá þvottafjallið stundum). Mig dreymir stundum um að fara ein upp í sumarbústað heila helgi, með tilbúinn mat og góða bók. En þá verður mér hugsað til ömmu minnar sem átti níu börn, þrjátíu kýr, 200 rollur og hænur og mann sem keyrði vörubíl. Þá hætti ég að vorkenna sjálfri mér. Þakka fyrir að börnin mín séu heilbrigð – og ég sjálf. Og hendi pasta í pott. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Sjónarhóll Hagnaður Íslandsbanka 4,6 milljarðar Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á þriðja ársfjórðungi þessa árs var 4,6 milljarðar. Hann var 3,3 milljarðar á sama tíma í fyrra. Hagnaður eftir skatta af reglulegri starfsemi var 10,8 milljarðar fyrstu níu mánuði ársins en hann var 11,4 milljarðar á sama tímabili í fyrra. 35 manns sagt upp á Siglufirði Öllu starfsfólki Sigluness og Útgerðar- félagsins Ness á Siglufirði hefur verið sagt upp störfum. Alls starfa 35 manns hjá fyrirtækjunum. 118 fyrirtæki gjaldþrota í október 118 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í október. Flest voru þau í byggingastarf- semi og mannvirkjagerð. Fyrstu tíu mánuði ársins hafa 910 fyrirtæki orðið gjaldþrota. Á sama tíma í fyrra urðu 1317 fyrirtæki gjaldþrota. Ekki meirihluti fyrir hækkun gistiskatts Meirihluti þingmanna styður ekki hug- myndir ríkisstjórnarinnar um að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur styðja ekki hækk- unina og þingmenn Bjartrar framtíðar og Hreyfingarinnar, auk Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar, telja fyrirvarann of skamman. Björk einn helsti sérvitringur heims Björk Guðmundsdóttir er í tíunda sæti yfir helstu sérvitringa heims samkvæmt könnun sem fyrirtækið Nature Valley gerði. Lady Gaga er í efsta sæti listans, borgarstjórinn Boris Johnson er í öðru og þungarokkarinn Ozzy Osbourne í því þriðja. Eiginmaður Bretadrottningar er í fjórða sæti. VikAn í tölum 30 mörk hefur framherjinn Alfreð Finnbogason skorað á þessu ári. 500 grömm vóg stærsti leturhumar sem veiddur hefur verið á Íslandsmiðum. Heildarlengd dýrsins var hálfur metri og skjaldarlengd hans 88 millímetrar. 40 prósent fækkun hefur orðið á yfirmönnum hjá embætti ríkislögreglustjóra síðustu fimm árin. Heildarfækkun starfsmanna nemur um 15 prósentum en fækkun er mest í hópi yfir- manna. 43 prósent fleiri ársverk voru í skógrækt á Ís- landi árið 2011 en árið á undan. 5 kíló af fitu missti sjón- varpsmaðurinn Sölvi Tryggvason í nýlegu fjögurra vikna líkams- ræktarátaki. Hann bætti á sig fimm kílóum af vöðvum á sama tíma. 18 fréttir Helgin 30. nóvember-2. desember 2012 vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.